Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. 59 Afmæli Sigurður Ásgeirsson Siguröur Ásgeirsson, bóndi að Reykjum í Lundarreykjadal, er átt- ræðurídag. Sigurður fæddist að Reykjum í Lundarreykjadal, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hann hefur verið bóndi að Reykjum frá 1943, lengst af í sambýli við Björn bróður sinn. Sigurður starfaði að gróðurhúsarækt á Reykjum á árun- um 1939-64 Sigurður hefur sinnt ýmsum trún- aðarstörfum í sinni sveit. Hann sat í hreppsnefnd 1946-70, í skattanefnd 1957-62, var gjaldkeri Sjúkrasam- lagsins 1947-72 og var bókavörður Bókasafns Ungmennafélagsins Dag- renningar 1957-83. Hann þýddi smá- sögur, einkum í Fálkann og Dvöl, og skrifaði Sagnaþætti í Kaupfélags- ritið sem er útgefið í Borgarnesi. Sigurður kvæntist 15.6.1938 Val- gerði Magnúsdóttur, f. 8.11.1912, húsfreyju og kennara, dóttur Magn- úsar Stefánssonar, b. að Dölum í Fáskrúðsfirði, og konu hans, Bjarg- ar Steinsdóttur húsfreyju. Sigurður og Valgerður eiga fimm börn. Þau eru Ásgeir Sigurðsson, f. 6.4.1937, kerfisfræðingur og starfs- maður Orkustofnunar í Reykjavík; Björg Sigurðardóttir, f. 6.6.1939, húsfreyja og kennari á Selfossi, gift Sveini J. Sveinssyni, fulltrúa á sýsluskrifstofunni á Selfossi, og eiga þau fimm börn; Freysteinn Sigurðs- son, f. 4.6.1941, jarðfræðingur og deildarstjóri hjá OrkustofnUn, kvæntur Ingibjörgu S. Sveinsdóttur lyijafræðingi og eiga þau þrjú börn; Ingi Sigurðsson, f. 13.9.1946, Ph.D. og dósent í sagnfræði við HÍ, búsett- ur í Reykjavík, og Magnús Sigurðs- son, f. 2.9.1957, stundakennari í þýsku við HÍ og hjá Germaníu. Sigurður átti fjóra bræður. Bræð- ur Sigurðar: Magnús Ásgeirsson, f. 9.11.1901, d. 30.7.1955, skáld, bóka- vörður og einn snjallasti þýðandi á íslenska tungu, var kvæntur Önnu Ólafsdóttur og síðar Önnu Guð- mundsdóttur og átti Magnús fjögur börn; Leifur Ásgeirsson, f. 25.5.1903, dr. phil og prófessor við HÍ, kvæntur Hrefnu Kolbeinsdóttur og eiga þau tvö börn; Bjöm Ásgeirsson, f. 8.1. 1906, d. 6.2.1980, bóndi á Reykjum, og Ingimundur Ásgeirsson, f. 13.4. 1912, d. 11.9.1985, bóndi og fræði- maður á Hæh í Flókadal, kvæntur Ingibjörgu A. Guðmundsdóttur og eignuðust þau flögur börn. Foreldrar Sigurðar voru Ásgeir Sigurðsson, f. 24.9.1867, d. 4.8.1934, bóndi á Reykjum, og kona hans, Ingunn Daníelsdóttir, f. 9.5.1872, d. 8.6.1943, húsfreyja og kennari. Föðurbróðir Sigurðar var Jón, smiður í Vindhæli, faðir Ástu, gest- gjafa á Ránargötunni, móður Björns Kristinssonar prófessors og Jóns byggingaverkfræðings. Föðursystir Sigurðar var Sigurbjörg, móðir Pét- urs Ottesens, alþingismanns í Ytra- Hólmi. Önnur föðursystir Sigurðar var Oddný, móðir Jóns Helgasonar, skálds og prófessors. Ásgeir á Reykjum var sonur Sig- urðar, b. í Efstabæ í Skorradal, Vig- fússonar, b. í Svanga í Skorradal, Guðmundssonar, b. á Krossi á Akra- nesi, Gíslasonar, prófasts í Odda, Snorrasonar, prófasts á Helgafelli, Jónssonar, sýslumanns á Sólheim- um i Sæmundarhlíð, bróður Árna handritasafnara Magnússonar. Móðir Ásgeirs á Reykjum var Hildur, systir Halldóru, ömmu Sveinbjarnar Beinteinssonar, skálds og alsheijargoða á Draghálsi. Bróðir Hildar var Símon, móðurafi Jóhannesar Zoega hitaveitustjóra. Hildur var dóttir Jóns, b. í Efstabæ, Símonarsonar, ættföður Efstabæj- arættarinnar. Móðir Jóns var Margrét Þorvalds- dóttir, systir Jóns í Deildartungu, ættföður Deildartunguættarinnar. Móðir Hildar var Herdís Jónsdóttir, b. á Þorvaldsstöðum, Auðunssonar. Sigurður Ásgeirsson. Móðurbróðir Sigurðar var Daníel, b. í Þórukoti í Víðidal, faðir Björns, skálds og skólastjóra á Sauðár- króki, föður Ólafs Víðis kennara. Ingunn var dóttir Daníels, b. á Kolu- gili, ættföður Kolugilsættarinnar Daníelssonar, b. á Galtamesi, Gísla- sonar. Móðir Daníels á Kolugili var Guðrún Loftsdóttir. Móðir Ingunnar var Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, hreppstjóra á Efra-Núpi í Miðfirði, Gunnlaugs- sonar. Menning Ég fer í fríið... Leikritið um Shirley Valentine (sem heitir Sigrún Ástrós komin í íslenskan búning) hefur verið sýnt víða við miklar vinsældir að undanfömu. Samnefnd kvikmynd hefur líka hlotið velgengni, en í henni leik- ur Pauline Collins aðalhlutverkið, sú hin sama, sem lék það á sviði í London. Það er þó ólíku saman að jafna, kvikmyndinni, þar sem margir koma við sögu, og upphaflega sviðsverk- inu, því að þar stendur aðalpersónan ein allan tímann og túlkar í eintali hugsanir og tilfinningar, já, heilan æviferil 42 ára konu sem er heimavinnandi húsmóöir í stórborg. Sigrún Ástrós býr að vísQ ekki lengur í Liverpool, heldur bjástrar hún með potta sína og pönnur í reyk- vísku eldhúsi. Börnin eru farin að heiman og ekki er mikið íjör í kallinum hennar, honum Jóa, sem er orð- inn frekar leiðinlegur með árunum. En þá býðst henni tækifæri til að fara í tveggja vikna frí til Grikklands og eftir miklar vangaveltur ákveður hún að slá til. Þessi ákvörðun á eftir að breyta lífi hennar svo um munar. Eintal Sigrúnar Ástrósar speglar á kíminn og mann- legan hátt það hvernig nútímaaðstæður valda því að fólk einangrast gjörsamlega þó að í stórborg sé. Sigrún er eðlisgreind og fjörug en alla ævi er verið að aga hana og segja henni að halda sig á mottunni. í æsku eru það kennararnir en svo tekur fjölskyldan við, fyrst maðurinn hennar og svo börnin þegar þau þykjast hafa vit til. Á endanum lifir Sigrún í tilfinningalegri frystikistu og enginn tekur eftir því hvort hún kemur eða fer, það er að segja á meðan allt er í röð og reglu í húsinu og kallinn hennar fær matinn á réttum tíma. Þrándur Thoroddsen þýðir verkið á Upurt talmál og staðfærir textann. í upphaflegu gerðinni er leikritið mjög bundið stéttskiptu bresku þjóðfélagi og umhverfi og þess vegna nauðsynlegt að heimfæra margt upp á ísleriskar aðstæður. Þetta tekst í flestum tilfellum mæta vel og vekur oft kátínu. Það var ekki annað að heyra en Sigrún Ástrós næði til áhorfenda í Borgarleikhúsinu á frumsýningunni í Leiklist Auður Eydal gærkvöldi. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur hlut- verk hennar og fer með eintal þessarar ijallhressu konu sem hlýtur að færa þjáningarsystrum sínum nýja von. Þær eru áreiðanlega til í Reykjavík alveg eins og i Liverpool. Hanna María Karlsdóttir er leikstjóri og leggur skyn- samlegar áherslur. Margrét Helga hefur prýðilegt útlit í hlutverkið og þó að hún hafi ekki alveg verið búin að ná fullu öryggi í meðferð textans var tilfmningin þarna og tengslin við áhorfendurna. Sigrún Ástrós er engin glanspía og Margrét túlkar aldur hennar og gamansama uppgjöf prýðilega og sannfærandi. Hamskiptin takast með ágætum og frásagnarefni verksins skilar sér. Það er ekkert áhlaupaverk fyrir einn leikara aö halda uppi heils kvölds sýningu, leika heilt leikrit aleinn. Margrét Helga hefur ekki mikinn stuðning af leikmun- um, búningum eða leikmynd, sem allt er með ein- faldasta móti, kannski full einfalt. Leikskrá var ekki fyrir hendi í gær og á blaði með upplýsingum um verk- ið er ekki getið um höfund leikmyndar, sem ég hygg þó að muni vera Steinþór Sigurðsson. Ekki er heldur getið um hver hannaði lýsingu en vel var að henni staðið. Þetta er fyrsta erlenda leikritið sem tekið er til sýn- inga í Borgarleikhúsinu, létt og skemmtilegt verk, sem flytur miðaldra fólki athyglisverðan boðskap! Þeir sem í vetur hafa beðið eftir leiksýningu í léttari kantinum fá hér eitthvað við sitt hæfi. Leikfélag Reykjavíkur sýnir á Litla sviði Borgarleikhússins: SIGRÚN ÁSTROS Höfundur: Willy Russell. Þýðing: Þrándur Thoroddsen. Leikmynd: Steinþór Sigurðsson. Leikstjórn: Hanna Maria Karlsdóttir. Til hamingju með afmælið 29. apríl 95 ára 60 ára Ragnhildur Guðmundsdóttir, Lilja Anna K. Schopka, Heiðmörk 65B, Hveragerði. Asparfelli 12, Reykjavík. Karla Jónsdóttir, 90ára Líney Sigurjónsdóttir, Rauðalæk 10, Reykjavík. Gunnar Sigursveinsson, Hraunbæ 126, Reykjavík. Krossi, Ljósavatnshreppi. 50 ára 85ára Héðinn Baldvinsson, Brúarási 10, Reykjavík. Jón Erlendsson, Öndólfsstöðum, Reykdælahreppi. Haukanesi 9, Garðabæ. 75 ára 40 ára Guðmundur Björnsson, Aðalstræti 55, Patreksfirði. Ingolfur G«Goifdal ? Hæðargarði 56, Reykjavík. Guðmundur Björnsson, Arnartanga 41, Mosfellsbæ. Guðrún Sigurjónsdóttir, 70ára Ástúni 10, Kópavogi. Ása Valdimarsdóttir, J óhannes Ólafsson, Esjubraut 31, Aki-anesi. Æsa G. Guðmundsdóttir, Llólgt POlHÍlUSSOUy Túnhvammi 14, Hafnarflrði. * Heimaltaga8, Selfossi. Jónína Jóhannesdóttir, Melavegi 14, Hvammstanga. Konráð Guðmundsson. Konráð Guð- mundsson Konráð Guðmundsson, hótelstjóri Hótel Sögu, Stigahlíð 55, Reykjavík, ersextugurídag. Kona Konráðs er Edda Lövdal, f. 14.8.1929. ForeldrarKonráðs voru Guð- mundur Einarsson, framkvæmda- stjóri í Merkigerði á Stokkseyri, og kona hans, Þorbjörg Ásgeirsdóttir. Konráð tekur á móti gestum í Ár- sal Hótel Sögu í dag, laugardaginn 28.4., milli klukkan 15:30 og 18:00. / Bifhjólamenn \ hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.