Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990. 11 Ullönd Achille Occhetto, leiðtogi ítalskra kommúnista, vill uppstokkun i flokknum í kjölfar hræringanna í Austur-Evrópu. Símamynd Reuter Leiðtogi ítalskra kommúnista: Vill víðtæka uppstokkun Kommúnistaflokkur Ítalíu, fjöl- mennasti kommúnistaflokkur Vest- urlanda, situr nú á rökstólum í Bo- logna. Til umræðu er að breyta stefnu flokksins í ljósi þeirra hrær- inga sem átt hafa sér stað í ríkjum Austur-Evrópu þar sem hver komm- únistaflokkurinn á fætur öðrum hef- ur misst fótanna. Fréttaskýrendur telja að Achille Occhetto flokksleið- toga muni takast að fá félaga sína til að breyta flokknum í jafnaðar- mannaflokk að vestrænni fyrir- mynd. I opnunarávarpi sínu á fyrsta degi þings flokksins, á miðvikudag, sagði Occhetto að hrun valds kommúnista í Austur-Evrópu hefði haft í för með sér breytingar í heiminum sem ekki yrðu aftur teknar. „Vinstrimenn um allan heim verða að... grípa til upp- stokkunar," sagði Occetta á þinginu sem ellefu hundruð fulltrúar flokks- ins sitja. Alls eru flokksmenn 1,4 milijónir sem þýðir að, auk þess að vera stærsti kommúnistaflokkur Vesturlanda, er hann annar stærsti stjórnmálaflokkur á Ítalíu. Occhetto hefur lagt til að flokkur- inn breyti um stefnu og skipi sér á bekk með breiðfylkingu vinstriafla sem geti boðið ítölum annan kost en ríkisstjóm undir forsæti kristilegra demókrata. Flokksleiðtoginn kynnti þessa hugmynd fyrst í nóvember, strax í kjölfar opnunar landamæra Vestur- og Austur-Þýskalands. Næsta víst er að tillaga Occhetto verði samþykkt á þinginu en talið er að a.m.k. tveir þriðju fulltrúanna þar styðji hana. En Occhetto þarf einnig að varast að til klofnings komi í flokknum vegna afstöðunnar til þessara breyt- inga. Slíkur klofningur kynni að ríða flokknum að fulh en síðastliðin ár hefur hann smám saman verið að missa fylgi meðal almennings. Kommúnistaflokkurinn er þó enn annað stærra stjórnmálaafl á Ítalíu. Occhetto telur að bandalag við flokk ítalskra græningja sem og aðra flokka vinstri manna þar í landi sé eina leiðin tii að hrista upp í ítalskri pólitík. Kristilegir demókratar hafa verið ráðandi á stjórnmálasviðinu á Ítalíu ífjörutíuár. Reuter Sjö helstu iðnrlki heims: Fjármálaráðherrar funda í apríl Fjármálaráðherrar og seðlabanka- stjórar sjö helstu iðnríkja heims munu koma saman til fundar í París í næsta mánuði til að ræða sam- hæfingu stjórnarstefnu ríkjanna til hraðra og sviptingasamra breytinga í ríkjum Austur-Evrópu sem og óstöðugra verðbréfamarkaða. Fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, Nicol- as Brady, staðfesti fund fulltrúa ríkj- anna sjö - Bandaríkjanna, Bretlands, Japans, Vestur-Þýskalands, Frakk- lands, Ítalíu og Kanada - þann 7. apríl næstkomandi. Þessi fundur nú á sér stað í kjölfar hækkandi gengis dollars en veikrar stöðu japanska yensins. Fjármála- sérfræðingar óttast að efnahagsum- bætur Austur-Evrópu kunni að hafa í for með sér aukna verðbólgu. Þá er fyrirhuguð sameining gjaldmiðla Austur- og Vestur-Þýskalands fjár- málamönnum einnig ofarlega í huga. Vextir í Vestur-Þýskalandi hafa farið hækkandi síðustu vikur vegna ótta um að fyrirhuguð myntsamein- ing kunni að ýta undir verðbólgu- hraðann. Þessi ótti hefur teygt anga sína til verðbréfamarkaða í Banda- ríkjunum og víðar. Seðlabankar víða um heim gripu inn i gjaldeyrisþróun- ina í þessari viku og reyndu að stöðva hækkun dollars. Þeim varð ekki ágengt. Reuter Afganistan: Hreinsanir í stjórnarflokknum Bush Bush Bandaríkjaforseti talaöi í síma um bandarísku gísiana í Mið- austurlöndum viö mann sem þótt- ist vera Rafsanjani íransforseti. Símtalið átti sér staö í síðasta mán- uði en i þós kom að um gabb var aö ræða, að því er talsmaður Ilvíta hússins, Steve Hart, tilkynntií gær. Hann sagöi að fyrir um mánuði hefði einn starfsmaður forsetaemb- ættisins í; ti svaraö;: simliringingu: manns sem kynnti síg sem íransk- an embættismann. Sagði sá Rai's- anjani vilja tala við Bush um gísl- ana. Hart sagði að reynt hcföi vcrið að staðfesta hvaðan símtalið kom og að Bush hefði lalað við „Rafsanj- ani“ þar sem hann hefði lofað að hann væri reiðubúinn aö ræða við George Ðush Bandaríkjaforseti. iranska forsetann hvenær sem Simamynd Reuter væri um gíslana. Það kom svo síðar í Ijós að um gabb var að ræöa. Hart greindi hins vegar ekki frá hvenær það kom i ijós né frá viðbrögðum forsetans. Fréttin um gabbið fylgdi í kjölfar frétta um að Bandarikin og íran hefðu átt beinar viðræður um gíslamálið. Bæði Hvita húsið og Rafsanjani hafa vísaðþeimfregnumábug. Reuter Faweyskur eldislax á uppboð Sveiney Sverrisdóttir, DV, Færeyjum; Venjuiega er færeyski eldislaxinn seldur áður en hann fer úr landi í gegnum sölufélög eða einkaaðila. Undanfarnar vikur hafa framleiðendur selt eldislax á uppboði í Danmörku. Þeim verður tryggt lágmarksverö og hefur tekist að fá markaðsverð á uppboðinu. Þetta hefur vakiö mikla gremju í Skotlandi og á írlandi. Framleiðendur þar segja að fiskurinn verði seldur undir lágmarksverði. Enn fremur hóta þeir að nota áhrif sín til að gera það erfiðara fyrir Færeyinga að fá sölusamninga við Evrópubandalagið. Flestir fraraleiðenda eru í félagi sem hefur beðiö landsstjórnina um að stöðva útflutning til uppboðssölu. Landsstjórnin hefur enn ekkert gert í málinu. Boðið til Rabta Frá Rabta-efnaverksmiðjunni í Líbýu, þar sem lullyrt er að framleidd séu efnavopn, Simamynd Reuter Velunnurum Líbýu frá sextíu löndum var í gærkvöldi boðið til hinnar umdeildu Rabta-verksmiöju. Bandaríkjamemi hafa fullyrt að þar fari fram iramleiðsla efnavopna en yfirvöid í Libýu hafa vísað þeim fullyrðingum á bug og segja að í verksmiðjunni séu framleidd lyf. Þegar athygli heimsins beindist að verksmiðjunni í fyrra vegna sömu ásakana efndu Líbýumenn og erlendir stuöningsmenn þeirra til þriggja vikna mótmæla við Rabta. Reuter Fióttamannabúðum lokað Yfirvöld í Thailandi hafa staðfest aö mörgum flóttamannabúðanna við iandamæri Kambódiu, sem skæruliöar haíá yfirráð yflr, verði lokað. Með því vilja yflrvöld í Thailandi reyna að þvinga skæruliðasamtökin þrjú, sem lengi hafa notað flóttamannabúðirnar, til að sýna meiri friðarvilja í. tilraununum til aö hinda enda á stríðið í Kambódíu sem staðiö hefur yfir i ellefu ár. Nær þrjú hundruð þúsund Kamhódíumenn búa við lélegar aðstæður í flóttamannabúðunum í Thailandi. Hafaþeir allir flúiö stríöið milli skæru- hða og sljórnarinnar í Phnom Penli. Talsmaður stjórnarinnar í Bangkok segir að flótlamennirnir megi fara til annarra „hlutlausra flóttamanna- búða“eðasnúaheim. tt Mongólar í Forseti Afganistan, Najibullah, hefur gert viðamikla uppstokkun í stjórnarflokknum, Lýðræðisflokki alþýðunnar, í kjölfar valdaránstil- raunarinnar sem gerö var fyrr í vik- unni. Samkvæmt opinberum tölum létust tuttugu og fimm borgarar og eitt hundrað og ílmmtíu særðust í átökum sem hófust með tilrauninni. Tilraunin mistókst og sagði forsetinn í gær að hún heföi alfarið verið brot- in á bak aftur. Þó er talið að Tanai, varnarmálaráðherra Afganistan, sem stóð fyrir valdaránstilrauninni, leiki enn lausum hala. Najibullah, forseti Afganistan, hefur stokkað upp í stjórn sinni. Símamynd Reuler Samkvæmt fréttum hinnar opin- beru fréttastofu í Afganistan rak for- setinn fimm félaga í stjórnmálaráði flokksins, þar á meöal Tanai, úr embætti. Þá var einnig hreinsað til í herráði flokksins. Tanai, sem er harðlínumður mik- ill, og Najibullah hafa deilt um stefnu stjórnarinnar og tilraunir forsetans til að milda hana. Varnarmálaráð- herrann er grunaður um að eiga að- ild að fyrri valdaránstilraunum í Afganistan, þar á meðal tilraun sem gerð var til að steypa Najibullah í desembersíðastliðnum. Reuter Mótmæli i Mongóliu. Simamynd Reuter Þúsundir Mongóla héldu út á göt- ur og torg í Ulan Bator í gær til að lýsa yfir stuöningi við þá tuttugu og tvo menn sem eru í hungurverk- falli til að leggja áherslu á umbóta- kröfur sínar. Sjónvarpskappræöur milii forsætisráðherra landsins og umbótasinna fóru frara í gær og vökm þær tnikla athygli. Erlendir stjórnarerindrekar í Mongólíu segja aö svo viröist sem yfirvöld séu ekki alveg andvíg kröf- um umbótasinna um fjölflokka- kerfi. Rcuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.