Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. Skák Fimm íslendingar tefla nú á opnu móti í Gausdal í Noregi, þeir Karl Þorsteins, Lárus Jóhannesson, Margeir Pétursson, Snorri Bergs- son og Tómas Bjömsson. Mótið hófst á þriðjudag og er þetta er rit- aö var lokið tveimur umferðum: Margeir hafði fullt hús en Lárus, Snorri og Karl, sem vann sænska stórmeistarann Lars Karlsson í 2. umferð, höfðu 1,5 v. - Tómas 1 vinning. Auk Margeir og Lars Karlssonar taka stórmeistararnir Bronstein, Jansa og Westerinen þátt í mótinu, sem Arnold Eikrem - yflrdómarinn frá skákhátíðinni í Reykjavík í mars - hafði veg og vanda af. Margeir, Karl og Lárus héldu til Noregs frá Lyon í Frakklandi þar i sem þeir voru meðal þátttakenda í opnu móti. Færra var þar nafntog- aðra skákmeistara en þeir þre- menningar áttu von á, þrátt fyrir þokkaleg fyrstu verðlaun, eða ríf- lega þrjú hundruð þúsund ísl. kr. Mótið var enda haldið á sama tíma og stórmótið í New York, sem dró til sín þijátíu stórmeistara og opna mótið í Tyrklandi, þar sem tefldu 24 stórmeistarar. í Lyon sátu Mar- geir og rúmenski flóttamaðurinn Mikhai Suba einir stórmeistara að pottinum en margar hendur al- þjóðlegra meistara gerðu þeim þó lífið leitt. Fyrir síðustu umferð var svo komið að Margeir og Frakkinn Santo-Roman voru efstir með 6,5 v. en hjörð skákmanna fylgdi fast á eftir með 6 v. og fór Karl þeirra fremstur. í lokaskákinni máttu Karl og Margeir gera sér að góðu að bítast innbyrðis og þeir voru ekki á þeim buxunum að reykja friðarpípu. Karl haiði allt að vinna, engu að tapa og Margeir eygði möguleika á því að verða einn efst- ur. Skákin hófst kl. 8.30 að morgni og hvort sem því er um að kenna eða spennu lokaumferðarinnar var hún ekki gallalaus. Þeir skiptust á um að leika af sér undir lok setunn- ar en skákin varð æsispennandi eins og úrslitaskákir eiga að vera. Svo fór að Karl hafði betur og þar með sigraði hann á mótinu, hærri á stigum en Santo-Roman sem hlaut jafnmarga vinninga. Mar- geir, Suba og fleiri deildu þriðja sæti en Lárus hlaut 5 v. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Karli tekst að leggja Mar- geir að velli með svörtu mönnun- um. Skák þeirra frá Búnaðar- bankamótinu í mars birtist í DV á sínum tíma en þar vann Karl snaggaralegan sigur í Pirc-vörn. Hér kemur sú frá Lyon en Karl gaf " þar strax í byrjuninni upp boltann með því að tefla tvíeggjað afbrigði af slavneskri vörn. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Karl Þorsteins Slavnesk vörn 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 c6 4. Rf3 dxc4 5. a4 Bb4 6. e3 b5 Karl teflir ögrandi byijun, ber- sýnilega staðráðinn í því að flækja taflið og freista gæfunnar á svell- inu. 7. Bd2 a5 8. axb5 Bxc3 9. Bxc3 cxb5 10. b3 Bb7 Auðvitað ekki 10. - b4? vegna 11. Bxb4 - fyrst þarf að valda hrókinn. 11. bxc4 b4 12. Bb2 Rf6 13. Bd3 0-0 Skammt er síðan rykið var dustað af þessu afbrigði sem lengstum haföi á sér slæmt orð. Svartur hef- ur „fórnað" miðborðsstöðunni fyr- ir tvo samstæða frelsingja á drottn- ingarvæng sem vissulega gætu orð- ið erfiöir viðureignar í endatafli. Karl Þorsteins stóð uppi sem sigurvegari á opna mótinu í Lyon eftir æsispennandi skák við Margeir Pétursson í lokaumferðinni. íslensk úrslita- skák í Lyon - Karl vann Margeir öðru sinni og sigraói á mótinu En í miðtaflinu hlýtur sterkt mið- borð hvíts að vega þungt. Margeir kýs að láta reyna á þaö fremur en að leita eftir friðarsamningum en um það munu vera dæmi. 14. Dc2 Rbd7 15. 0-0 Hc8 Karl virðist hafa lært afbrigðið af Þresti Árnasyni sem beitti því gegn honum á íslandsmótinu í fyrra. Þröstur lék 15. - h6 og eftir 16. e4 Hc8 17. e5 Rd5! 18. Rd2 R7b6 býður staðan upp á möguleika á báða bóga. 16. Hfdl Dálítið hægfara leikur, einkennandi fyrir Margeir. 16. - h6 17. Rd2 Dc7 18. f3 e5!? 19. Bf5 Ha8 Staðan er ákaflega viðkvæm og vandmeðfarin. Eftir skákina gagn- rýndi Karl þennan leik sem gefur hvítum fijálsar hendur á miðborð- inu. Á hinn bóginn getur hrókur- inn á a8 komið í góðar þarfir þar sem hann styður við bakið á a- peðinu. Skák Jón L. Árnason 20. Re4!? Rxe4 21. fxe4 g6?! Hér er 21. - a4!? athyglisverður möguleiki. T.d. 22. Hxa4 Hxa4 23. Dxa4 Dxc4! 24. Bxd7 Rxd7 25. Dxd7 Dc2 og vinnur manninn til baka. 22. Bh3 Hfe8 23. c5! exd4 24. c6 Nú er sýnt að hvítur hefur náð hættulegu frumkvæði. En um- hugunartíminn er farinn að stytt- ast ískyggilega og setur það mark sitt á taflmennskuna. 24. - Re5 25. exd4 Reg4 26. e5? Betra er fyrst 26. Bxg4 Rxg4 og svo 27. e5! Re3 28. De4 Rxdl 29. Hxdl og hvítur hefur afar hættuleg færi fyrir skiptamuninn. 26. - Re3 27. Db3? Annar slakur leikur. Rétt er 27. Da4 Rxdl 28. Hxdl Rd5 með tvíeggj- aöri stöðu. 27. - Rxdl 28. Hxdl Dxc6?! Ætti að nægja til vinnings en að sögn Karls er 28. - a4! sterkara. 29. exfB He2 30. d5 I Á m A A A 1 A á & A I A A s É ABCDE FGH 30. - Dc2?? Lítur sannarlega vel út en nú snýst taflið hvítum í vil! Margeir benti eftir skákina á 30. - De8! sem gefur svörtum vinningsstöðu. Þess má geta að Karl átti nú 5 mínútur eftir á klukkunni og Margeir 2 mín- útur fram að tímamörkunum við 40. leik. 31. Dxc2 Hxc2 32. Be5? En Margeir skilar ávinningnum! Með 32. d6! Hxb2 33. d7 verður Karl að láta hrók fyrir d-peðið sterka og verður þá með manni minna. Frels- ingjarnir á drottningarvæng eru ekki nægilegt mótvægi. T.d. 33. - Hd8 34. Hcl Hd2 35. Hc8 Hxd7 36. Bxd7 Hxc8 37. Bxc8 a4 38. Ba6 b3 39. Bc4 og vinnur; eða 33. - b3 34. d8=D+ Hxd8 35. Hxd8+ Kh7 36. HfB Hc2 37. Hxf7+ Kh8 38. Hb7 b2 39. Hb8+ Kh7 40. f7 og vinnur. 32. - b3 Nú ér peðið komið of langt áleiðis og eftirleikurinn er auðveldur. 33. Hbl He8 34. Bd6 b2 35. Ba3 Hcl + 36. Hxcl bxcl = D+ 37. Bxcl Hel + 38. Kf2 Hxcl 39. Ke2 a4 40. Kd2 Hc5 Og Margeir gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.