Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990.
7
Sérfræðikostnaður Stefáns Valgeirssonar:
Fær þingfararkaup
frá ríkisstjórninni
Frá síðustu áramótum hafa Sam-
tök um jafnrétti og félagshyggju
fengið sem svarar einu þingfarar-
kaupi um hver mánaðamót af íjár-
lagahði ríkisstjórnarinnar. Þessi
greiðsla er hugsuð sem sérfræðiað-
stoð og kemur í staðinn fyrir þá
greiðslu sem Trausti Þorláksson,
sérstakur aðstoðarmaður Stefáns
Valgeirssonar, fékk fyrir áramót.
Þingfararkaupið er núna 159.036
krónur og er Stefán því búinn að fá
frá ríkisstjórninni 477.108 krónur frá
áramótum. Með þessum hætti fá
samtökin á árinu um tvær milljónir
króna.
Það hefur verið upplýst í svari for-
sætisráðherra við fyrirspurn Frið-
riks Sophussonar að Trausti Þor-
láksson, aðstoðarmaður Stefáns Val-
geirssonar, fékk 271.728 krónur fyrir
sérfræðiaðstoð frá ríkisstjórninni á
síðasta ári. Fékk Trausti 90.576 krón-
ur í þrjú skipti en sú upphæð var
greidd samkvæmt reikningi.
Trausti var á fóstum samningi og
fékk laun sem deildarstjóri frá for-
sætisráðuneytinu í eitt ár. Þeim
samningi lauk 1. október í fyrra en
allar þær greiðslur sem hann fékk
fyrir sérfræðiaðstoð sína frá ríkis-
stjórninni og forsætisráðuneytinu
fékk hann á tímabilinu 1. október til
áramóta. Hann virðist því hafa náð
að brúa bilið til áramóta með sér-
fræðiaðstoð. Samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem DV kemst næst þá felst
sérfræðiaðstoðin í aðstoð við Stefán.
Drög að frumvarpi um að Stefán
fái sérfræðiaðstoð sína greidda frá
Alþingi liggur enn hjá stjórnarflokk-
unum til meðferðar en forsætisráð-
herra vill að forsetar þingsins verði
flutningsmenn frumvarpsins.
í frumvarpinu felst að Stefán verði
gerður að þingflokki en ljóst er að
þetta frumvarp verður ekki flutt á
þessu þingi enda þykir mörgum
stjórnarliðum það lítt við hæfi. Þykir
mönnum lítt spennandi að fara að
ræða þessi mál í þinginu nú á næst-
unni. Forsætisráðherra var þó búinn
að boða að þetta frumvarp yrði að
samþykkja.
Breytingin er því sú að í stað þess
að ríkisstjórnin greiði Trausta deild-
arstjóralaun beint fær Stefán auka-
þingfararkaup sem hann síðan getur
notað til að greiða Trausta laun fyrir
sömu störf og áður. Þar með sleppur
ríkisstjórnin við að hafa Trausta á
launaskrá.
-SMJ
Fréttir
Húsameistari
Ríkisstjórnin gi-eiddí embætti
húsameistara ríkisins 1.017.240
krónur vegna kornu páfa hér á
síðasta ári. Þefta var greitt til
embættisins vegna hönnunar
ýmissa mannvirkja sem tengdust
heimsókninni.
Þá má geta þess að fyrirtækið
Kynning og ráðgjöf fékk 56.000
krónur vegna fjölmiðlaráðgjafar
í tengslum viö komu páfa.
Þetta kemur fram í svari for-
sætisráðherra við fyrirspurn
Friðriks Sophussonar um sér-
fræðiaðstoð ríkisins. Kemur fram
að forsætisráöuneytið og ríkis-
stjórnin greiddu sem svaraði
4.241.248 krónum fyrir sétfræð-
iaöstoð á síðasta ári.
Má nefna að Félagsvísinda-
stofnun voru greiddar 722.385
krónur fyrir samanburðarkönn-
un á lífskjörum.
Einnig kemur fram í svarinu
að séra Solveig Lára Guðmunds-
dóttir fekk 18.360 kronur fyrir
prestþjónustu í Dómkirkjunni
viö setningu Alþingis í haust.
-SMJ
Skákþing Norðurlands:
Akureyrarmeist-
arinn sigraði
Þórhatlur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
Nýbakaður Akureyrarmeistari
Rúnar Sigurpálsson, sem aðeins er
17 ára, sigraði örugglega í opna
flokknum á Skákþingi Norðurlands,
sem haldið var á Sauðárkróki ný-
lega. Hlaut 6 vinninga af 7 möguleg-
um. Páll Leó Jónsson frá Skaga-
strönd og Sigurður Daníelsson frá
Blönduósi komu næstir með 5 v. Páll
hlaut annað sætið á stigum.
Hvorki fleiri né færri en 22 kepptu
í opna flokknum, en þátttakan var
ekki eins góð í hinum flokkunum.
Jakob Þór frá Akureyri varð fjórði
með 4 'h vinning, jafnmarga og Norð-
urlandsmeistarinn frá því í fyrra,
Þór Valtýsson. Sigurður Gunnars-
son, Siglfirðingur, hlaut 6. sætið með
sama vinningafjölda.
Björn Margeirsson, Skagafirði,
vann í yngstaflokknum með 4 vinn-
inga og Páll Þórsson, Akureyri, hlaut
sama vinningafjölda. í kvennaflokki
sigraði Þorbjörg systir Páls og Erla
Jakobsdóttir frá Blönduósi varð önn-
ur. í unglingaflokknum voru Akur-
eyringar allsráðandi, utan þess að
Sigurður Ólafsson, Blönduósi, var
þriðji. Örn Arngrímsson sigraði og
félagi hans, Þorleifur Karlsson, í
hraðskákinni. í hraðskák fullorð-
inna var röð efstu manna sú sama.
Það voru Búnaðarbankinn og
Kaupfélag Skagfirðinga sem gáfu
verðlaun til mótsins en Sauðár-
króksbær studdi einnig við móts-
haldið. Mótsstjóri var Albert Sig-
urðsson frá Akureyri.
Verölaunahafar í opna flokknum, frá vinstri Páll, Sigurður og sigurvegarinn Rúnar. DV-mynd Þórhallur
Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðarmaður fiármálaráðherra:
Sjómenn eignist undirmálsfisk
Svanfríður Jónasdóttir, aðstoðar-
maður fjármálaráðherra, hefur lagt
til á Alþingi að undirbúin verði lög-
gjöf sem feli í sér að sjómenn eigi
undirmálsfisk er veiðist. Svanfríður,
sem nú situr sem varamaður land-
búnaðarráðherra, leggur til að út-
gerðarfyrirtæki verði skylduð til að
gera sjómönnum kleift að hirða allan
undirmálsfisk sem um borð kemur.
SUkur afli yrði eign sjómanna og
ekki inni í hlutaskiptum. Sama eigi
við um það sem htið hefur verið á
sem fiskúrgang, svo sem lifur.
í greinargerð með þingsályktun-
artillögunni tekur Svanfríður undir
skoðanir þeirra sem telja að miklu
af undirmálsfiski sé hent. Vitnar hún
meðal annars í nýlega könnun SKÁ-
ÍS fyrir Kristin Pétursson þingmann.
Telur Svanfríður að með þessu fyr-
irkomulagi verði tryggt að meiri afli
berist á land sem ella væri hent og
sjómenn gætu með meiri vinnu auk-
ið við rýrnandi tekjur sínar.
-SMJ
Hólmavík:
Smíðuðu skíðalyftu í sláturhúsinu
- notuðu meðal annars ljósavél úr bát
Helga Guðrún, DV, Vestfjöröum:
Þeir deyja ekki ráðalausir, Hólm-
víkingar. Nokkrum eldhugum þar á
bæ fannst alveg ófært að hafa ekki
skíðalyftu. En þar sem þess háttar
fyrirtæki kostar töluverða fiármuni,
eins og gefur að skilja, ákváðu þeir
að smíða sér sína skíðalyftu sjálfir.
Þeir tóku 35 hestafla ljósavél úr bát
og smíðuðu við hana viðeigandi bún-
að. Að vísu urðu þeir aö kaupa til
eitthvert efni, til að mynda tóku þeir
fram að þeir hefðu ekki fléttað kaðl-
ana sjálfir, en í heild var lyftan hönn-
uð og smíöuð aö öllu leyti af heima-
mönnum sem fengu pláss í slátur-
húsinu við verkið.
Að smíðinni lokinni skunduðu þeir
með búnaðinn upp í Kálfanes sem
er eyðibýli fyrir ofan flugvöllinn. Þar
komu þeir lyftunni fyrir. Hún virkar
fullkomlega og hefur verið Hólm-
víkingum mikill og góður gleðigjafi
síðan, eða um það bil þrjár vikur.
Héraðssamband Strandamanna
hefur undanfarið verið með skíða-
námskeið í fialhnu og haft skíða-
kennara þar til leiðbeiningar fyrir
byrjendur og aðra sem hafa nú feng-
ið kærkomið tækifæri til að blása
rykið af gömlu skíðunum sínum.
Jóhann Ólafsson, forstöðumaður
Vinnueftirlits ríkisins á Vestfiörð-
um, kom á staðinn og lagði blessun
sína yfir notkun lyftunnar þannig að
nú er allt „löglegt og siðlegt“ eins og
Stefán Gíslason, sveitarstjóri á
Hólmavík, orðaði það.
Þetta framtakssama hugvitsfólk á
Hólmavík hefur svo sannarlega sýnt
fram á að það er engin regla að hlut-
irnir þurfi að kosta offiár þegar vilji
og dugnaöur eru fyrir hendi. Fleiri
mættu að skaðlausu tileinka sér það
hugarfar Hólmvíkinga.
UPPLÝSINGAFUNDUR UM
EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ
EES
Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um
viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)
og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evr-
ópska efnahagssvæðisins (ESS) á Hótel Stykk-
ishólmi laugardaginn 10. mars nk. kl. 16.00.
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
hefur framsögu og svarar fyrirspurnum.