Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990. 15 andrúmslofti og umhverfismála- ráðherra leggur sig í lífshættu á nýja bílnum sínum til aö kynnast því hvernig cilmenningur fer að því að sækja skíðalöndin um helgar! Já, það hefur margt breyst á þess- um fáu árum og þarf ekki þrjú hundruð og fimmtíu ár til. Við er- um að kafna í okkar eigin skít og eyöileggingu og það er alveg sama hvað hollustuverndin og vinnueft- irlitið og dýralæknar og landlækn- ir vara okkur ákaft við. Alltaf skulu nýjar hættur liggja í leyni sem spilla umhverfinu og lífmu. Það er skrítið að hugsa til þess að einmitt þegar Reykjavík var hvað minnst skipulögð þá þreifst mannlífið best. Og löngu fyrir daga landgræðsluátaksins voru menn farnir að lofsyngja ættjörðina fyrir fegurð hennar og fjallasali. Þegar unglingar fóru í skipulagslausar ævintýraferðir niður í Austur- stræti og þegar skáldin riðu um fátækleg héruð skorti hvorki róm- antík né föðurlandsást. Og enginn amaðist við drullupollunum í bæn- um né heldur hvölunum í hafinu. Náttúran var í seilingarfæri og menn og málleysingjar fóru sínu fram án þess að hafa hugmynd um þessa stöðugu lífshættu í heilsu- spillandi umhverfi. Menn hefðu hlegið hátt ef heimastjórninni hefði dottið í hug að skipa umhverfis- málaráðherra til að vernda þjóðina fyrir sjálfri sér. Þó verður sú stjórn ekki sökuð um nein föðurlands- svik. Dæmdirúr Ættbálkurinn í Kína, Reykvík- ingar fyrri ára og íslendingar til Er sldturinn hollur? sjávar og sveita hafa hfað alla mengun af, sennilega vegna þess að þeir vissu ekki um hana. Nú er nærri búiö að hræða úr okkur líf- tóruna og allir verða skelfingu lostnir þegar eldur er laus í amm- oníaki úti í Gufunesi vegna þess að tækninni og mengunarvörnun- um hefur íleygt svo fram að við vitum ekki lengur hvað til okkar heilsu heyrir. Og við erum sífellt að uppgötva nýjar hættur og nýja mengun og við erum hvergi lengur óhult nema sótthreinsuð í gröfinni. Hvar endar þetta eiginlega? Fyrir nokkrum ámm komst ég til Tokýo. Þar gekk annar hver maður með klút fyrir andlitinu til að skýla sér fyrir útblæstrinum úr bílunum. Vonandi fer ekki eins fyrir okkur, ef það endar þá ekki meö því að unglingar og almenningur hætti að venja komur sínar innan um annað fólk. Hver þorir í miöbæinn eða hver þorir í göngutúr ef nútíminn drepur okkur í dróma, hræöir úr okkur liftóruna og dæmir þá úr leik sem vilja lifa eðlOegu lífi? Það liggur við að maöur öfundi kínverska ættbálkinn en vorkenni íslenskri þjóð. Vorkenni nútíman- um og öllum þessum óholla skít. Börnin okkar búa við bölið af velferðinni meðan týndi þjóðflokk- urinn lifir sæll í sinni einangrun. Börnin okkar verða að biðja um leyfi til að dýfa hendinni í kalt vatn meðan frumbyggjarnir vita ekki einu sinni hvernig vaskur lítur út. Börnin okkar eru bólusett fyrir nútímasjúkdómum meöan fjallabúarnir í Norður-Kína hafg ekki hugmynd um að nútíminn sé til. Til hvers höfum við þá lifað í þrjú hundruð og fimmtíu ár ef allt sem við höfum upp úr því felst í hollustuvernd gegn framförunum? Ekki bað ég um þessi örlög, ekki bað ég um að fá að forðast drullu- pollana og reykeitrunina. Það er lítið gaman aö því að ganga ger- ilsneyddur í gegnum lífið og fá ekki að skjóta rottur á öskuhaugum af ótta við að mengast í eigin and- rúmslofti. Þeir eru heppnir sem týndust og gleymdust í öll þessi þrjú hundruð og fimmtíu ár. Ellert B. Schram MerkOegasta frétt vikunnar var fundur áður óþekkts ættbálks í af- skekktum fjallahéruðum Kína. Enginn hefur haft hugmynd um tOvist þessa fólks í þrjú hundruð og fimmtíu ár. Og það hafði ekki haft hugmynd um okkur. Þessi þjóðflokkur veit ekki enn að Kól- umbus fann Ameríku, veit ekki um iðnbyltinguna, Napóleon, heims- styrjaldirnar og hann hafði ekki einu sinni minnstu vitneskju um Maó í sínu eigin landi. Tæknivæð- ingin hefur farið framhjá fólkinu, lýðræðið, velferðin og umhverfis- verndin. Samt hefur það lifað góðu lífi og ekki þurft á umhverfismála- ráðherrum að halda til að vernda sig fyrir umhverfinu eða umhverf- ið gegn því. Það hefur ekki þurft hollustuvernd til að vernda sig gegn þeim nútímalifnaðarháttum sem ógna mannanna börnum. Maður spyr auðvitað sjálfan sig hvort mannkynið hafi ekki ein- faldlega verið á vilhgötum í þessi þrjú hundruð og fimmtíu ár meðan týndi ættbálkurinn í Kína spjaraði sig og hélt að minnsta kosti lífi við þær frumstæðu aðstæður sem við höfum verið að fjarlægjast. Meðan frumbýlingarnir þekkja hvorki sal- erni né bólusetningar og meðan þeir éta það sem náttúran gefur ætlar hollustan og hreinlætið okk- ur lifandi að drepa. Við, sem vorum svo óheppin að týnast ekki fyrir þrjú hundruð og fimmtíu árum, höfum mestar áhyggjur af því að umhverfið sé aö mengast og náttúr- an að spillast og megum ekki ná- lægt neinum óhreinindum koma, öðruvísi en sýkjast og deyja. Eða svo segja sérfræðingarnir og allir þeir sem hafa atvinnu af því að forða okkur frá því böli að lifa eðli- legu lífi. Morandi rottugangur Þegar ég var strákur í vestur- bænum var ekki búið að finna upp mengunina. Varla að menn þekktu einu sinni þetta orð. Það var að vísu nóg af óhreinindum og óþrifn- aði allt um kring og þeir voru skít- sæhr sem óðu forina upp að ökkl- um eða gengu til dagsverka sinna á misjafnlega þrifalegum vinnu- stöðum. Annað var ekki hægt með- an malbikið var næsta óþekkt og lífinu var fleytt áfram með hand- afli og púlvinnu. Höfuðborgin leit út næstum því eins og hún kom af skepnunni og menn gerðu sér htla rellu út af sóöaskap í þá daga. Og hvað var líka sóðaskapur þegar óhreinindin stöfuðu af því að hafa ofan af fyrir sér í leik og starfi og þá aðallega starfi. Skítugur vinnu- gallinn var einkennisbúningur hinnar vinnandi stéttar, óreiðan á vinnustaðnum var merki athafna og atgervis. Sveitafólkið var alið upp við sam- spil íjóshaugsins og heimtraðar- innar og slorið í bátsvörinni var vísbending um að þar hefði verið dregin björg í bú. Þeir voru mestir, strákarnir úr smiðjunum, sem gengu heim til sín sótsvartir í fram- an og þeim féll ekki verk úr hendi, verkamönnunum sem hentu hveitipokunum upp úr lestunum í uppskipuninni. Þannig var vinnan og lífið og menn þekktu ekki annað. Það sama átti við um uppeldið og leikina hjá krökkunum. Strákarnir spiluðu fótbolta á milli drullupoll- anna á götunni og stelpurnar fóru í stikk og sto yfir trönurnar. Leik- svæðin voru húsgrunnar og órækt- aðir móarnir og svo má ekki gleyma öskuhaugunum á Eiöis- grandanum. Þangað var nú aldeilis fengur aö sækja. Ekki bara til að gramsa í sorpinu og næla sér í eigu- leg leikföng eða viða að sér efni í áramótabrennur. Á haugunum var iðandi mannlíf og morandi rottu- gangur og þeir sem kaldastir voru höföu það fyrir kvöldskemmtan aö fara á rottuskyttirí. Ekki með skot- vopnum á nútímavísu heldur með steinkasti og öflugum teygjubyss- um og svo var reistur bálköstur af dauðum rottum og stiginn stríðs- dans. Fjölskrúðugt mannlíf Ekki er að efa að gerlarnir og Laugardags- pistill Ellert B. Schram sýklarnir hafi grasserað á þessum slóðum alveg eins og þeir gera enn þann dag í dag. En ekki man ég eftir nokkrum manni sem varð meint af heimsóknum sínum á haugana né heldur var kvartað undan návist þessa sóðaskapar. Kannski skíturinn hafi bólusett mennina fyrir sýkingunni eða þá hitt að enginn mátti vera að því að veikjast. Hver má vera að því að leggjast í rúmið og hver hræðist mengun ef hann þekkir hana ekki? Nú skal það játað að þessar haugaferðir voru ekki vel séðar heima. Gott ef maður var ekki sett- ur í bað eða í það minnsta klæddur úr spjörunum bakdyramegin. En þá var ekki nema eitt ráð við því. Það var að segja bara alls ekki frá því hvað hafði á dagana drifið og láta því ósvarað hvert feröinni var heitið. Þaö sparaði manni þvottinn og þrefið um að þvo sér að óþörfu. Ég man eiginlega ekki eftir öðru hreinlæti en því að þurfa að fara úr skónum niðri í kjallara og þær voru margar hildirnar sem við mamma háðum út af drulluskítug- um gúmmískónum þegar undirrit- aður var mættur á þeim inni í for- stofu og jafnvel á leið inn í eldhús. Svona voru nú mengunarvarn- irnar í þá daga. Og þó var allt tand- urhreint í mínum foreldrahúsum og þar lagðist enginn maður á sótt- arsæng svo ég muni til. Stundum var farið niður í miðbæ. Miðbærinn var í órafjarlægð frá úthverfum borgarinnar og miklu fjarlægari heldur en hann er í dag. Það var nefnilega heilmikið ferða- lag að komast í bæinn þegar engir voru einkabílarnir fyrir ungling- ana. Einfaldasti ferðamátinn var á tveimur jafnfljótum og taldi það enginn eftir sér. Það var enginn maður með mönnum sem ekki mætti í miðbænum á rúntinn og ganga mátti út frá því sem vísu að þar væru samankomnar stelpurn- ar í bænum og strákarnir á sama stað. Þar var einhver hollusta í andrúmsloftinu án þess að ástæða væri til að kortleggja þá rómantík og svo voru þar búðirnar og kafii- húsin og dansiböllin og bæjarlífið í henni Reykjavík var fjölskrúðugt í Austurstrætinu, án þess að nokkrum manni dytti í hug að skipuleggja það. Að kafna í eigin skít En nú er öldin önnur. Nú getur enginn þverfótað lengur fyrir mengunarvömum og hollustueftir- liti og það þarf að skipuleggja líf í miðbænum. Matur er framreiddur í gerilsneyddum umbúðum, menn stunda mjaltir með gúmmíhönsk- um og það er varla þorandi lengur að sofa hjá öðruvísi en eiga eyðni- smitun á hættu. Gamli miðbærinn er líkastur grafreit og mannlífið er flúið inn í kringlu. Atvinnurekstur er hættulegur í nágrenni við íbúð- arhverfin og skógræktin þarf að gera átak í landgræðslu svo landið íjúki ekki á haf út einn góðan veð- úrdag. Það er búið að malbika yfir grasflatirnar og menn borga stöðu- mælasektir fyrir að fara fótgang- andi. Ég er til dæmis hættur að þora- aö koma niður í miðbæ Reykjavíkur af ótta við borðalagt fólk með kaskeiti sem eltir mann á röndum fyrir það ódæði að heim- sækja æskuslóðirnar. Svo er manni sagt að bráðum verði ólíft í borginni fyrir menguðu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.