Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990,
Lesendur
Þriðja verðlagseftirlitið:
Hagráð í stað
Verðlagsstofnunar?
Spumingin
Ertu búin(n) að ákveða
hvert þú ætlar í sumarfrí-
inu
Sigurjón Friðriksson bóndi:
Ætla í fyrsta skipti á ævinni til út-
landa, fer í hálfsmánaðarferð til
Þýskalands, Austurríkis og Tékkó-
slóvakíu.
Gígja Þórarinsdóttir nemi:
Ætla að vinna í sumarfríinu.
Hafdís Jakobsdóttir:
Nei, tek mér ekkert sumarfrí þetta
árið.
Rósey Helgad' ^tir:
Er ekkert bú.n að ákveða það.
Stefán Þorvaldsson nemi:
Ætla á sjóinn í fríinu, er í skóla á
vetuma.
Eydís Magnúsdóttir sendill:
Ég fer annaöhvort til Noregs eða í
Kerlingarfjöll.
Kristinn Guðmundsson skrifar:
Hverju á maöur að trúa í þessu
landi þar sem stjómmálamenn eru
hvaö varasamastir og yfirlýsingar
þeirra halda vart vatni daglangt?
Ég verð aö segja frá mínum sjónar-
hóli að kjarasamningar þeir sem
gerðir vom nýlega hafa ekki verið
gerðir af mikilli fyrirhyggju. Fáir
trúðu að þeir myndu halda og allra
síst hafa stjómvöld trúað á þá enda
er það nú að koma í ljós hvern dag
sem líður.
Alltaf verður lægra og lægra risið
á ráðhemmum þegar þeir eru innt-
ir eftir því hvort verðlag muni
haldast og hvað þeir ætli að gera
til að tryggja að samningarnir séu
haldnir af þeim sem nú ganga hvað
harðast fram í að hækka vömr sín-
Katrín hringdi:
Það er merkilegt hvemig verk-
menningu hefur farið aftur nú á síö-
ustu tímum hér í borginni, einkum
varðandi snjómokstur og hreinsun
gatna í vetrarófærðinni. Núna hefur
verið fengin ný vél sem blæs eða
skefur snjó af gangstéttum. Allt er
það vel og engin ástæða til aö gagn-
rýna þaö verk, eitt og sér.
Það er hins vegar verklagið sem
ég vil gagnrýna og það að snjórinn
sem vélin ryður frá sér skuli vera
látinn mynda samfelldan hrauk eða
hrygg meðfram allri gangstéttinni,
þannig að fólk kemst vart frá heimil-
Ingvar Agnarsson skrifar:
Undarlegt næsta finnst mér sumt í
þeirri áráttu manna aö spilla tung-
unni. Þetta virðist eiga við bæði
lærða og leika og gerist t.d. bæði í
sjónvarpi, útvarpi og frétttum blaöa.
Ég vil taka hér þijú sýnishom af
handahófi:
1. „Gestir af ólíkum þjóðernum".
(Morgunblaðið 13. 1. .1990). - Hví
var ekki sagt „af ólíku þjóöerni"?
2. Talað var um „að valda eyðilegg-
ingurn" (útvarpið 23.1.1990). Orðið
ar og þjónustu. Svörin eru yfirleitt
í þá átt að þeir verði „bara að
treysta mönnum til aö sýna sam-
stööu...“ Þetta em náttúrlega eins
barnalegar yfirlýsingar og frekast
getur verið. Ekkert annað en laga-
setning, sem bannar launa- og
verðhækkanir, getur tryggt stöðugt
verölag.
Nú eru allir meðvitaðir (best að
nota tískuorðin!) um að vömr og
þjónusta er að snarhækka þessa
dagana og hefur verið að hækka,
allt frá því samningamir voru und-
irritaðir. Verðlagsstofnun virðist
ekki vera sú stofnun sem neitt ræð-
ur við mál af þessu tagi og því
freistuðu verkalýðsfélögin þess að
setja á leggirnar sams konar eftir-
lit og Verðlagsstofnun á aö gegna,
um sínum, eftir að þessari fram-
kvæmd lýkur.
Þannig er t.d. umhorfs hér í einni
götu í Hlíðunum, að samfelldur
hryggur er meðfram gangstéttum og
á fólk, einkum eldra fólk, mjög erfitt
meö að komast heiman aö frá og að
heimiii aftur, það þarf að klöngrast
yfir þessa snjóhryggi sem vélin skil-
ur eftir sig. - Ég hefði haldið að sá
sem stjórnar þessum mðningi gæti
séð til þess að mynda op fyrir framan
útgönguleiðina úr húsunum jafn-
framt því sem rutt er frá gangstétt-
um. Vonandi veröur þetta lagfært
framvegis.
eyðilegging er aðeins til í eintölu.
3. „Margir lekar em í olíugeymum á
fjallinu", og „það eru skyldleikar
milli sönglaga", (báöar þessar
setningar vom í fréttum útvarps
23.1.1990). - Þessi orö eru ekki til
í fleirtölu.
Það viröist vera mikil ásókn hjá
ýmsum mönnum að snúa eintöluorö-
um yfir í fleirtöluorð svo að úr verða
mállýti og ambögur sem mjög særa
máltilfinningu þeirra sem enn hafa
næmi fyrir réttu máli eða röngu.
þ.e. að fylgjast með þróun verðlags-
mála og taka við ábendingum frá
almenningi um breytt og hækkað
verðlag.
Þar sem eftirlit beggja þessara
aðila er í sjálfu sér vitagagnslaust
- þótt ekki skaði að vita hvar og
hveijir hækka hjá sér verð á vömm
og þjónustu - þykjast stjórnvöld
ætla að bæta um betur og setja upp
„þriðja verðlagseftirlitið". - Hag-
ráö skal það heita og skipað aðilum
frá stjómmálaflokkunum, Verð-
lagsstofnun og einhverjum álíka
máttlausum og óvirkum stofnun-
um, nefnd sem á að hafa eftirlit „á
breiðum grundvelli" eins og það
heitir á máh stjómmálamanna. - Á
þetta líklega að vera einhvers kon-
ar dúsa upp í okkur launþega þessa
Ragnar Jónsson skrifar:
Nú er að verða óhugnanlegt um að
htast á baráttuvelli íslenskra fyrir-
tækja. Um víðan völlinn liggja fyrir-
tæki í blóði sínu ef svo má til orða
taka, önnur em að þrotum komin.
Öll eru þessi fyrirtæki þó í umönnun
og sum í gjörgæslu hjálparsveita sem
kallast einu nafni „hið opinbera“.
Mörg stærstu fyrirtækin og þau
sem mestu máh skipta fyrir þjóöar-
búið eru þau sem starfa í útgerð og
fiskvinnslu. Mörg þessara fyrirtækja
hafa fengið mikla fyrirgreiðslu hjá
hinu opinbera fyrir tilstuðlan sjóð-
anna tveggja, Atvinnutryggingasjóðs
og Hlutafjársjóðs. En oftast hefur
þessi fyrirgreiðsla reynst vera í formi
deyfilyfja, stundum nánast bráð-
drepandi eiturlyf.
Þegar þessir sjóðir hafa haldið líf-
inu í fyrirtækjum nánast Ul þess eins
að halda atvinnu gangandi í ein-
hverju sveitarfélaginu segir þaö sig
sjálft aö verið er að brenna upp opin-
bert fé skattborgarnna. Þetta hefði
fyrir löngu átt að heyra sögunni tU.
Það er raunverulega ótrúlegt að fram
tíl þessa árs skuli ríkisstjórnir lands-
ins hafa stuölað að svona fjármagns-
Tómas Tómasson hringdi:
Það eru áreiðanlega fleiri en ég sem
farið er að blöskra ferðalög ráöher-
ranna íslensku til útlanda af ýmsum
ástæðum sem gefnar eru upp. - Þessa
dagana eru ekki færri en fjórir ráð-
herrar íjarverandi, aUir erlendis, og
ekki finnst manni þeir vera þar í
brýnum erindum aUir.
Eða er ekki hægt að láta sendiherra
okkar eða aðra fulltrúa mæta á hina
ýmsu fundi sem ráðherrar þykjast
nauðbeygðir tU að sækja? Þaö er orð-
ið að athlægi hjá erlendum starfs-
bræðrum ráðherra í nálægum lönd-
um hversu oft hinir íslensku ráö-
herrar mæta til leiks um mál þar sem
þeim ber engin skylda til aö mæta.
Og heldur er ekki nauösyn á því
fylgdarliði sem oft fylgir íslenskum
ráðherrum á erlendum vettvangi.
Ferðakostnaður íslenskra ráð-
herra er orðinn stór útgjaldaliður í
lands tU að láta okkur halda að nú
sé hér komið marktækt verðlags-
eftirUt.
Sannleikurinn er bara sá að hér
vantar ekki verðlagseftirlit, heldur
lög sem banna verðhækkanir
hverju nafni sem nefnast. Ef vöru-
partí hækkar erlendis er bara aö
kaupa vöruna annars staðar frá -
og náttúrlega ekki aö panta fyrr en
gengiö hefur veriö úr skugga um
að ekki sé um hækkun að ræða.
AUt er þetta auðvelt ef vUjinn er
fyrir hendi. En sennUega vantar
hann og því fer sem fer. - Og vel
aö merkja; má nú ekki spara og
leggja Verðlagsstofnun niður þegar
Hagráð tekur við?
brennslu. Hafa þessir aöUar sjálfir
verið undir áhrifum einhverra deyfi-
lyfja? Svo mætti ætla þegar litið er á
útkomuna.
Þegar nánar er litið á máUn sést
glöggt að þetta verður ekki með góðu
móti stöðvað af eigin rammleik,
nefnilega af okkur sjálfum. Það verö-
ur ekki aftur snúið fyrr en viö höfum
fengið einhvem þann utanaökom-
andi þrýsting eða fyrirskipanir sem
gefa möguleikana; annaðhvort - eða.
- Líklegast þykir mér að nú sé komið
að sUkum kaflaskiptum.
Meö inngöngu okkar í erlend við-
skiptasambönd, sem gefa enga mögu-
leika á öðru en að gangast undir
þeirra yfirstjórn, lýkur þessum þætti
sögu okkar sem hefur í saniúeika
verið tími niðurlægingar, eignaupp-
töku og fjármagnsskerðingar, þrátt
fyrir ímyndað góðæri sem fólst í
eyöslu og erlendum lántökum. - Nú
er hlutverki opinberra sjóða og út-
hlutunar úr þeim lokið og við tekur
tímabU skuldaskila þar til við sam-
einumst einhverju hinna erlendu
þjóðabandalaga sem okkur bjóðast.
Það er okkar að velja rétt.
opinberri risnu. En það á ekki við
ráðherrana eingöngu, heldur einnig
um alþingismenn og háttsetta emb-
ættismenn, t.d. í bankastofnunum og
hálfopinberum sjóðum og stofnun-
um hér á landi. - Útgjöld vegna far-
seöla og dagpeninga þessara aðUa
hafa aukist ár frá ári.
Nú þegar ríkisstjómin og ráðherr-
ar hennar eru uppi með hvatningar-
orö til þjóðarinnar um að spara og
spara, ættu þessir menn sjálfir að
ganga á undan með góðu fordæmi
og spara sem mest þeir mega en ekki
halda í horfinu í ferðalögum eins og
ekkert hafi í skorist. - Þjóðin horfir
undrunaraugum á ráðherrana ferð-
ast svo gott sem heimsálfanna á
milli, oft með maka að viðbættu fríðu
föruneyti til landa þar sem svo er
reynt að hitta sem flesta án þess að
nokkuð komi út úr þessum heim-
sóknum að þvi er best verður séö.
Hringið í síma 27022
milli kl. 14 og 16, eða skrifið.
Svona líta hraukarnir út fyrir framan húsin eftir að búið er að ryðja snjón-
um frá, annaðhvort af götunum eða gangstéttunum.
Snjóblástur af gangstéttum:
Siðan alK í hrauk
Hlutverki lokið
Málspjöll
Sparið ferðalögin