Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 11
10
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
„Ég finn nokkuð fyrir auknum
áhuga manna á höttum. Við höfum
selt hatta í marga áratugi en sala
datt niður um það leyti sem bítla-
tískan byrjaði og menn fóru að láta
hárið vaxa. Vegna aukinnar eftir-
spumar hef ég pantað talsvert af
flókahöttum sem ég á von á,“ sagði
Eyjólfur Guðsteinsson, kaupmaður
í herrafataverslun Guðsteins Eyj-
ólfssonar, er helgarblaðið forvitn-
aðist um hvort satt væri að hatta-
tíska karlmanna væri að ryðja sér
til rúms hér á landi, væntanlega í
kjölfar glæsilegs hatts utanríkis-
ráðherra. „Ungir menn koma hing-
að og spyrja um hatta með frekar
stórum börðum, sagði Eyjólfur."
Verslun Guðsteins hefur verið til
frá árinu 1929 og alltaf selt hatta
en þó mun meira á árum áður. „Það
hefur alltaf verið viss hópur eldri
manna sem notar hatta. Fyrir stríð
var hattatískan algjör og þá voru
menn rétt fermdir þegar þeir eign-
uðust hatt. Á þeim tíma fluttum við
inn hatta í þúsundatali enda hver
einasti maður með hatt. Mér finnst
eins og það séu ungir menn, strák-
ar, sem biðja um hatta núna,“ sagði
Eyjólfur.
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra hefur vakið feikna
athygh með hattinn sem er ná-
kvæmlega eins og sá sem Humphr-
ey Bogart var meö í Casablanca og
reyndar fleiri myndum sem hann
lék í á fjórða og fimmta áratugnum.
Fáar herrafataverslanir á Islandi
selja hatta. Sævar Karl og Herra-
garðurinn áttu t.d. einungis pípu-
hatta og ekki seljast margir þeirrar
tegundar á ári. Jón Múh, sem alla
tíð hefur haft mikið dálæti á höfuð-
Vel klæddur með hatt:
ar maður er hlaðinn pinklum,
reynir að opna bílhurð og hattur-
inn fýkur. Maður þarf miklar til-
færingar til að komast óáreittur
með hattinn. í Brussel nota ég hann
sem regnhlíf."
Jón Baldvin hefur vakið mikla
athygh úti í heimi með hattinn og
um hann hefur verið fjallað í er-
lendum blöðum. „Blaðakona sem
starfar hjá Svenska dagbladet, með
aðsetur í Brussel, og hefur fylgst
með Evrópumálum fyrir hönd
Svía, sat oft blaðamannafundi með
mér á formennskutímabilinu. Hún
skrifaði lofgrein um hvort tveggja
mig og hattinn. Sagði mig vera
nýja stjörnu hjá EFTA sem hefði
gefið EFTA nýjan prófil í almanna-
tengslum og hatturinn væri tákn
fyrir þaö,“ sagði utanríkisráðherra
og hló.
Ekki sagðist Jón Baldvin beint
vera að stæla Bogart þótt kvik-
myndin Casablanca væri sér ógley-
manleg. Og hann er ákveðinn í að
vera með hattinn aht þar til hann
fýkur út í veður og vind endanlega.
Garðar Siggeirsson í Herragarð-
inum gekk með hatt þar til hann
kvæntist en þá var Borsahno hatt-
urinn lagöur á hilluna eöa tekinn
af honum. „Þetta var í tísku fyrir
tuttugu árum og þótti mikill stæh.“
Garðar lumaði hins vegar á góðri
bók um hatta og karlafatastíl. Þar
kemur m.a. fram að aðeins sannir
séntilmenn ganga með hatt. Hægt
er að þekkja hvort maður er sann-
ur séntilmaður á því hvemig hann
notar hattinn. Hatturinn er nefni-
lega tákn um karakter og virðu-
leika.
„Bryndísi fannst hann fara mér
Ijpmandi vel,“ segir Jón Baldvin um
Bogart hattinn sem hann keypti í
Búdapest.
Með hatt eins
og Jón Baldvin
- hattaáhugi fer vaxandi á Islandi
fótum og þó sérstaklega húfum,
sagðist hafa leitað alhengi að góð-
um hatti er taka átti mynd af hon-
um á plötuumslag fyrir nokkrum
árum. „Ég endaði í Hattabúð
Reykjavíkur sem selur kvenhatta
og þar fékk ég hatt,“ sagði Jón
Múh.
Fann hattinn
í Búdapest
Jón Baldvin fann ekki heldur
sinn draumahatt á íslandi. „Ég var
á gangi á götu í miðborg Búdapest
þegar ég sá þar fomfálega skradd-
arabúð og m.a. í glugganum þenn-
an hatt. Þeirri hugsun laust niður
í kohinn á mér aö þarna væri hatt-
urinn sem ég væri búinn að leita
að alla tíð,“ sagði utanríkisráðherra
er hann var spurður hvers vegna
hann væri aht í einu kominn með
þennan viröulega hatt á höfuðið.
„Ég fór inn og keypti hattinn sem
reyndist vera þýskur Mayser hatt-
ur og var í tísku á tímum Weimar
lýðveldisins og kostaði nánast ekki
neitt. Bryndísi fannst hann fara
mér alveg ljómandi vel,“ sagði Jón
Baldvin ennfremur. „Þetta hatta-
fyrirtæki var stofnað árið 1800.“
Jón Baldvin sagði það ekki gaml-
an draum að eignast hatt heldur
fremur sérvisku.
- Hefur þú fengið mikil viöbrögð
vegna hattsins?
„Jú, óskaplega aðdáun kvenna.
Karlar segja: Helvítis montið í hon-
um og renna til mín öfundaraug-
um.
- Hvað meö unga menn. Hefurðu
tekið eftir að þú sért fyrirmynd
þeirra?
„Það er hkast til. Alhr glaumgos-
ar í kunningjahópi sonar míns eru
komnir með hatta en þeir eru bara
ljótari en minn.“
- Faðir þinn hefur gengið með hatt
hér áður fyrr.
„Krataveldið á ísafirði gekk með
hatta en það var ósósíaldemó-
kratískt því kratar áttu að ganga
með derhúfur. Á seinni árum var
hið sósíaldemókratíska höfuðfat
hafnsögumannakaskeiti Helmuts
Kohl og kratar gengu með þannig
höfuðfót í áratug. A ísafirði voru
aristókratar með annars konar
höfuðfót."
- Settir þú upp hatt á þínum yngri
árum?
„Aldrei. Ég var lokkaprúður og
síðhærður og pípti á öh höfuðfot."
>— Oft er sagt að menn fái sér hatt
þegar hárið fer að þynnast.
„Það er nú bara áróður og lygi.“
Sviarlásu
um hattamanninn
Jón Baldvin sagðist alltaf vera í
vandræðum með hattinn í rokinu
hér heima. „Það er mjög erfitt þeg-
Séntilmaður
með hatt
Þegar maður með hatt kemur inn
í hús og tekur ofan getur hann
hugsanlega verið séntilmaður, ef
hann tekur hattinn ekki ofan er
hann uppgerðarséntilmaður og ef
hann er alls ekki með neinn hatt
er aldeilis ekki séntilmaður á ferð.
Karlmaður á alltaf að taka ofan
þegar hann gengur inn í hús, hvort
sem það er heimili, skrifstofa, opin-
ber bygging eða hvar sem er. Hatt
má ekki heldur hafa á höfði í lyftu.
Og hattinn á að sjálfsögðu að taka
ofan fyrir konu. Menn heilsa kurt-
ejslega með því að taka í hatt-
barminn. Hatturinn á því sína siði
og venjur sem þeir verða að læra
sem ætla sér að feta í fótspor Jóns
Baldvins, Indriða G., Haralds Blön-
dal, Gylfa Þ. og fleiri þekktra herra-
manna.
Herrahatturinn á sér langa sögu
sem rekja má allt aftur á sautjándu
öld. Ameríkumenn voru svo mikhr
hattamenn að mikill gróðaiðnaður
var í kringum hann og ekki leið á
löngu uns Englendingar tóku við
sér. Mjög mikil hattatíska hjá körl-
um greíp um sig kringum 1930 og
Menn heilsa og taka ofan hattinn í kurteisis- og virðingarskyni. Hér eru
tveir þekktir hattamenn: Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur keypti hattinn
i Soho i London og Klemens Jónsson leikari með virðulegan enskan tweed-
hatt.
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
Gylfi Þ. Gíslason þykir hinn mesti
smekkmaður á hatta.
Indriði G. er mikill hattamaður. Ætli
þetta sé ekki svokallaður hattur
írska sjómannsins.
Jón Múli er áhugamaður um höfuð-
föt og þó einkum húfur sem hann á
dágott safn af. Hér er hann með
hattinn sem hann leitaði lengi að
og fann loks í kvenhattabúð.
TTLífslistin‘4
í postulíni frá Ros-
enthal. Fagur borö-
búnaóuráyðareigið
borð.
Nýborg c§3
Armúli 23, s. 83636
flestir þeir hattar sem við þekkjum
eru frá þeim tíma. Hatturinn var
tákn vel klædda mannsins.
Smygluðu
Dunn höttum
Jón Múli sagöist hafa gengið með
hatt fyrir nærri hálfri öld en ekki
síöan. Hins vegar hefur hann átt
mörg merkileg höfuðfót - sem ekki
fjúka. „Þegar ég gekk með hatt í
gamla daga var það eingöngu Bor-
salino. Þeir þóttu fínir og fallegir
og komust í hátísku árið 1970 með
kvikmyndinni Borsalino. Fræg-
ustu hattarnir voru Dunn hattarnir
en sérstök ætt hér á landi gekk með
þá hatta. Það voru Thorsaramir.
Það var sannað á Alþingi af ein-
hveijum kommúnistaforingja í
umræðum um Kveldúlf og útgerð
Thorsbræðra að togararnir þeirra
sjö væru aðallega notaðir til að
smygla Dunn höttum. Innan í þessa
hatta og allt frá Dunn var ritað;
Smíðað undir handleiðslu guðs.
Það var hvorki meira né minna.
Þessir hattar koma einnig við sögu
í Ljósvíkingnum," sagði.Jón Múli.
„Ég verð að segja eins og er að
hattar eru mjög óhentugir á íslandi
vegna vinda. Nú geng ég með loð-
húfu á vetrum sem er hægt aö
spenna undir höku. Ég hef líka
verið í sambandi við danskan hatt-
amakara sem er með verslun í
Kaupmannahöfn. Eitt sinn álpaðist
ég þangað eins og hver annar ís-
lendingur og kom þá í ljós að emb-
ættismenn, þingmenn, ráðherra og
þeir sem eru almennilega klæddir
á Norðurlöndum kaupa hattana
sína þar. Þessi danski hattamakari
sagðist nú ekki vita meiri smekk-
mann á hatta á Norðurlöndum en
Gylfa Þ. Gíslason. í þessari verslun
eru ógurlega faUegir hattar en ég
var nú bara að leita að sérstakri
húfu sem ég hafði séð á mynd en
það var hnefaleikamaðurinn Jack
Dempsey, sem þá var nýorðinn
heimsmeistari, sem bar hana.“
Sjaldséðar loðhúfur
Jón Múh sagðist eiga loðhúfur í
ýmsum litum. Ein þeirra er úr ot-
ursskinni en afi Jóns, Jón í Múla,
keypti hana í Noregi árið 1906. Þá
á hann kínverska húfu, gerða úr
fjallahundi, en hana eignaðist Jón
á skemmtílegan hátt frá tannlækn-
inum. „Honum líkaði ekki húfan
sem eiginkonan hafði gefið honum
í jólagjöf og bað mig að stela henni
sem ég gerði. Þá á ég Dunn,
Sherlock Holmes húfu með deri
framan og aftan og aðra þýska sem
Ernst Thalman kommúnistaforingi
11
gekk með í kosningabaráttunni
1932. Minnstu munaði að kommún-
istar ynnu kosningamar en Hitler
tók völdin árið eftir og húfumar
Uka. Þetta var einkennismerki
kommúnistanna og hafnarverka-
manna í Hamborg. Það halda
margir aö þetta sé Helmut Kohl
húfa en það er della,“ sagði Jón
MúU og bætti því við að það hefði
verið Pétur Pétursson sem gaf hon-
um hina merku húfu.
Sagt 'hefur verið að hattatískan
hafi dáið þegar John F. Kennedy
varð forseti Bandaríkjanna en
hann gekk aldrei með hatt. Aðrir
segja að bítlamir hafi átt sökina en
hvað sem því líður þá virðist áhugi
vera að vakna á höttum á ný
hversu lánglífur sem hann verður.
En eitt er áríðandi fyrir hattaeig-
endur að muna: Hatt á alltaf að
geyma í öskju.
-ELA
afmælistilboð
Boss leðursófasett
3 + 1+1 staðgreitt
9 + 3 sæta leðursófar
148.000,-
96.900,
í tilefni 15 ára afmælis
Bústoðar gefum við 15%
staðgreiðsluafsláttaf öll-
um vörum dagana 26.
apríltil 5. maí.
Einnig bjóðum við nokk-
ursprengitilboð ítilefni
afmælisins, þ.ám.þessi
glæsilegu sófasett á ótrú-
legu verði.
Um leiðog við bjóðum
ykkurvelkomin íverslun
okkar viljum við þakka
ánægjuleg viðskipti og
samstarfsl. 15ár.
afmælistilboð
iMiami, 6 sæfa hornsófi,
leður á
siitflötuml 09.000,
eða leðurliki stgr. 79.900,
Opið laugardag kl. 10-13
Opið sunnudag kl. 13-17
- stgr.1QS.6nn.
TJARNARGÖTU 2- KEFLAVÍK
SÍMI 92-13377