Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1990, Blaðsíða 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt-
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðást 5.000
krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreiffing: Simi 27022
Frjálst,óháð dagblað
LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1990.
Hvar er
vorið?
Fólk er velflest orðið langþreytt á
.*< stöðugum éljagangi, slyddu og öðr-
um tegundum veðurs sem teljast til
vetrarveðra en ekki vorsins góða,
græna og hlýja. Almanakið segir svo
að ekki verður um villst að sumarið
sé komið en þegar litið er út um
gluggann víðast hvar á landinu er
ansi vetrarlegt um að litast. Hvað er
að gerast? Er þetta veðurlag eitthvert
einsdæmi eða nær minni fólks hvað
veður varðar ekki lengra en nokkra
mánúði aftur í tímann?
„Við búum á íslandi. Við erum
norður á hjara veraldar og verðum
bara að sætta okkur við veðrið. Þetta
veðurlag er ekkert einsdæmi en
minni fólks er heldur ekki gott þar
sem veður er annars vegar," sagði
„ . veðurfræðingur á Veðurstofu ís-
' lands í samtali við DV.
„Vorið (apríl og maí) var mjög kalt
framan af en í maí þótti tíðarfar
þokkalegt víðast hvar. Hiti var 1,5
gráður undir meðallagi,“ segir í
Veðráttunni 1988 sem er ársyfirlit
Veðurstofunnar.
Það rekur sjálfsagt marga minni til
að um miðjan maí 1988 skall á stutt
en mikil hitabylgja með mistri. Að
öðru leyti var vorið frekar svalt.
Á síðasta ári spáði DV svölu en
björtu vori í langtímaspá. Sú spá
gekk í meginatriðum eftir. Maí var
lengst af frekar svalur og þá daga
þegar páfinn var hér í heimsókn, í
byijun júní, var hrollkallt, enda láku
' sultardroparnir í stríðum straumum
úr nefjum kardínála og áheyrenda í
útimessuhansviðLandakot. -hlh
LOKI
Þetta hefur auðvitað verið
vorhátið hjá Bláfjalla-
mönnum!
Selfluttu um 70
úr Bláf jöllum
„Við sáum á eftir þeim þar sem
þeir héldu í bæinn til að halda árs-
hátíð,“ sagði Ragnar Vilhjálmsson,
skálavörður í skíðaskála Fram í Eld-
borgargili í Bláfjöllum, en starfs-
menn fólkvangsins skildu um 70
börn frá Holtaskóla í Keflavík eftir
uppi í Bláfjöllum í gær.
Að sögn Ragnars reyndu starfs-
menn fólkvangsins fyrst að ryðja
rútum leið að Framskálanum. Fljót-
lega kom í ljós að rúturnar voru van-
búnar. Þegar umsjónarmenn krakk-
anna í Framskálanum voru búnir að
útvega nýjar rútur voru starfsmenn
fólkvangsins hins vegar farnir úr
flöllunum. Eina svarið úr aðalskál-
anum í Bláfjöllum var úr símsvara.
Þrátt fyrir að snjóruðningstæki,
snjóblásarar og -troðarar séu uppi í
Bláijöllum þurfti að kalla út hjálpar-
sveit frá Slysavarnafélaginu í
Reykjavík. í gærkvöldi var enn ekki
orðið ljóst hvernig krökkunum yrði
komið niður til byggða en búist var
við að selflytja þyrfti þá með snjóbíl-
um að Sandskeiði þar sem rútur biðu
þeirra.
-gse
Handtekinn með hass
09 kókaín innvortis
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
handtók karlmann í fyrrakvöld með
120 grömm af hassi og tvö grömm af
kókaíni. Maðurinn var færður í rönt-
genskoðun og komu þá fíkriiefnin í
ljós. Hann hafði því gleypt efnið í
umbúðum.
Maðurinn, sem var handtekinn,
var að koma með flugvél frá Amst-
erdam. Hann hefur áður komið við
sögu fíkniefnamála. Að sögn Björns
Halldórssonar, yfirmanns fíknefna-
deildar, er málið að fullu upplýst.
-ÓTT
Veturinn er ekkert á því að kveðja okkur í bili, allavega ekki ibúa á norðan-
verðu Snætellsnesi. Börnin láta sér fátt um finnast og una sér vel við leik
í snjónum. DV var á ferð í Stykkishólmi í vikunni og þá var þessi skemmti-
lega mynd tekin. Hin nýja kirkja þeirra Hólmara, sem trónir yfir bænum,
er nánast fullbúin og verður vígð með viðhöfn um næstu helgi.
DV-mynd GVA
Kvótinn enn í nefnd
Ekki tókst að afgreiða kvótafrum-
varp sjávarútvegsráðherra úr nefnd
í gær eins og ætlunin var. Verður
frumvarpið ekki afgreitt úr nefnd-
inni fyrr en á mánudagsmorgun í
Veðrið á morgun
og mánudag:
Ekkert lát á
útsynningnum
Kuldaélin halda áfram að næða
um landið eins og enn sé hávet-
ur. Veðurstofan hefur ekkert að
bjóða sem getur létt skap landans
og spáir bara enn meiri vestan-
og suðvestanátt um allt land með
slydduéljum við vestur- og norð-
urströndina. íbúar hreppa á Suð-
Austurlandi mega hins vegar
búast við skúrum sem er þó
skárra. Hitinn verður á bilinu 2
til 6 stig.
V
fyrsta lagi. Er það orðið mál manna
að þinglok muni dragast á langinn
en ætlunin var að ljúka þingi 4. maí.
-SMJ
SKUniffiíUR
25050
SENDIBÍLASTÖÐIN Hf
opið um kvöld og helgar
BÍLALEIGA
v/Flugvaílarveg
91-61-44-00
■r. >
Rannsóknarlögreglan hefur sleppt Öllum grunuðum mönnum úr haldi:
Við leitum '
um ákveðnum manni“
„Viö leitum ekki að neinum
ákveðnum manni eða mönnum,“
sagöi Helgi Daníelsson, yfirlög-
regluþjónn hjá rannsóknarlögregl-
unni, þegar hann var spurður um
það hvort rannsókn ránsmorðsins
á bensínstöðinni við Stóragerði
beíndist að einhveijum ákveðnum
aðila.
Eftir að rannsóknarlögreglan
sleppti grunuðum manni úr haldi
í gær viröist rannsóknin vera án
teljandi vísbendinga. Helgi sagði
að ekki væri hægt að gefa upp að
hverju rannsókn málsins beindist
nú en þegar hefúr flöldi manns
verið yfirheyrður.
Enn á eftir að kanna fíölda aðila
sem hugsanlega gætu verið við-
riðnir morðið. Hins vegar sagði
Helgi að það sem leiddi til yíir-
heyrslu yfir fímm mönnum í gær
og í fyrradag hefðu meðal annars
verið vísbendingar sem bárust
embættinu eftir aö auglýst var eftir
slíku í fíölmiðlum. Aðspurður um
hvort RLR gæti gefið upp lýsingu
sjónarvotta á grunuðum mönnum
sagði hann að slíkt væri ekki hægt
- að minnsta kosti ekki að sinni.
Rannsóknarlögreglan hefur ekki
fengist til að gefa upp hvort morð-
vopn var skilið eftir á bensínstöð-
inni á miðvikudagsmorgun né
heldur hvort fingraför hafi fundist.
Miklir áverkar voru á fómar-
lambinu og voru greinileg merki
eftir harðvitug átök. Mál margra,
sem til þekkja, er að fleiri en einn
aðili hafi framið ódæðisverkið við
Stóragerði. RLR óskar eftir að fólk
hafi samband við embættið ef ein-
hverjir telja sig geta gefið upplýs-
ingar um málið - alveg sama hve
litlar þær eru.
- En ert þú bjartsýnn á að málið
leysist?
„Ég veit það ekki. Auðvitaö hljót-
um við alltaf að vera bjartsýnir.
Maður verður alltaf að trúa á það
sem maður er að gera,“ sagði Helgi
Damelsson yfirlögregluþjónn.
-SMJ/ÓTT