Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. Veiðivon Veiðisérfræðingur DV spáir fyrir um sumarið: Góð byrjun og stórlax- ar bjarga sumrinu „Mér sýnist aö sumarið byrji vel t>egar Norðurá, Þverá og Laxá á Ásum verða opnaðar 1. júní og það gæti töluvert veiðst," sagði sér- fræðingur okkar í laxveiðimálum í samtali við DV. er við bárum undir hann laxveiðisumarið 1990. „Ég hef trú á að fyrsti mánuðurinn verði góður í laxveiðinni og vel veiðist, síðan dregur úr veiðinni. En það sem bjargar þessu eru vænir laxar, jafnvel yfir 25 pund. Einn og einn 30 pimda gæti veiðst í sumar. Ef maður lítur á silungsveiðina gæti hún aukist verulega og fleiri fara í það sport, nokkir vænir silungar gætu veiðst," sagði okkar maður og ætlar að fylgiast vel með þessu í sumar sem endranær. -G.Bender Kaupin á laxakvótanuni Mál málanna í vetur hefur verið kaup Orra Vigfússonar og félaga á laxakvótanum. Allir sem eiga aðild að málinu hafa lýst sig því fylgjandi. „Við í alþjóðalaxakaupanefndinni erum búnir að láta sáttasemjara hafa okkar umsögn í málinu og Færeying- ar hafa rætt um þetta sín á milU, við bíða eftir gögnum á þessari stundu,“ sagði Orri Vigfússon í vikunni en einnar viku bið verður núna í mál- inu. „Það er verið að ræða málin víða þessastundina," sagði Orri ennfrem- ur. Margir eru spenntir að vita hvort tilboö sáttasemjara sé hagstætt fyrir okkur sem ætlum að kaupa laxakvót- ann. Við höfum heyrt það að tilboðið sé frekar hagstætt fyrir okkur en ekk- ert verður gefið upp fyrr en allir sem máhð viðkemur hafa séð það. Missið ekld af nýjasta Úrval kaupið það NÚNASTRAX Þetta er það sem veiðimenn biða eftir þessa daga og biðin styttist óðum að fyrstu laxveiðiárnar opni. DV-myndir G.Bender Margir hafa skráð sig í Dorg- veiðifélag íslands Vel hefur gengið að fá dorgveiði- menn víða um land til að skrá sig í Dorgveiðifélag íslands og eru á þess- ari stundu komnir um 250 í félagið víða um land. Við höfum heyrt að safna eigi undirskriftum til mánaða- móta og eigi síðan að stofna félagið upp úr því. Ármenn með vorfagn- að og það hafði áhrif „Félagslífið hefur verið gott hjá okkur í vetur og á vorhátíðina mættu á milli 60 og 70 manns,“ sagði Daði Harðarsson, formaður Ármanna, eft- ir hátíðina og bætti við: „Þetta er aUt að lifna viö hjá okkur og við munum fara að Hlíðarvatni í Selvogi og taka tU þar núna um helgina. Svo tökum við eitt kast og sjáum hvort bleikjan tekur,“ sagði Daði ennfrem- ur. Ármenn héldu vorfagnað fyrir fáum dögum og var fjölmennt mjög. Var þar ýmsilegt til skemmtunar eins og ávarp formanns, rakinn annáll vetarins, flutt fróðleg erindi og glæsilegt happdrætti. Nokkrum klukktímum eftir að vorhátiðinni lauk fór ísinn að leysa af vötnum í næsta nágrenni Reykjavíkur og fáum tímum áður en hátíðin byijaði mokveiddist í Geirlandsá. Hún hafði áhrif á vorhátíðina. Eitt af þeim vötn- um sem Ármenn hafa og þykir nokk- uð dularfullt er Reynisvatn, hér rétt fyrir ofan Reykjavík. Tilraunaveiðar eiga að vera í vatninu 12. maí og verð- ur fiskifræðingur með í ferð. Þokka- legur fiskur getur leynst í vatninu víða ef hann fæst til að taka agn veiðimanna. -G.Bender Þjóðar- spaug DV Áhorfandinn Fyrir allmörgum árum var það tilkynnt i útvarpinu að leiksýn- ing félii niður vegna veikinda. Er Haraldur Á. Sigurðsson, sem lék i því verki er aflýst hafði verið, var spurður að því hver væri veikur, svaraði hann: „Nú, auðvitað maðurinn sem ætlaði að sjá það.“ Gamall og eUiær karl, fæddur og uppalinn á Akranesi, hafði búið síðari hluta ævi sinnar í Washington. Ekki hafði karl komið til íslands svo órum skipti en er sýnt þótti að hann ætti stutt eftir bað hann ættingja sína, er eimiig bjuggu í Washington, að fylgja sér nú tU íslands svo hann gæti séð Akraneskaupstað í sið- asta sinn. Féllust ættingjarnir á þessa hugmynd gamla mannsins og var því lagt af stað. Millilenda varð í New York og gista Þar í einn sólarhring. Er karUnn hafði komið sér fyrir á hótelínu gekk hann út á svaUrnar og mælti hátt: „Ja, mikiö hafa þeir nú byggt hér á Skaganum í seinni tíö.“ Sprútti karlinn Maður nokkur, er seldi áfengi á svörtum markaðí og hagnaðist vel á, gekk á meðal viöskiptavina sinna undir nafninu; „Sprútti Gróðason“. Góð á milli Maður nokkur var eitt sinn spuröur að því hver væri helsti galli eiginkonu hans. Hann svar- aði: „Hún Svandís kann hvorki að elda þokkalegan kvöldmat né taka til frambærilegan morgun- mat en hún er fjandi góð þar á milU.“ Ég er bara að æfa mig fyrir sumarleyfið... Nafn:........... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni tU hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1) Hitateppi fyrir bak og hnakka, kr. 3.900,- 2) Svissneska heilsupannan, kr. 2.990,- Vinningarnir koma frá Póst- versluninni Príma, Hafnar- firði. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 52 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Sigurvegarar fyrir fimmtu- gustu getraun reyndust vera: 1. Ágúst Ingvar Magnússon, Blöndubakka 10, 109 Reykjavík. 2. Ágústa Anna Valdimarsd. Grundargerði 10, 108 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.