Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1990, Side 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022-FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Vægi dóma í síðustu viku var gerð fróðleg úttekt í DV á nýlegum dómum sem annars vegar hafa verið kveðnir upp vegna auðgunarbrota og hins vegar kynferðisafbrota. í ljós kemur að dómstólar virðast taka harðar á fyrrnefndum brotum og samanburðurinn leiðir í ljós að nauðganir eru taldar léttvægari afbrot en rán sem framin eru á bíræfinn hátt. Hér er ekki um vísindalega úttekt að ræða og þess réttilega getið að margt lögfræðilegt álitaefnið getur haft áhrif á dómana. En meginniðurstaðan er samt sú að íslenskir dómstólar og hæstiréttur virðast ekki taka hart á kynferðisafbrotum. Þetta er athyglisvert og að- fmnsluvert vegna þess að fáir glæpir, að mannsmorðum undanskildum, eru jafnsvívirðilegir og misnotkun á börnum og unglingum, nauðganir og líkamlegt ofbeldi vegna afbrigðilegra kynhvata. Almenningsálitið á bágt með að skilja að menn, sem eru aftur og aftur staðnir að slíkum óhæfuverkum og eru beinlínis hættulegir umhverfi sínu, skuh ganga laus- ir nokkrum mánuðum eftir að verknaður hefur átt sér stað. Það er talinn meiri glæpur að svíkja fé af náungan- um heldur en misþyrma börnum. Shkar refsingar eru ekki í samræmi við réttarvitund þjóðarinnar. í greininni í DV er sagt frá tveimur dómum í nauðgun- armálum. Annars vegar var maður dæmdur th þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga eldri konu á leiði foreldra hennar í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Hins vegar fékk maður þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir að nauðga tveimur stúlkum með klukkutíma millibili á Hverfisgötu í Reykjavík. Á sama tímabih voru kveðnir upp tveir dómar í ráns- málum. Þar var um að ræða í öðru tilvikinu bíræfið rán á Laugaveginum þar sem grímuklæddir menn rændu dagsölu Áfengisverslunarinnar. Höfuðpaurinn í ráninu fékk fimm ára dóm. í hinu tilvikinu var maður á ferð- inni sem framdi þrjú rán á stuttum tíma. Hann fékk þriggja ára fangelsi. Rán er rán og er ósvífmn glæpur. En enginn vafi er á því að nauðganir, eins og þær sem hér er vitnað til, eru hálfu verra athæfi. Hvað þá þegar börn eru misnot- uð með valdi til að svala afbrigðilegri kynhvöt. Skyn- semin og fordæmingin segir manni að fyrir shk brot eigi að refsa af fullum þunga. Hér er ekki við refsilöggjöfma að sakast, enda gefur hún dómsvaldinu rúmt vald til að meta hvert brot og kveða upp misþunga dóma. Ástæða er th að halda að dómsvaldið fylgi ekki almenningsáhtinu eftir í þessum efnum og hafi tilhneigingu til að mhda dóma sína í kyn- ferðisafbrotum. Að minnsta kosti í samanburði við auðgunarbrot. Kynferðisafbrotum fer fjölgandi og sjálfsagt kemur aðeins htið brot þeirra th kasta dómstólanna. Langflest kynferðisafbrot eru innan íjölskyldna og eru sjaldnast kærð eða gerð opinber. Kvennaathvarfið kann margar sögur af þeim harmleikjum. Refsingar eru ekki lækningar en þær eru dómur þjóð- félagins og vörn fórnarlambanna gagnvart ofbeldis- mönnunum. Vægi refsingarinnar er vitnisburður um það álit sem samfélagið hefur á afbrotum. í umræðum undanfarinna daga hefur réttarvitund samfélagsins gagnvart kynferðisafbrotum komið glöggt í ljós. Fólk vhl láta taka hart á slíku athæfi og fólk vih fá vernd fyrir mönnum sem eru hættulegir umhverfi sínu. Dóm- stólar eiga að taka mið af því almenningsáliti. Ellert B. Schram MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 1990. Frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík árið 1982. - Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður Fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik (lengst til vinstri) lýsir úrslitum. Hið virka lýðræði Þá hefur framboðslisti Sjálfstæö- isflokksins viö borgarstjórnar- kosningarnar séö dagsins ljós. Hann er sá fyrsti í Reykjavík í tvo áratugi sem er valinn án þess aö kjósendur Sjálfstæöisflokksins hafi nokkuö um það að segja með hvaöa hætti raðað er niður á listann. Það var því spennandi að sjá hvort Davíð Oddsson borgarstjóri, með tilstyrk kjömefndar, myndi eingöngu notast við ljósritunarvél- ina þegar hstinn væri ákveðinn, með brottfelhngum á þeim sem dánir eru síðan í síðustu kosning- um eða hvort hún geröi eitthvað meira. - Nú er komið í ljós að hún gerði pínulítiö meira. Þannig hafa þeir sem eru í náðar- ljósi borgarstjórans verið færðir ofar á hstann og þeir sem eru þar ekki verið færðir neðar. Þannig er hið virka lýöræði í Sjálfstæðis- flokki nútímans, flokksins sem seg- ist geta kennt öhum öörum lýðræð- islegar starfsaðferðir. - Flokksins sem einn hefur þann styrk og stærð að hann getur framkvæmt opna lýðræðislega könnun á vilja kjós- enda sinna um hveijir skuli vera í framboði fyrir flokkinn. Yfirtil þín, Davíð Framboðshsti Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík fyrir þessar kosn- ingar er ákveðinn með eftirgreind- um hætti: l. þáttur: Baldur Guðlaugsson, fé- lagi í Eimreiðarkhkunni, sér- stakur vinur borgarstjórans, for- maður Fuhtrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, leggur til að ekki verði viðhaft prófkjör að þessu sinni. Framboðsmál heyra undir fulltrúaráðið. Tillaga for- mannsins er samþykkt. II. þáttur: Kosin er kjömefnd. Alhr frambjóðendur meirihluta stjómar’ fulltrúaráðsins, þ.e. Baldurs og félaga, eru kosnir, hinir faha, enda koma þau fram- boð frá fólki úti í bæ sem á jafn- vel ekki innangengt á flokks- skrifstofurnar í Valhöll. Formaður kjömefndar er vahnn Jón Steinar Gunnlaugsson, sér- stakur vinur Baldurs Guðlaugs- sonar og samstarfsmaður hans og vinur borgarstjórans og félagi í Eimreiðarklíkunni. - Jón stýrir kjömefnd af röggsemi og snilld eins og hans er von og vísa (enda valinn þess vegna); m. þáttur: Fært er th á listanum eftir því sem hæflr. Þeir sem unnið hafa á Mogganum, veriö í vinfengi við framkvæmdastjóra flokksins eða tflheyra merkUeg- um ættum í flokknum eru færðir upp, þeir sem hafa ekki þessa mann- eða kvenkosti til aö bera eru færðir niður. Eftir þessa uppstokkun er listinn síðan kynntur á fundi Fuhtrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík sem haldinn er á þeim tíma sem gerir venjulegu launa- fólki ómögulegt að sækja fund- inn. Slíkt er sjálfsagt nauðsyn- legt þar sem hlutur launþega- armsins í flokknum rýmar vem- lega við þessa uppstUhngu. KjáUaiinn Jón Magnússon lögmaður Leiknum er lokið, tjaldið fellur. - Höfundinum, aðalleikaranum og leikstjóranum, sem er sami maöur, er vel fagnað. Þessi farsi minnir mann á send- ingar fréttamanna í alþekktum gamanþætti. Þannig má stytta leik- ritið og hafa það svona: Davíð höf- undur, aðalleikari og leikstjóri seg- ir: yfir tU þín, Baldur, en Baldur ~ segir: yfir tU þín, Jón Steinar, sem segir aftur: yfir til þín, Baldur, en þrátt fyrir sviðsetninguna fóru framboðsmálin aldrei frá upphafs- stað. Lýðræðisást Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur verið fuhnægt. Hinn sterki foringi og klíkan ræð- ur. Skyldi heimsbyggðin áður hafa kynnst slíkum forningjum og hvaða framþróun varð í lýðræðis- átt undir þeirra stjórn? Prófkjör Nú er það þannig með prófkjör að þau leysa aö sjálfsögðu ekki all- an vanda. Þau eru hins vegar mjög góð, t.d. þegar gera þarf upp á milli tveggja frambjóðenda, en þau eru misheppnaðri eftir því sem kosið er um fleiri. Þegar byrjaö var að hafa prófkjör fyrir um 20 árum voru þau galopin hjá Sjálfstæðisflokknum. Á annan tug þúsunda kjósenda kaus og tók því þátt í að velja framboðslista flokksins sem venjulega er í meiri- hluta í Reykjavík. Smátt og smátt fór ráðandi klíku í Sjálfstæðisflokknum að fmnast prófkjörin vera af hinu vonda. Henni fundust líka prófkjörsregl- urnar vera ómögulegar vegna þess að hennar menn komust ekki nógu ofarlega stundum. Þess vegna var prófkjörsreglum breytt. Breytt fram og breytt til baka. Síðan var farið að takmarka þátttöku í próf- kjöri, t.d. með því að aðeins þeir sem skráðir eru í flokkinn fengu að kjósa. Þannig var það þegar síðast var vahð á framboðslista til borgar- stjórnar í Reykjavík. Þá fengu að- eins flokksbundnir að kjósa og þá kaus tæpur helmingur þeirra sem áður hafði gert það. Nauðsynleg og eðhleg takmörkun á lýðræðinu hafði farið fram að mati ráðandi afla í flokknum. Nú hefur enn frekari takmörkun átt sér stað með því að Eimreiðar- klíkan ein fær um það að segja, hverjir skuli vera og hverjir skuli ekki vera á framboðshsta flokksins í Reykjavík. Afgerandi straumhvörf urðu í þessu efni eftir að Geir Hallgríms- son, þáverandi formaður flokksins, lenti í 7. sæti í opnu prófkjöri flokksins árið 1982. - Síðan hafa ekki verið opin prófkjör á vegum Sjálfstæðisflokksins hér í borg og verða ekki, nema klíkan telji sig svo sigurvissa aö engin hætta sé á ferðum. Næsti borgarstjóri Nú liggur næsta ljóst fyrir að Davíð Oddsson mun ekki verða borgarstjóri út kjörtímabilið næsta. Annar maður mun því taka við því starfi og eðhlegt hefði verið að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hér í borg hefðu fengiö um það að segja hver það skyldi vera. Þannig varð Davíð Oddsson hlut- skarpari á sínum tíma þegar kosið var um hver skyldi vera borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins síð- ast þegar sá slagur fór fram. Það var því nauðsynlegra en ella að viðhafa prófkjör núna til að venju- legir stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins fengju að velja borgar- stjóraefni. Þessi sjálfsagði réttur hefur verið tekinn af Reykvíking- um. Næst þegar Sjálfstæðisflokkur- inn stillir upp á framboðslista þá verður það til alþingiskosninga. Þá vill Davíð Oddsson verða í fyrsta sæti og koma Friðriki Sophussyni úr því. - Þá verður prófkjör. Mál eru nefnilega þannig vaxin, að þó að Friðrik Sophusson sé vafa- lítið skeleggasti málsvari sem Sjálf- stæöisflokkurinn á innan þingdyra þá hefur hann aldrei verið í náð- inni hjá klíkunni og komst miklu lengra en hann átti nokkurn tíma að fara. - Það skal leiðrétt næst. Prófkjör skulu sko haldin þegar henta þykir, með þeim reglum sem henta þykir, þannig aö sjálfstæðir menn fái ekki að komast inn. Jón Magnússon „Prófkjör skulu sko haldin þegar henta þykir, með þeim reglum sem henta þykir, þannig að sjálfstæðir menn fái ekki að komast inn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.