Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. 45 LífsstOl gjöfum mínum harla ljóst vera aö þarna áttu ekki aðrir að hafast við en ég. Þarna inni var allt sem til langrar, inniluktrar dvalar hefði þurft: ávext- ir og kex af ýmsu tagi, áhöld að brugga sér með te ellegar kaffi, kæli- skápur með klaka og köldum drykkj- um, skrifborð og stóll, ásamt pappír, pennum og umslögum, sófasett fyrir fjóra með hringlaga borði, langt og mikið snyrtiborð með speglum og hefðu margir geta setið þar hlið viö hhð, sjónvarp fjarstýrt og útvarp við höfðalagið öðrum megin, skápar, skúffur og kommóður meiri en hug- urinn girntist. í litlum sal meðfylgj- andi var salerni og laugar af ýmsu tagi, fyrir hendur og aðra líkams- parta sér í lagi, fyrir utan baðker stórt og steypibað að auki, þess utan rautt ljós í lofti til að spara manni handklæði eftir að gengið hefði veriö til lauga. Hótelið sem ekkivartil í þessum glæsta sal, sem var ugg- laust tvöfalt stærri að gólffleti eða meira en íbúðin þar sem ég hóf hjú- skap fyrir nærri þrjátíu árum, varð mér hugsað til hótelherbergis sem ég neyddist til að gista í á einni af mínum allra fyrstu ferðum utan- lands. Það var í kóngsins Kaup- mannahöfn. Ég var á leið lengra suð- ur eftir Evrópu á vegum ferðaskrif- stofu sem enn er til og kennir sig við eiganda sinn og með blað upp á það að ég ætti bókað herbergi næturlangt á tilteknu hóteli. Við komuna til Kaupmannahafnar lagði ég undir mig leigubíl, sýndi bíl- stjóranum heimihsfangið og bað hann aka mér þangað. „Hótel,“ sagði hann. „Þetta er ekki hótel lengur. Það var gert að íbúöablokk fyrir þremur árum.“ Það varð þó úr að við héldum þang- að enda vhdi ég ekki trúa því aö ís- lénsk ferðaskrifstofa væri svona iha að sér fyrir hönd viðskiptavina sinna. En viti menn, í thgreindu götunúmeri bjuggu bara jensenar, hansenar og nielsenar og börn voru að sippa um ahar tröppur og gang- stéttar. Sveitt kona meö svuntu stað- festi að þarna væri löngu hætt aö halda hótel. Nú var úr vöndu að ráða. Ég spurði bhstjórann, sem átti þó að heita inn- fæddur, hvað ég ætti nú til bragðs að taka. „T)a,“ sagöi hann, „nú er ekki gott í efni. Á þessum tíma eru öll hótel í Kaupamannahöfn yfirfuh. En,“ bætti hann við og horfði á mig rann- sakandi, svo sem eins og th að meta mig til fjár, „kannski gæti ég komið þér inn á hótel þar sem ég á innhlaup á Friðriksbergi." Verelsi númer fjögur á fyrsta sal Það var farið að hða á kvöld og ég orðinn þreyttur, taldi heldur ekki miklu skipta hvar veslingur minn lægi eina nótt, svo ég spurði bílstjór- ann ráða. Eftir langan akstur og dýr- an bar okkur að hóteldyrum heldur þokkalegum hvar við fórum inn. Bíl- stjóri talaði hratt viö afgreiðslu- manninn sem svo sneri sér að mér og sagði að vísu th gistingu en ekki í hótelinu sjálfu heldur annexíu handan homsins. Hann nefndi verð- ið sem mér þótti sanngjarnt, miðaö við það sem ég átti að borga í hótel- inu sem orðið var að húsablokk, og tók boðinu. Þegar ég hafði losað mig við leigu- bílstjórann með því að rétta honum aukreitis tíkall danskan (þó ég sæi að hann fékk líka kommisjón með leynd úr hendi hótelhaldarans) og borgað gistingu mína fyrirfram var mér vísað á annexíuna: fyrir hornið og inn um dyrnar hægra megin í miðjum undirganginum, þaðan upp á fyrsta sal, verelsi númer 4, versogú. Ég ætla ekki að orðlengja um her- bergið. Veggfóðrið lafði í druslum, gormur stóð upp úr setunni í eina stólnum í herberginu, gluggatjöldin rifin. En það var hreint á rúminu og þegar ég hafði dregið það frá veggn- um, svo lengra yrði fyrir flær og aðra Það er einn af kostunum við litlu hótelin að þar kynnist maður fremur hinum gestunum. Kannski ekki nema í sjón og getur þá skemmt sér við að skapa sinn eigin ramma um persónurnar sem maður kinkar kolli til i morgunmatnum. hugsanlega óværu að hoppa, dreif ég mig undir sæng og sofnaði brátt. Mér varð þó ekki svefnsamt því slökkvi- liðsbílar voru á spani fram hjá glugg- anum mínum alla nóttina, það var víst eldur í Kaupinhafn. Þetta er eina gistingin sem ég hef þolað og kalla má verulega ömur- lega. Gisting með aðstöðu Einn er sá gistimáti sem sífellt ryð- ur sér meira th rúms en hentar eink- um þeim sem ætla að vera viku eða lengur á sama stað. Það er að leigja sér íbúð eða smáhús þar sem aðstaða er til ahs: eldavél og allar græjur th taks. Sums staðar eru rúmfót innifal- in í leigunni en annars staðar er hægt að leigja sér þau sér gegn vægu verði. Yfirleitt er leigugjald fyrir íbúðir af þessu tagi ekki hátt, ekki minnsta kosti miðað við hótel, en sá gahi á miðað við hótel að þama verð- ur maður að þrífa eftir sig sjálfur. Hins vegar er það kostur aö mínu viti að þarna er aðstaða til þess að elda ofan í sig sjálfur en það er ákaf- lega gaman þar sem gimilegasta hrá- efni th matargerðar er á hlæghegu verði miðað við það sem gerist í búð- um á íslandi. Hjólhús til leigu Ég á alveg eftir að prófa tjaldvagns- gistingu, húsbíl eða hjólhús í útlönd- um. Þeir sem það hafa gert eru flest- ir harla ánægðir. Vandalaust væri að gera þetta til reynslu, án þess að dragnast sjálfur um með svona bún- að. Víða á tjaldstæðum erlendis er hægt að leiga sér hjólhús til gistingar til lengri eöa skemmri tíma og búa þannig í sjálfsmennsku í snertingu viö náttúruna einhvers staðar inni í eða í nánd við menningarlegt þétt- býh. Áning&árbítur En það er vandalaust fyrir hvern sem vhl gista sæmilega, án þess að borga stórfé fyrir, þar sem hann er á ferð um Evrópulönd að minnsta kosti - af öðrum álfum hef ég ekki nasasjón hvað þetta snertir. Þar sem ferðalangurinn kemur í framandi stórborg er auðveldast að leita uppi stað sem heitir Tourist Information (með ofurlítið mismunandi stafsetn- ingu og áherslum, eftir því í hvaða landi er, gjarnan auðkenndur með skhtum sem á stendur aðeins stafur- inn ,,i“), skýra þar frá þörfum sínum og óskum og þá verður manni visað þangað sem hæfir. Þar greiðir maður staðfestingargjald og kvittunin fyrir því gengur upp í fyrstu greiðslu á gististaðnum. Þetta er afar einfaldur háttur á að verða sér úti um gistingu og dugar ahs staðar, aö því thskildu að ekki sé of langt liðið á kvöld þegar komiö er th viðkomandi staðar. Yfirleitt er það ráð sem ég held að gott sé að fara eftir: að draga það ekki of langt fram á kvöldið að velja sér samastað til næturinnar. í dreifbýlinu er það áning og árbít- ur sem ghdir (B&B, Zimmer Frei eða hvað það kahast í hverju landi) eða herbergi á krá við veginn sem yfir- leitt eru mjög frambærileg. Bækurmeð lista yfirgistingu Þeir sem ekki vhja treysta á guð og lukkuna í þessu efni geta tryggt sig nokkuð fyrirfram. Ferðamála- yfirvöld víða um lönd og borgir gefa út bækhnga með listum yfir þá gisti- staði sem í boði eru. Þar er að vísu ekki lagt mat á gæði gistingarinnar en með því að grufla svolítið í því hvað boðið er upp á og bera það sam- an við verðið má nokkuð ráða í það fyrirfram hvað maður fær. AA (ekki alkóhóhstasamtökin heldur Au- tomobile Association - Félag breskra bheigenda) gefa með vissu mhlibih út mjög gagnlega bók, sem heitir Guesthouses, Farmhouses & Inns in Europe. Þessi bók fæst oftast nær hjá FÍB hér á íslandi og oft í bókabúðum en í henni er að finna skrá yfír ódýra gistingu hvarvetna um Evrópu sem samtök þessi telja forsvaranlega. Ég hef notað þennan leiðarvísi lítihega og reynst vel. Flest herbergi eru nú th dags með sturtuklefa og vaski en ekki öll með klósetti út af fyrir sig. Nær undan- tekningarlaust eru þau með sjón- varpi og mörg líka með útvarpi. Ef ekki, er setustofa með aðgangi að þessum þægindum, og ef sími er ekki á hverju herbergi er hann á gangin- um fyrir framan og öllum thtækur. N Það er eftirtektarvert á þessum minni og ódýrari hótelum að þar hitt- ir maöur gjarnan fólk úr miðstétt og efri miðstétt, allt upp í efnastéttir. Ég man th að mynda eftir þýskri fjöl- skyldu, hjónum með fjögur börn á ungum aldri, sem gistu einu sinni á sama hóteh og ég í London. Þetta var eitt af htlu hótelunum Thamesmegin við Viktoríustöðina sem eru þar í tuga- ef ekki hundraðatah, sum góð, sum lakari. Þetta hótel „slapp til“ en var heldur í lakari kantinum. Fjöl- skyldufaðirinn var maður í hárri stöðu heima fyrir og farkosturinn sem stóð úti á götu ekki af verri end- anum. Þetta viðkunnanlega fólk var heldur ekki þarna af ihri nauðsyn, m. heldur til þess, eins og það sagði sjálft, að ferðapeningurinn entist bet- ur. Er það ekki einmitt eftirsóknar- vert? S.H.H. RAFM AG NSVEITA REYKJAVÍKUR Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavíkur Fyrst um sinn verður safnið opið á sunnudögum frá kl. 14.00-16.00. Þá geta hópar og aðrir áhugamenn pantað tíma í safninu í síma 679009 eða 686222. Minjasafnsnefnd Til að drýgja feröapeninginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.