Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1990, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 9. MARS 1990. i 31 Hvert er hlutverk fulltrúa stúdenta í Háskólaráði? í Háskólaráði, æðstu valdastofn- un Háskóla íslands, sitja 16 manns, þar af eiga stúdentar 4 fulltrúa. Vanalega hafa það verið 2 fulltrúar frá hvorri fylkingunni, Vöku og Röskvu. Mikilvægt hlýtur að vera fyrir nemendur Háskólans að fulltrúar þeirra standi saman um mótun háskólasamfélagsins. Þessu gerir Röskva, samtök félagshyggjufólks, sér grein fyrir. Við viljum vera ábyrg gerða okkar og standa vörð um hagsmuni okkar sem stúd- enta. Aðeignasérmál Það liggur í hlutarins eðli að til þess að starfa saman að hagsmun- um stúdenta þarf að vera gagn- kvæmt traust milli fulltrúa stúd- enta í Háskólaráði. Þessu trausti hefur Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, brugðist. Áróður þeirra fyrir þessar kosn- ingar hefur borið keim af því að hreykja sér af gjörðum sínum í vetur. Þeir taka hvergi fram að þetta séu málefni sem báðar fylk- ingar stóðu að og undirbjuggu sam- eiginlega. Sem merki um þetta má nefna gæðakönnunina á kennslu og námskeiðum sem íjallað hefur verið mikið um í fjölmiðlum und- anfarið. Vökumenn hafa nú hvað eftir annað stært sig af því að þeir eigi allan heiður af því að könnun þessi var lögð fyrir. Þetta er ekki rétt! Undirbúningsvinna að þessari könnun hefur staðið í 3 ár. Þá er sá árangur, sem náðist í vetur, fyrst og fremst samstarfi fylkinganna og KjaUarinn Árelía Eydís Guðmundsdóttir í 1. sæti til Háskólaráðs fyrir Röskvu, samtök félagshyggju- fólks í Háskóla íslands samstarfi við deildarfélögin að þakka. Það voru þróunarnefnd stúdenta og kennslumálanefnd Há- skóla íslands sem unnu að málinu. Stúdentar sáu síöan um fram- kvæmdina. Er vísvitandi verið að blekkja stúdenta? Það er móðgun við stúdenta að bera máhn svona á borð fyrir þá, segja aðeins hálfan sannleikann. Maður hlýtur aö spyrja sjálfan sig að því hvort þeir sem koma svona fram séu aðeins í þessu starfi til að stuðla að eigin frama. Er Röskva eitthvað betri? Við sem störfum að menntamál- um innan Röskvu erum á móti þessari þróun. Við viljum sam- vinnu við Vöku, byggða á trausti. Við viljum ekki eigna okkur mál rétt fyrir kosningar á kostnað hinnar fylkingarinnar. Við viljum axla þá ábyrgð sem því fylgir að vera fulltrúar stúdenta með ábyrg- um hætti. Viö lítum á vinnu okkar alvarlegum augum. Það sem stúd- entar og háskólasamfélagið í heild þarf, að okkar mati, er samvinna stúdenta sem að þeirra málum vinna. Háskólinn á að vera leiðandi afl í þjóðfélaginu Háskóla íslands ber að halda uppi öflugu rannsóknarstarfi jafnframt kennslu. Aðeins með því að vera gagnrýninn í hugsun og að vera í stöðugri endurskoðun stendur Há- skóhnn undir þessu hlutverki sínu. Röskva vill standa vörð um þetta hlutverk Háskólans, stúdentar hans hverju sinni eiga að taka þátt í mótun skólans. Þetta höfum við gert, meðal annars í vetur með því að leggjast gegn æviráðningu kennara og með því að vinna að gæöakönnuninni með það mark- mið fyrir augum að bæta kennslu- hætti við Háskóla íslands. Það sem Röskva vill gera Fyrir utan þá þætti sem Röskva hefur ávallt staðið fyrir, eins og að tryggja Háskólanum akademískt frelsi og að allir eigi að hafa jafnan rétt til náms, viljum við leggja áherslu á að bæta þá þætti sem stúdentar reka sig á í daglegum erindagjörðum sínum. Brýnt er að koma á nafnleynd í prófum þannig að persónulegt mat blandist ekki inn í einkunnagjöfina. Með prófnúmerakerfi yrði einnig komið í veg fyrir að einkunnir séu birtar undir kennitölu. Einnig er nauösynlegt að þróftafla og stunda- skrá liggi fyrir þegar nemendur skrá sig í námskeið. Það gæti kom- ið í veg fyrir ýmis vandamál, tíl dæmis hafa kennarar þá betri yfir- sýn yfir fjölda nemenda og geta pantað inn námsbækur í samræmi við það. Þetta er þekkt vandamál sem kemur jafnt niður á nemend- um og kennurum auk Bóksölu stúdenta. Röskva vih einnig aö stefnt verði að því að próftaka verði í öllum deildum í desember. Brottfall á fyrsta ári í vetur birtist skýrsla sem sýndi að brottfall af fyrsta ári við Há- skóla íslands er mikið. Röskva tel- ur að með því að taka betur á móti fólki og kynna því jafnframt betur rétt sinn getum við komið í veg fyrir þetta. Röskva vill koma á stuðningsmannakerfi í öllum deild- um þannig aö annaðhvort taki eldri nemendur eða kennarar að sér umsjón með fyrsta árs nemum. Nýnemar geta þá haft einhvern ákveðinn aðila sem hægt er að leita til. Röskva vill einnig að námsráð- gjafi sé starfandi við allar deildir. Þannig gætu stúdentar leitað til hans með vandamál sem skapast í námi þeirra. Röskva vhl koma í veg fyrir að námskeið séu eingöngu byggð á fyrirlestrum. Röskva vhl bæta lesaðstöðu og rými fyrir starf nemenda við Há- skóla íslands. Ahar dehdir Háskóla íslands eiga að taka tillit til stúd- enta sinna í starfi sínu. Stöndum saman um öflugan háskóla Ég vil að lokum hvetja stúdenta til að kanna málin vel. Atkvæði okkar skipta máh, atkvæðiö er tæki þitt th aö hafa áhrif á háskóla- samfélagið. Við getum haft áhrif á námsskipan og kennslu við Há- skóla íslands. Röskva vhl nýta það á skynsamlegan hátt með því aö vinna í þágu allra stúdenta. Árelía Eydís Guðmundsdóttir „Röskva vill koma á stuöningsmanna- kerfi 1 öllum deildum þannig aö annað- hvort taki eldri nemendur eða kennar- ar að sér umsjón með fyrsta árs nem- 11VV» Meiming Kátir krakkar í Kópavogi Ole Lund Kirkegaard er vinsæll barna- bókahöfundur og allir þekkja Gúmmí-Tars- an, Fróða (og alla hina grishngana) Fúsa fro- skagleypi og fleiri vinsælar persónur úr bók- um hans. Krakkarnir i bókum Kirkegaard lenda í ýmsum ævintýrum, sem gætu hent hvem sem er (a.m.k. ef dáhtið hugmyndaflug er með í spilinu), en fyrst og fremst er lýst hugarheimi barna, viðskiptum þeirra við hina fullorðnu og ýmsum uppátækjum sem gera grámyglu hversdagsins bærilegri. Og svo er aldrei að vita nema eins og einn grænn dreki leynist einhvers staðar í gam- ahi myllu og þá er ekki verra aö geta komið Leiklist Auður Eydal með hann í skólann, svona rétt th að sjá hvemig kennslukonunni verðúr við! Bókin um Virgil litla er skrifuð fyrir yngstu lesenduma og leiksýningin ber þess merki. Framan af er rétt á mörkunum að sjálft sögu- efnið nægi th aö halda athygli ungra leikhús- gesta vakandi en þá koma brögð og brehur leikhússins th og þar er hvergi slegið af. Sagan braggast líka heilmikið í seinni hlut- anum og allir fara ánægðir heim. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur þýtt verkið og hann semur líka fjölmarga söng- texta og fjörug lög sem eiga stóran þátt í að setja líflegan svip á sýninguna. Þetta fehur í góðan jarðveg hjá áhorfendum og bætir við fremur dauflega atburðarás í fyrri hlutanum. Textamir em prentaðir í leikskrá svo að hægt er að lesa þá aftur og aftur. Ekki er síður bragð að htríkum búningum og skemmtilegri leikmynd sem Gerla hefur hannað. Þessi ytri umgjörð gefur sýningunni hæfilegan ævintýrablæ og það er líka eins gott því að í htla þorpinu, þar sem Virghl og vinir hans búa, ganga hlutimir ekki alveg eins fyrir sig eins og heima hjá venjulegum Kójjavogsbúum. Asdís Skúladóttir leggur áherslu á fjörlega framvindu sýningarinnar og hefur hér sem endranær augun á því að sjálft ævintýrið í sögunni fái að blómstra en það er jú ahtaf höfuðatriði í sýningu fyrir'böm. Asdís stýrir hópi unghða úr Leikfélagi Kópavogs og er leikur þeirra upp og ofan eins og við má búast. Sum þurfa að leika langt niður fyrir sig í aldri og leika smá- krakka en önnur leika fullorðið og ákaflega ráðsett fólk. Ólöf Ýr Árnadóttir leikur Virgil htla, sem fær að vera í friði fyrir afskipta- semi fullorðna fólksins, þó að hann búi í hænsnskofa, fari aldrei í bað og borði aðal- lega lakkrís sem kaupmaðurinn á horninu gefur honum. Ólöf Ýr gerir Virgh ágætlega kotroskinn og skemmthega skrýtinn. í sögunni er fylgt kunnuglegri uppskrift. Þrír krakkar, Virgih, Karl Emil og Tóta Sigga eru vinir þó að þau séu ólík og eigi við mi- sjöfn kjör aö búa. Þau lenda í ýmsum ævin- týrum eins og krakka er vandi og gera full- orðna fólkinu smáglennur þegar tækifæri bjóðast. Frosti Friðriksson leikur Karl Emil og leikur ágætlega. Þetta er pasturslíthl og kjarklaus strákur sem þorir engu nema að spyrja mömmu fyrst. Jóhanna Pálsdóttir leikur Tótu Siggu sem er roggin og spræk stelpa. Hún hefur gott útht í hlutverkið en hefði mátt draga úr th- þrifum sem sphltu frekar fyrir en hitt. Marg- ir fleiri leikarar koma við sögu og ekki má gleyma hljóðfæraleikaranum, Baldri Sig- urðssyni, sem skilaði sínu hlutverki með prýði. Leikfélögin í Kópavogi og Hafnarfirði gera vel við börnin þessa dagana með ágætum sýningum og er ekki að efa að kynni við þá Virgil htla og Hróa hött eiga eftir að kæta marga krakka. Lelkfélag Kópavogs sýnir: VIRGIL LITLA Höfundur: Ole Lund Kirkegaard Þýðandi: Aðalsleinn Ásberg Sigurðsson Leikstjóri: Ásdfs Skúladóttir Lelkmynd og búningar: Gerla Lög og söngtextar: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Ljósahönnun: Egill örn Árnason -AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.