Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
Fréttir
Líkur á nýju sameiginlegu fiskútflutningsfyrirtæki
Framsóknarmenn:
Sölumiðstöðin ris-
inn í samsteypunni
Útflutningur sjávarafurða
- alls 56,8 milljarðar eða 71% heildarútflutnings
Ferskur
fískur.á
11,5%
9,2
10,3 7 29,5
Saltfiskur
12% ^
W Frysting
r 36,8%
Útflutningur SH og SÍS
SH 65% SÍS 35%
Þaö er ekki lengur spurning hvort
heldur hvenær Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna, sjávarafurðadeOd
Sambandsins og Sölusamtök ís-
lenskra fiskframleiðenda sameinast
í eitt stórt útflutningsfyrirtæki.
Fyrir liggur að í þeim skipulags-
breytingum sem unnið er að hjá
Sambandinu er gert ráð fyrir að gera
sjávarafurðadeildina að hlutafélagi.
Það mundi opna möguleika á sam-
einingu við önnur fiskútflutnings-
fyrirtæki. Einnig liggur fyrir aö Sölu-
miðstöðin hefur áhuga á sameiningu.
Það kom skýrt fram í ræðu Friðriks
Pálssonar, forstjóra SH, á aöalfundi
samtakanna á flmmtudag.
Óttinn við að saltfiskútflutningur
verði gefinn frjáls, eins og nú er í
umræðunni, hvetur Sölusamtök ís-
lenskra fiskframleiðenda til þátttöku
í þessari sameiningu. Auk þess sem
benda má á að flest stærstu fyrirtæk-
in í SÍF eru einnig í SH. Þegar til
sameiningar þessara þriggja stóru
útflutningsfyrirtækja kemur stendur
Sölumiðstöðin langbest að vígi, enda
er hún risinn í hópi þessara þriggja
fyrirtækja. Skoðum dæmið betur.
Heildarútflutningur frystra sjávar-
afurða á árinu 1989 nam 191 þúsund
lestum að verðmæti 29,5 milljörðum
króna. Útflutningur Sölumiðstöðvar-
innar var tæplega helmingur þessa
magns.
Hlutur SH um 65 prósent
Ef allt er tekið sem Sölumiðstöðin
og sjávarafurðadeild Sambandsins
flytja út er hlutur Sölumiðstöðvar-
innar um 65 prósent en Sambandsins
um 35 prósent.
Hlutur sjávarafurða í útflutningi
íslendinga árið 1989 var 71 prósent
af útflutningi landsmanna. Þar af var
hlutur afurða fiskvinnslunnar 59,5
prósent. Afurðir hraðfrystingar voru
36,8 prósent en afurðir saltfiskverk-
unar 12,9 prósent. Þá er þess loks að
geta að útflutningur á ferskum ísuð-
um fiski er 11,5 prósent af útflutningi
landsmanna.
Af þessu má greinilega sjá að þegar
þessi þrjú fyrirtæki sameinast verð-
ur ekki um neinn smárisa í íslensk-
um útflutningi að ræða.
Það kom fram í ræðu Friðriks Páls-
sonar, forstjóra Sölumiðstöövarinn-
ar, á aðalfundi á fimmtudag að hann
ætlar Sölumiðstöðinni stóran hlut í
þessari sameiningu. Hann sagði í
ræðu sinni að hann teldi að eina
vörumerkið sem íslendingar eiga og
hægt er að kalla því nafni erlendis
sé vörumerkið „Icelandic" sem Sölu-
miðstöðin á og notar í Bandaríkjun-
um. Önnur vörumerki sem íslend-
ingar eiga og nota erlendis væru
sáralítið þekkt.
Það sem öðru fremur rekur fyrir-
tækin til sameiningar er að sameinuð
telja þau sig standa betur að vígi
þegar innri markaður Evrópubanda-
lagsins tekur til starfa árið 1992.
-S.dór
Efstu menn á hsta Framsóknar-
ftokksins til borgarstjórnarkosn-
inganna nú i vor hafa sent Jó-
hönnu Sigurðardóttur félags-
mákráðherra kæru vegna fyrír-
hugaðrar sorpböggunar á lóð
Áburðarverksmiðjunnar í Gufu-
nesi.
Þau Sigrún Magnúsdóttir og
Alfreð Þorsteinsson vilja meina
að sorpböggun sé ekki ætlaöur
staður i Gufunesi samkvæmt að-
alskipulagi og þessi breyting sem
nú virðist hafa verið gerð á skipu-
laginu liafi ekki verið kynnt al-
menningi í hverfinu á réttan hátt.
„Það er gefið út byggingarleyfi
fyrir sorpböggunarstöð á lóð
Aburðarverksmiðjunnar þrátt
fyrir að ekki sé gert ráð fyrir
henni á áðalskipulagi. Við teljum
að hér sé ekki löglega staðíð að
málum og leggjum því fram kær-
una,“ sagði Alfreö Þorsteinsson í
samtali við DV.
-GK
Sj ómannasambandið:
■ ■
Björgvin Viimundarson, banka-
stjóri Landsbankans, og Guöjón
B. Ólafsson, forstjóri Sambands-
ins, handsöluðu í gær yfirtöku
Landsbankans á Samvinnubank-
anum. Fyrst um sinn munu öll
útibú beggja banka veröa rekin
undir nöfnum beggja bankanna
en nefnd mun síðan leggja mat
á hvaða útibú verða lögð af,
fækkun starfsfótks og samræm-
ingu í rekstri. Þá mun Lands-
bankinn leitast eftir kaupum á
þeim fjórðungi af hlutabréfum
Samvinnubankans sem hann á
ekki þegar.
DV-mynd BG
Á formannafundi Sjómanna-
sambands íslands, sem haldinn
var i fyrradag, var samþykkt að
fela framkvæmdastjórn sam-
bandsins að leita eftir samstarfi
við Farmanna- og fiskimanna-
samband íslands í þeirri kjara-
baráttu sjómanna sem framund-
an er. Nær öll félög Sjómanna-
sambandsins hafa nú aflað sér
verkfallsheimildar. Kosningu um
verkfallsheimild í félögum í Far-
mannasambandinu lýkur um
helgina.
Talsmenn bæði Sjómanna- og
Farmannasambandsins hafa sagt
að ekki verði hikað við að beita
heimildinni ef útgerðarmenn fá-
ist ekki til viðræðna með öðru
móti.
-S.dór
Hér sjást þrír efstu frambjóðendur H-listans á kynningarfundi þeirra í Iðnó í gær. Það eru þau Kristín Ólafsdóttir,
Bjarni P. Magnússon og Ólína Þorvarðardóttir. DV-mynd BG
Nýr vettvangur um æðstu embættismenn borgarinnar:
Við viljum innleiða
nýjan aga hjá þeim
- segir Ólína Þorvarðardóttir, efsti maður á listanum
Ljósmyndakönnun:
Verðmun-
urinn allt
að 100%
Það getur munað allt að 100%
á gjaldinu sem Ijósmyndafyrir-
tæki taka fyrir þjónustu sína
samkvæmt verðkönnun sem
Verðlagsstofnun hefur gert. Al-
gengt er að munurinn á hæsta
og lægsta verði sé 50 til 70% eftir
því hvaða fyrírtæki á í hlut.
Þannig er framköllun og stækk-
un á 36 mynda fxlmu ódýrust hjá
Ljósmyndabúðinni, Ingólfsstræti
6, og kostar þar 886 krónur ef
teknar eru 9x13 sentímetra stórar
myndir. Sama þjónusta kostar
1485 krónur hjá Ljósmyndahús-
inu Dalshrauni 13. Þama munar
599 krónum eða 68%.
Mesti verömuhurinn var á eft-
irtökum á 13x18 sentímetra stór-
um myndum. Sú þjónusta kostar
96 krónur hjá Ljósmyndabúðinni,
Ingólfsstræti 6, en 192 krónur hjá
Myndsýn, Sælgætis- og vídeóhöll-
inni, Garðabæ, og Tónborg í
Kópavogi. Þama munar 100%.
Verðið var kannaö hjá 18 fyrir-
tækjum á höfuöborgarsvæðinu
um miðjan apríl Fjórtán fyrir-
tæki í könnuninni eru með sjálf-
stæða verðlagningu en hjá sjö
þeirra var verðiö það sama. Verð-
lagsstofnun telur að þetta bendi
til þess aö fyrirtækin hlíti verð-
leiösögn einhvers aðila eða hafi
samráð um verð. -GK
Elísabet fer
til Þingvalla
EHsabet önnur Englands-
drottning og Filippus prins koma
í opinbera heimsókn til íslands
dagana 25. til 27. júní.
Þau munu meðal annars fara
til Þingvalla, Krýsuvíkur og
heimsækia Stofnun Árna Magn-
ussonar. -sme
„Við myndum ekki byrja á neinum
íjöldahreinsunum heldur viljum við
innleiða nýjan aga,“ sagði Ólína Þor-
varðardóttir, efsti maður á lista Nýs
vettvangs, þegar hún var spurð að
þvi hvort hún myndi beita sér fyrir
breytingum á meðal æðstu embætt-
ismanna borgarinnar ef Nýr vett-
vangur réði stjórn borgarinnar.
Listinn efndi til kynningarfundar á
lista sínum í gær en lagður hefur
veriö fram 30 manna framboöshsti
sem jafnframt á að vera borgarmála-
listi Nýs vettvangs. Fulltrúar Ustans
voru hins vegar ekki ákveðnir í svör-
um sínum þegar þeir voru spurðir
hver væri borgarstjóraefni listans en
Ólína sagði að hún gerði ráð fyrir að
leitað yrði fyrst til oddvita Ustans.
Fulltrúar listans komu víöa við en
athyglisverð er umsögn Guðrúnar
Jónsdóttur, sem skipar 4. sætið, um
að lækka fasteignagjöld í miðbæn-
um. Guðrún sagði reyndar að þetta
væru ekki mótaðar tillögur þannig
að engin svör fengust um hve mikiö
ætti að lækka eða á hve stóru svæði.
-SMJ