Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. 3 dv Fréttir Skemmdarverk á veghefli Lögreglan á Eskifiröi vinnur að rannsókn vegna skemmdarverka sem voru unnin á veghefli. Hefillinn stóð bilaður í Eyrarbót sem er við sunnanverðan Reyðarfjörð. Allar rúður voru brotnar og einnig speglar. Ekki er búið að finna þann sem vann skemmdarverkin. Tabð er að þau hafi verið unnin aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan á Eskifirði vinnur einnig að rannsókn vegna fleiri skemmdar- verka sem hafa verið framin að und- anfomu. -sme Stakk af eftir aftanákeyrslu Lögreglan í Reykjavík óskar eftir vitnum vegna aftanákeyrslu sem átti sér stað við gatnamót hjá Suður- hólum á móts við Arahóla klukkan 7.50 síðasthðinn fostudag. Ekið var aftan á Fiat Uno og skemmdist bif- reiðin töluvert mikið. Kvenmaður, sem ók Fiatbíinum, fékk snert af taugaáfalli við áreksturinn. Henni tókst því ekki að gera sér grein fyrir hver ók aftan á bíl hennar. Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru beðnir um að hafa sambandi við slysarann- sóknadeildlögreglunnar. -ÓTT Blaðaprent: Oddi kaupir vélar og tæki Prentsmiðjan Oddi hefur keypt aU- ar vélar og tæki Blaðaprents hf. Oddi kaupir ekki húsnæði Blaðaprents og yfirtekur engar skuldir. Jafnframt hefur verið gerður verksamningm- á miili fyrirtækjanna um að Oddi prenti Alþýðublaðið, Þjóðviljann, Tímann og Pressuna næstu fimm árin. Langur aðdragandi er búinn að vera að þessum kaupum. -JGH Nýr listi í Nes- hreppi utan Ennis Stefin Þór Sigurðsson, DV, Hellissandi: Fram er kominn annar hsti til sveitarstjómarkosninganna í Nes- hreppi utan Ennis á Snæfellsnesi. Það er hsti sem nefnist Framboð fyr- ir betri byggð. Listann skipa: 1. Kristinn Jón Friðþjófsson, 2. Þor- geir Ámason, 3. Drífa Skúladóttir, 4. Anna Þóra Böðvarsdóttir, 5. Hall- grímur Guðmundsson, 6. Sigurlaug G. Guðmundsdóttir, 7. Margrét Ragnarsdóttir, 8. Guðbjörg Jónsdótt- ir, 9. Hjörtur Ársælsson og 10. Ester Friðþjófsdóttir. Barnalán í Bolungarvík Hlynur Þór Magnússon, DV, Vestfjörðum: Leikfélag Bolungarvíkur fmm- sýndi á laugardag Blessað bamalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikendur em Þóra Hahsdóttir, Jarþrúður Ól- afsdóttir, Helga Jónsdóttir, Elsa Jó- hannesdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Bjarki Guðbjartsson, Gunnar Sigurðsson, María Ólafs- dóttir, Örnólfur Guðmundsson, Þor- björg Magrtúsdóttir, Gunnar Halls- son, Óðinn Bigisson og Dohý frá Minnihlíð (varphæna). Leikstjóri er Sigurgeir Scheving. Blönduvirkjun: Ellefu tilboð Ehefu tilboð frá átta fyrirtækjum bárust í starfsmannahús Blöndu- virkjunar. Verkið felur í sér bygg- ingu húss sem er alls 2.180 fermetrar að grunnfleti. Einnig er í verkinu frá- gangur lóðar og vegar. SH-verktakar áttu þrjú dlboð í verkið og þar á með- aí éru tvii'lægstú tillxrðin. -sme LAUNAGREIÐENDUR GÍRÓ - NÝLEIÐ VIÐ SKIL Á STAÐGREIÐSLUFÉ eWó-se^ ÍÍBÓ-SEÐILL S2 "gSsmí™® Kennitaia fnimit' ttm]* —■*- 9920490 0a9se'n'n0 ....^ 'w"* _—-—■ tu< 3ÖtU 900 £yv §S \ 09109“'“• z4. . I l!Ír'-“”Is5 GU0LAUG55ON l||\ 5KÚLAGÖTU 100 II! \ 105 RLVKJAVIK llll __________________ 51 Staðgrelðsla með gíróseðli Um mánaðamótin apríl/ maí 1990 var tekin í notkun sérstök gíróþjónusta fyrir skil á staðgreiðslufé. Þetta nýja fyrirkomulag er til hagsbóta fyrir launagreiðendur þar sem greiðslustöðum fjölgar til muna. Tvœr tegundir gíróseðla Um tvenns konargíróseðla er að ræða vegna skila á stað- greiðslufé: • Gíróseðill S1: „Skila- grein vegna launa- greiðslna.“ Þennan gíró- seðil nota launagreiðendur þegar skilað er- stað- greiðslufé sem haldið hefur verið eftir af launagreiðsl- um til starfsmanna. • Gíróseðill S2: „Skila- grein vegna reiknaðs endurgjalds.“ Þessi gíró- seðill er eingöngu notaður þegar skilað er stað- greiðslufé vegna reiknaðra launa launagreiðandans sjálfs. Fyrirfram árltaðir gíróseðlar Launagreiðendum berast fyrirfram áritaðir gíróseðlar með upplýsingum um greið- anda og greiðslutímabil. Ef áritaðir gíróseðlar berast ekki má nálgast skilagreinar hjá innheimtumönnum stað- greiðslu og greiða þar. Hvar má greiða? Með gírókerfi staðgreiðslu er launagreiðendum gert kleift að standa skil á greiðslu í öll- um bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Þessar greiðslu- stofnanir taka þó aðeins við gíróseðlum sem eru fyrirfram áritaðir af skattyfirvöldum en að öðrum kosti verður að inna greiðslu af hendi hjá inn- heimtumönnum staðgreiðslu. Gírókerfi staðgreiðslu nýtist ekki þegar misræmi er á milli greiðslu og þeirrar upphæðar sem tilgreind er á gíróseðlinum og það sama gildir ef gera þarf upp eldri skuld. í slíkum tilvik- um ber að snúa sér til inn- heimtumanna staðgreiðslu. Skilá sundurliðunum Auk innheimtumanna stað- greiðslu taka bankar, spari- sjóðir og pósthús á móti fylgi- gögnum með gíróskilagrein- um, þ.e. sundurliðun á stað- greiðslu launamanna. Launa- greiðendur eru jafnframt hvattir til að kynna sér kosti þess að skila þiessum upplýs- ingum í tölvulæsu formi, þ.e. á gagnamiðli. Gjalddagi - elndagi Gjalddagi staðgreiðslufjár er 1. hvers mánaðar og ein- dagi 15. hvers mánaðar. Munlð að gera skil tímanlega! RSK . RÍKISSKATTSTJÓRI i it|»!j1ifilH1I SJ.fi ItSC Líl HVÍTA HÚSIÐ / SÍÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.