Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990.
5
Fréttir
'
. :
|| |
M
■ ö
....
Höfrungur II. barðist töluvert í grjótinu í fjörunni við Grindavik. Myndin er tekin rétt um það leyti sem báturinn byrjaði að mjakast af strandstað - hafaldan lyftir bátnum. Þremur dráttartaugum,
frá Verði, Sunnubergi og Víkurbergi, var komið fyrir í afturenda Höfrungs. DV-myndir Brynjar Gauti
Höfrungur II. bjargaðist eftir mikinn baming í fiörunni við Grindavik:
Þetta var snyrtilegt
sagði Þórður Pálmason skipstjóri nýkominn af strandstað
„Þetta var snyrtilegt hjá skip-
stjórnarmönnum á Veröi, Víkur-
bergi og Sunnubergi sem drógu okk-
ur út af strandstað. Vörður var á
landleið með okkur og gátum við
strax komið dráttartaug yfir í hann
og brátt voru vírar komnir líka yfir
í hina tvo sem eru loðnuskip. Þeir
pössuðu sig allir á að toga ekki of
stíft í dráttartaugarnar þannig að
ekki var hætta á að þær slitnuðu.
Þeir héldu bara vel við og síðan
flæddi aldan undir bátinn og mjakaði
honum af stað.
Við vorum reyndar á besta stað í
fjörunni. Ef menn geta hugsað sér
einhvern stað til að stranda á í þess-
ari fjöru er það einmitt þar sem við
vorum. Ef við hefðum strandað einni
bátslengd austar hefði þetta farið
miklu verr,“ sagði Þórður Pálmason,
skipstjóri á Höfrungi II. frá Grinda-
vík, í samtali við DV.
Misstu línuna
- en viti menn ...
Höfrungur II. strandaði skammt
vestan við höfnina í Grindavík um
klukkan 8.15 í gærmorgun en ná-
kvæmlega fjórum tímum seinna
hafði hann náðst aftur á flot. Var
mál manna að einstaklega vel hefði
verið staðið að björgun bátsins. Upp-
haflega átti að bíða eftír flóði klukk-
an fimm síðdegis en rétt um hádegis-
bilið varð mönnum skyndilega ljóst
að mögpleiki var á að ná bátnum þá
út. Þá var blíðskaparveður og aldan
hjálpaði til við að losa bátinn úr
grjótinu í fjörunni.
Skipverjar á Höfrungi II. skutu línu
í land til björgunarsveitarmanna rétt
um tólfleytið. Hafði báturinn þá lam-
ist og slegist töluvert á bakborðssíð-
unni við grjótið í fjörunni. Kafari í
björgunarbáti hafði þá þegar séð að
slingurbretti stjórnborðsmegin hafði
laskast. Skipstjórinn vildi fá hald úr
landi til að skorða bátínn og forða
honum frá frekari skemmdum.
Línan flaug frá Höfrungi með mikl-
um hvelli - um tvö hundruð metra
upp í fjöru. Ekki vildi betur tíl en svo
að skipverjar misstu sinn enda í sjó-
inn þegar þeir voru búnir að festa
hann við trossu. Við svo búið urðu
menn skyndilega varir við að bátur-
inn hafði rétt sig af og var farinn að
hreyfast. Þá var hætt við frekari
áform um að koma taug í land.
Þetta er áð koma
Höfrungur fór nú að mjakast aftur
á bak, fyrst um nokkra tugi sentí-
metra í einu þegar aldan flæddi und-
ir bátinn og lyfti honum. Bátamir
þrír héldu þéttingsfast við án þess
þó að keyra af fullu afli. Botn bátsins
hossaðist á grjótínu þegar hann
mjakaðist smátt og smátt af strand-
stað. Þetta var að koma. Menn biðu
spenntir í fjörunni þegar þeir sáu
bátinn færast nokkra metra í einu.
Báturinn virtist síðan stöðvast á
grjóti og var björgunarbátur í við-
bragðsstöðu ef dráttartaugarnar
myndu slitna. Skömmu síðar kom
stór alda og mjakaðist báturinn þá
aftur af stað. Hafði hann þá færst um
þrjátíu metra. Stuttu seinna var
hann laus - kominn á flot. Skipsfjór-
inn tók ekki þá áhættu að setja vélina
í gang af hættu við að dráttartaugar
flæktust í skrúfunni. Ekki var heldur
vitað hvort skrúfan var skemmd.
Vörður dró síðan Höfrúng til hafn-
ar þar sem kafari kannaði skemmdir
á bátnum. DV-menn hittu Sigmar
Arason, formann björgunarsveitar-
innar í Grindavík, í þann mund sem
Höfrungur II. komst aftur á flot:
„Þetta var mjög gott og vel að þessu
staðið hjá öllum bátunum. Það hefur
mest að segja að vera með nógu
marga til að toga,“ sagði Sigmar.
Förum vonandi út um helgina
„Þetta gat nú ekki minna verið,“
sagði Þórður, skipstjóri á Höfrungi
n„ við DV eftír að kafari hafði kann-
að skemmdir á bátnum í Grindavík-
urhöfn. „Báturinn fer nú í slipp í
Njarðvík og ég vonast til að við get-
um farið aftur út á sjó um helgina.
Ég kann öllum þeim sem stóðu að
björguninni bestu þakkir fyrir. Það
var eitthvert nag á skrúfunni en bát-
urinn gekk eðlilega á leiðinni til
Njarðvíkur.“
Kafarinn sagði við DV að skemmd-
ir væru ekki mjög miklar - skrúfu-
blöðin hefðu skemmst lítils háttar og
slingurbretti væru rifin báðum meg-
in. Sagði hann að kjölurinn væri tals-
vert snúinn og rifmn. Skrokkurinn
væri einnig lítillega dældaður auk
þess sem botnstykki vantaði. Ekkert
gat kom á bátinn.
-ÓTT
Hélt að kokkurinn væri að grínast
„Eiginlega vaknaði ég ekki alveg
strax og áttaði mig ekki á því hvað
var að gerast. Svo kom kokkurinn
niður og sagði að báturinn væri
strandaður. Eg tók nú varlega í það
í fyrstu - hélt að hann væri að grín-
ast. En ég heyrði mikla botnskruðn-
inga. Ég sef aftast og þaðan kom
hljóðið aðallega, einnig frá kjölnum.
Maður er ekki beint vanur að vakna
við svona hávaöa og barning. Ég fann
að þetta var ekki eðlilegt, fór upp og
sá þá að við vorum komnir upp í
fjöru,“ sagði Gottskálk Guðmunds-
son, annar stýrimaður á Höfrungi
II., í samtali við DV skömmu eftir að
báturinn var dreginn af strandstað.
Gottskálk sagði að þegar honum
bárust tíðindin um strandið, hefði
hvort sem er verið komið að ræsi,
áður en báturinn kæmi til hafnar í
Grindavík. „Það var ekki langt frá
strandstað að innsiglingunni,“ sagði
Gottskálkogglottí. -ÓTT
Vörður dregur Höfrung II. til hafnar J Grindavik. Að lokinni skoðun þar
sigldi Höfrungur fyrir eigin vélarafli til Njarðvíkur i slipp síðdegis í gær.
Sigmar Arason, formaður björgunarsveitarinnar í Njarðvík, rétt áður en línu var skotið í land frá Höfrungi. Bátur-
inn veltist mikið til hliðanna og skutu skipverjar línu í land til að hægt yrði að skorða hann og forða frá frekari
skemmdum. Innfellda myndin er af Þórði Pálmasyni, skipstjóra á Höfrungi II.