Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 13
r FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990. 13 > > > > > > Lesendur Lánsfé í Leifsstöð Friðrik hringdi: Ég er að lesa um það að gerð hafi verið áætlun af tveimur ráðherrum um að ljúka við flugstöð Leifs Eiríks- sonar í áfongum og að taka erlent lán til þessarar framkvæmdar. - Þaö eru kannski margir sem halda að þessi blessuð flugstöð sé fullbyggð. En það virðist langt í land að svo sé. Það er nefnilega ekki enn búið að ganga frá stöðvarbyggingunni sjálfri, bílastæðum, útilýsingu, að ógleymd- um „listaverkum“ sem talin voru nauðsyn til að flugstöðin mætti heita fullgerð. Við minnumst enn Usta- verka eða skreytinga innanhúss, sem áttu að vera til yndisauka, fíkjutrj- ánna, sem ekki þoldu inniloftið og hreinlega vesluðust upp. - Viö skul- um vona að ekki fari eins fyrir lista- verkunum sem eiga að standa utan- húss. Listaverkin ein eiga að kosta ekki minna en 30 milljónir króna! Frá- gangur bílastæða og útilýsingar enn- þá meira. Það eru nú meira en 15 ár síðan þessi listaverk voru hönnuð af listamönnunum svo að ekki yrði neinn héraðsbrestur þótt eins og tvö þrjú ár liðu enn þar til þessum verk- um yrði komið upp. Það tekur ekki neinu tali að ætla að fara að henda peningum í þessa hluti nú þegar stjórnvöld þykjast ætlast til sparnað- ar af landsmönnum. Við íslendingar munum ekki sjá eftir peningum til listaverka þegar og ef við höfum þörf fyrir þau. En það er glæpsamlegt athæfi ef stjórn- völd ætla að halda við þá ákvörðun sína að leita eftir erlendu láni til þess að nota í uppsetningu listaverka utan viö Leifsstöðina að svo komnu máli. „Við minnumst enn fíkjutrjánna sem vesluðust upp í Leifsstöð," segir hér m.a. Aðalstöðin hefur forskot Bára skrifar: Mig langar til að lýsa ánægju minni með þá dagsrká sem Aöalstöðin býð- ui' hlustendum. Ég byrja venjulega á morgnana að hlusta, í þann mund er ég tygja mig til vinnu kl. 8. Þá strax er venjulega komin róleg og þægileg tónlist sem er leikin þar til prestur- inn, sér Cecil Haraldsson, talar til hlustenda. Mér finnst þægilegt að vakna við þess konar tónlist sem þarna er leik- in og einnig finnst mér mikill munur þegar Eiríkur talar til hlustenda svona í morgunsárið með rólegri og yfirvegaðri rödd, í stað þeirra, að því er manni heyrist, uppspenntu „morgunhana“ á rás 2, sem þeir í Spaugstofunni kalla nú „monthan- ana“ (má kannski til sanns vegar færa eftir því sem ég heyrði kunn- ingja minn segja eftir þeim einn morguninn þegar annar umsjónar- manna skýrði frá því að hann hefði um morguninn ekið i leigubíl sem „Kári, pabbi rithöfundarins Einars Kárasonar hetði ekið“!). Aðalstöðin er að mínu viti alveg á réttu línunni þarna í morgunsárið, bæði að því er varðar tónlistarval og Báru finnst Eiríkur Jónsson tala til hlustenda með rólegri og yfirveg- aðri rödd. stemningu sem haldið er uppi að öðru leyti. - Síðan er dagskráin held- ur áfram að deginum finnst mér tón- listin vera nákvæmlega sú sem margt fólk hefur verið að biðja um, róleg, léttklassísk og góð bianda af því sem var og þ>ví sem er í dag. Þátturinn „A rökstólum" með Bjarna Degi eða þeim sem hann leys- ir af á þessum tíma finnst mér líka taka fram þættinum Þjóðarsál á rás 2 því á Aðalstöðinni er ekki eins mikið um að umsjónarmaður sé að karpa við hlustendur heldur lætur þá hafa orðið og leiðir umræðuna. - Það er ekki til þess ætlast aö umsjón- armaður svona þátta eigi að vera heima í öllum hlutum eða hafa fylgst með þeim eins og fram kemur í þætt- inum Þjóðarsál, þegar umsjónar- maður segir gjaman sem svo: Ja, ég hef nú bara ekkert fylgst með þessu máh og get því ekki dæmt um þetta. - Hann á ekkert að dæma um eitt eða annað, hann á bara að hlusta á við- mælendur og vera með eins konar leiðandi innskot en ekki að karpa við þá. Svo aö kvöldinu er Aðalstöðin oft- ast með afskaplega áheyrilega þætti kl. 22. Þarna kennir margra grasa og er mjög afslappandi að hlusta á umræður þarna með tónhstarívafi. Ég vona sannarlega að Aöalstöðin haldi áfram á þessari braut. Hún hefur að mínu mati algjörlega vinn- inginn á meðal hinna nýju útvarps- stöðva sem nú eru í gangi hér. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Til sölu er húseignin VESTURGATA 119, AKRANESI, eign þrotabús fiskiðjunnar Arctic hf„ Akranesi. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði ásamt vélum og tækjum til framleiðslu á lagmeti. Upplýsingar veitir bústjóri þrotabúsins, Tryggvi Bjarnason hdl., í síma 93-12770. 68 55 mi'im

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.