Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. > s»* Frægasti Marlowe allra tíma er Humphrey Bogart. Kaldur, yfirvegaður gæl með tilsvörin á hreinu með kven- hetjunni sem Lauren Bacall leikur. Þetta atriði er úr myndinni The Big Sleep. Hámenntaður spæjari í subbulegu umhverfi - Sjónvarpið sýnir þáttaröð um Philip Marlowe Sjónvarpið hefur tekið til sýn- inga nýja þáttaröð um einkaspæj- arann Philip Marlowe byggða á smásögum eftir Reymond Chandl- er. Spæjarann leikur Powers Boot- he en hann hefur áður túlkað þessa heimsfrægu sögupersónu í hlið- stæðum myndaflokki. Ekki hafa allir verið jafnsáttir við Boothe í þessu hlutverki og bera hann sam- an við fyrri hetjur og þá sérstaklega Humphrey Bogart. Ekki ómerkari leikarar en George Sanders, Dick Powell, Humphrey Bogart, Robert Mitchum, Robert Montgomery og Elliot Gould hafa túlkað einka- spæjarann þreytta. Þessir íjórir fyrstnefndu léku í kvikmyndum sem gerðar voru eftir vinsælustu skáldsögmn Chandlers, The Big Sleep og Farewll My Lovely. Hinir tveir léku leynilögguna í kvik- myndiun eftir The Lady in the Lake og The long Goodbye. Sama sagan kvik- mynduð þrisvar Árið 1942 lék George Sanders Marlowe í kvikmynd sem hét The Falcon Takes Over (Fálkinn tekur völdin). Sú mynd var byggð á sögu Chandlers Farewell My Lovely og var hluti af seríu um fálkann sem ýmsir leikarar léku og margir höf- undar áttu hiut að. Dick Powell tók að sér hlutverk spæjarans árið 1944 í kvikmynd sem hét Murder My Sweet sem einnig var byggð á sögunni Farew- ell My Lovely. Myndin þótti mjög góð og PoweU ávann sér sess sem góður leikari. Þriðji leikarinn, sem fengist hef- ur við Marlowe í kvikmynd byggðri á sögunni Farewll My Lovely, er Robert Mitchum. Sú kvikmynd, gerð árið 1975, bar heiti sögunnar óbreytt og þótti Mitchum takast vel upp. Hið þreytta útlit Marlowes átti vel við andlit Mitchum sem hlaðið er augnpokum og hálflokuð- um augum. Bogart og Marlowe Af því að Mitchum náði að túlka hetjuna vel var gerð kvikmynd eft- ir sögunni The Big Sleep með Mitc- hum árið 1978. Brugðið var á það ráð að láta myndina gerast í Lund- únum samtímans. Það þótti mörg- um fjarstæðukennt og báru mynd- ina óspart saman við filmu Howard Hawks sem gerð var árið 1944 með Humphrey Bogart sem Marlowe sem að margra mati er hinn eini sanni. í myndinni leikur Bogart spæjar- ann og eiginkona hans, Lauren Bacall, er kvenhetjan. Saga Chandlers, meistaralegt handrit rithöfundarins Williams Faulkner, leikstjóm Hawks og leikur Bogarts gera myndina einhverja allra skemmtilegustu leynilöggumynd sem gerð hefur verið. Myndin varð víðfræg og síðan hafa flestir sett samansemmerki milli Marlowe og Bogarts. Undarlegur Marlowe Robert Montgomery leikstýrði sjálfum sér í kvikmynd áriö 1946 sem gerð var eftir skáldsögunni The Lady in The Lake. Hvorki myndin né sagan þóttu þess virði vera endurgerð á hvíta tjaldinu. Einhver undarlegasti Marlowe í kvikmyndasögunni er sjálfsagt Elliot Gould sem betur er þekktur sem gamanleikari. Árið 1973 gerði Robert Altman kvikmynd eftir sög- unni The Long Goodbye með Gould í aðalhlutverkinu. Myndin þykir afar léleg og sjálfsagt vilja bæði Altman og Gould gleyma henni sem fyrst. Kvikmyndaáhugamenn segja að Altman nánast nálgist við- fangsefni sitt með fyrirhtningu. í þessari mynd bregður fyrir nokkr- um þekktum andlitum og má Am- old Schwarzenegger sem leikur eitt sitt fyrsta kraftajötunshlutverk. Hóf reyfarann til virðingar Höfundurinn Reymond Chandler (1888-1959) byriaði ekki að skrifa skáldsögur fyrr en hann var 45 ára. Áður var hann blaðamaður og mis- heppnaður framkvæmdastjóri. Ásamt Dashiell Hammett, en það annar frægur bandaiískur glæpa- sagnahöfundur, hóf Chandler bandaríska glæpareyfara til virð- ingar. Fyrstu sögumar birtust í tímaritinu Black Mask en í það skrifuðu margir rithöfundar. Chandler sagði sjálfur að sögumar í tímaritinu hefðu sent morðið til síns heima, til fólksins sem átti það en þar er átt við íbúa glæpahverf- anna. Áður hafði sögusvið leyni- lögreglusagna mestan part átt sögusviö sitt meðal venjulegs fólks. Fyrsta skáldsaga Chandlers kom út árið 1939 en alls urðu þær sjö. Heiðarlegur og vandur að- virðingu sinni Sögupersónan Marlowe segir alltaf frá í fyrstu persónu og hann lýsir framvindu málsins jafnóðum. Marlowe er afskaplega heiðarlegur maður, vandur að virðingu sinni og sjálfum sér samkvæmur. „Marlowe tekur ekki fé af neinum á óheiðarlegan máta og tekur ekki við móðgunum frá neinum nema greiða til baka á maklegan og stiUt- an máta,“ sagði Chandler um sögu- persónu sína. Marlowe sjálfur er á skjön við subbulegt umhverfi sitt. Hann er vel menntaður, góður taílmaður og vitnar öðru hverju í T.S. Elliot eða Browning. Sögurnar um Marlowe þykja afar vel gerðar af hendi höf- undar. Textinn er gangorður og líf- legur og það má heita vörumerki Chandlers en auk þess gerast sam- töl vart betri í bókum. Marlowe er þekktur fyrir sín snjöllu tilsvör sem hafa einkennt söguhetjur góðra leynilögreglusagna æ síðan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.