Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
5
Fréttir
Skagafjörður:
Hey að þrjóta
Þórhallur Ásmimdsson, DV, Noröurl. vestra;
„Það hefur verið mikið um hey-
flutninga bæði innan héraðs og hing-
að í hérað frá Eyjafirði og eftirlit er
með þeim svæðum, sem útlitið er
verst. Mér sýnist að búið sé að bjarga
málum í bili,“ sagði Víkingur Gunn-
arsson, ráðunautur hjá Búnaðar-
sambandi Skagafjarðar, við DV.
Víða í Skagafirði hafa menn verið
tæpir með hpy en á öðrum stöðum
bera menn sig vel, til dæmis í Fljót-
um, enda vanir að gefa fulla gjöf all-
an veturinn. Mikill snjór hefur verið
í Skagafirði frá áramótum.
OLL NVSMIÐI
0C VIÐHALD HÍSEIGNA
Gerum tilboð.
Hafið samband um helgina rr \ q aa
og pantið tíma í síma
H. Guðmundsson
Fagmenn á öllum sviöum
Ýmsar útfærslur
á sólstofum, stórum
og smáum
Borgin seld
Reykjavíkurborg hefur keypt Hótel
Borg á 147 milljónir króna. Guðrún
Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings,
sagði hins vegar við að hún liti svo
á að Alþingi gæti ennþá tekið því til-
boði sem eigendur Hótel Borgar
hetðu gert því.
„Ég ht að sjálfsögðu svo á að með
undirskrift kaupsamningsins hafi
Reykjavíkurborg eignast hótelið,“
sagði Davíö Oddsson.
Hann segir ennfremur að Reykja-
víkurborg kaupi hótelið til að tryggja
að það fari ekki úr rekstri sem hót-
el. „Ég er mjög ánægöur með að það
sé tryggt. Ég held að það væri kjafts-
högg fyrir lífið í miðborginni ef Hótel
Borg væri ekki í rekstri sem hótel.“
Þess má geta að tilboð eigenda hót-
elsins til Alþingis kom fram í fyrra
og hljóðaði upp á 120 milljónir króna.
Á verðlagi þessa árs er það 147 millj-
ónir króna.
-JGH
Tveir listar í
Reykhóla*
hreppi
Hlynur Þór Magnússon, Vestfjörðum:
Tveir listar verða í kjöri viö sveit-
arstjórnarkosningarnar í Reykhóla-
hreppi: L-listi, listi dreifbýlissinna,
og F-listi, listi Framtiðarinnar, sem
er nýstofnaður félagsskapur.
Aðalsæti listanna eru þannig skipuð;
L-listi: 1. Guðmundur Ólafsson odd-
viti, Grund, 2. Katrín Vestmann Þór-
oddsdóttir, Hólum, 3. Stefán Magnús-
son, Reykhólum, 4. Bergljót Bjarna-
dóttir, Reykhólum, 5. Hafsteinn Guð-
mundsson, Flatey, 6. Daníel Jónsson.
Ingunnarstöðum, 7. Jón Ámi Sig-
urðsson frá Skerðingsstöðum.
F-listi: 1. Einar Hafliðason, Fremri
Gufudal, 2. Vilborg Guðnadóttir
Reykhólum, 3. Jóhannes Geir Gísla-
son, Skáleyjum, 4. Karl Kristjánsson.
Kambi, 5. Málfríður Vilbergsdóttir.
Kletti í Geirdal, 6. Sólrún Gestsdótt-
ir, Reykhólum, 7. Gunnbjörn Jó-
hannsson, Reykhólum.
Flugvél send
til leitar
Flugvél var send til að leita að
mönnunum sem týndust á leiðinni
frá Reykjanesi við ísafjarðardjúp til
Bolungarvíkur. Þeir höfðu fest bíl
sinn í botni Skötufjarðar og komust
hvorki lönd né strönd.
Flugmaður vélarinnar sá bíhnn
rétt í sömu mund og vélsleðamenn
frá björgunarsveit Slysavarnafélags-
ins í Bolungarvík komu á staðinn.
Vélsleðamennirnir tóku ferðamenn-
ina í bát á Hvítanesi við Skötufjörð-
inn vestanverðan og varð þeim ekki
meint af hrakningunum.
Mikill snjór er nú í Djúpinu og er
tahð að einhverjir dagar geti höið
áður en vegagerðarmönnum tekst að
ryðja leiðina.
-GK
PEUGEOT
MEST SELDI FÓLKSBÍLLINN
FRÁ VESTUR-EVRÓPU
Á ÍSLANDISÍÐASTLIÐIN TVÖ ÁR
p I JÖFURhf
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
- þegar þú kaupir bíl -
Sparneytinn 5 manna fólksbíll með útlit eins og það á
að vera. Kjörinn „Besti bíll í heimi“ síðastliðin fimm
ár skv. „Auto Motor und Sport“.
Verð frá kr. 599.800,-
PEUGEOT 309
Fólksbílar í fremstu röð sem hafa unnið til verðlauna
hvað eftir annað á undanförnum árum fyrir
úrvalshönnun og góða aksturseiginleika.
Peugeot er framhjóladrifmn og fjöðrunin einstök.
PEUGEOT 205
Einkar lipur 5 rnanna fólksbíll.
Farþega- og farangursrými er mjög gott.
Bíll sem hentar til ferðalaga.
Verð frá kr. 782.500,-
PEUGEOT 405
Hönnun sem er á undan sinni samtíð. Bíll hinna
vandlátu. Farþegarými er sérstaklega styrkt til öryggis.
Fæst einnig með fjórhjóladrifi.
Verð frá kr. 899.800,-
Haföu samband við sölumenn strax í dag. Söludeildin
er opin alla virka daga kl. 9-12 og 13-18 og laugardaga
kl. 13-17. Síminn er 42 600.