Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 1990. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninga 1990 flyst í Ármúlaskóla laugardaginn 5. maí nk. og verður opið þann dag frá kl. 14-18. Síðan verður opið alla virka daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22, en sunnudaga og helgidaga verður opið kl. 14-18. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Konuri Reykjaneskjördæmi Félagsfundur í Hamraborg 20 A, Kópa- vogi, fimmtudaginn 3. maí kl. 20.30. Kosningaskrifstofa Kvennalistans í Kópa- vogi, Hamraborg 20 A, er opin frá kl. 15-19 virka daga, laugardaga kl. 11-14. Sími 42943 og 42944. Allir velkomnir Utlönd OB9Q NTBXAICNAL CCPTHGHT BY CAHTOOMEWS K1 NY.C. USA ''MiWlii Þrátefli í ísrael Teikning Lurie Shamir reynir stjómarmyndun í ísrael: OPIÐ HÚS verður í félagsheimili SVFR föstudaginn 4. maí. Hús- ið opnað kl. 20.30. Dagskrá: • Sérstakur gestur kvöldsins, Jim Hardy, tekur til máls, og sýnt verður mynd- bandið „The art of rod and reel manufac- turer". • Guðni Guðbergsson á Veiðimálastofnun spáir í laxveiðina sumarið 1990. • Píanóvígsla: Jón Stefánsson organisti vígir píanó félagsheimilis SVFR. • „Footloose" verðlaunaafhending. • Jón Stefánsson stjórnar fjöldasöng. • Stórglæsilegt happdrætti. Fræðslu- og skemmtinefnd SVFR ÚTSALA Ödýr gróðurhús Europa 86, stærð 2,58x1,96, verð 34.268 2 stk. Universal 88, stærð 2,60x2,57, verð 42.351 2 stk. Magnum 108, stærð 3,22x2,57, verð 52.964 1 stk. Surprime 66, stærð 1,95x1,93, verð 31.800 1 stk. Vermireitir, stærð 1,29x63, h.38, verð 4800. Gróðurhús við vegg, verð 13.224 4 stk. Öll húsin eru með gleri ATHUGIÐ, AÐEINS NOKKUR HÚS Páll Emil Beck, Kársnesbraut 112, sími 641644 Snurða hlaup- in á þráðinn Snurða hefur hlaupið á þráðinn í stjórnarmyndunartilraunum Sham- irs, forsætisráðherra bráðabirgða- stjómarinnar í ísrael. Fram- kvæmdanefnd eins smærri ílokk- anna á ísraelska þinginu hefur hvatt til að mynduð verði samsteypustjórn með aöild beggja stóm flokkanna, Likud-flokks Shamirs og Verka- mannaflokksins, í stað þess að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við stjórnarmyndun undir forsæti Shamirs án aðildar Verkamanna- flokksins. En flokkurinn, Þjóðarlegi trúarflokkurinn, hefur þó sett á lagg- irnar nefnd sem skal ræða við full- trúa Likud um hugsanlegt stjórnar- samstarf. Nokkrir félagar í Trúar- flokknum vildu hefja samstarf við Shamir án nokkurra skilyrða en það hefði tryggt Likud meirihluta stuðn- ing á hinu 120 sæta þingi. Það eru nokkrir smáir flokkar á ísraelska þinginu sem hafa úrslita- vald varðandi stjórnarmyndun í landinu. Þeir ráða alls yfir átján sæt- um á þingi en hvor stærri flokkanna fyrir sig hefur tryggt sér stuðning sextíu þingmanna. Bráðabirgðastjóm hefur verið við völd í ísrael síðan slitnaði upp úr samstarfi Likud og Verkamanna- flokksins vegna ágreinings um frið- arviðræður við Palestínumenn fyrir nokkmm vikum. Verkamanna- flokknum mistókst stjórnarmyndun og fyrir viku var Shamir veitt stjóm- armyndunarumboð. Reuter Baiidaríkin: Nýjar afvopnunartillögur? Bandaríkin hyggjast fækka kjarnorkuvopnum sínum í Evrópu innan skamms og vilja að sovésk stjómvöld samþykki að eyða öllum kjarnorkuvopnum sem staösett eru á landi á meginlandi álfunnar. Þetta kom fram í frétt bandaríska dagblaðsins Washington Post í morgun. Blaðið skýrði frá því að Banda- ríkjaforseti hafl tekið þessa ákvörðun á fundum með háttsett- um ráðgjöfum sínum nýlega. í frétt blaðsins var haft eftir háttsettum embættismanni að utanríkisráð- herra Bandaríkjanna myndi leggja fram þessar tillögur á fundi utan- ríkisráðherra aðildarríkja Nato, Atlantshafsbandalagsins, í Brussel í dag. Ekki höíðu fengist viðbrögð á þessari frétt hjá embættismönn- um bandaríska forsetaembættisins í morgun en blaðiö hafði það eftir ónefndum embættismönnum að forsetinn kynni að skýra frá þess- um tillögum á fundi með blaða- mönnum síðar í dag. Reuter Sveitarstjómarkosningar í Bretlandi í dag: Búist við tapi íhaldsins Milljónir manna ganga aö kjör- borðinu í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum í Bretlandi, Wales og Skotlandi í dag. Þá mun fyrst reyna fyrir alvöru á stöðu og vinsældir íhaldsflokksins, eða stjórnarflokks- ins, meðal almennings. Aldrei fyrr hefur flokkurinn og leiðtogi hans, Margaret Thatcher forsætisráð- herra, verið eins óvinsæl og einmitt nú, ef marka má niðurstöður skoð- anakannanna. Samkvæmt nýjum könnunum hefur Verkamannaflokk- urinn allt að 23 prósenta forskot á íhaldsflokkinn. Slíkar kannanir benda og til að íhaldið muni horfast í augu við mikinn ósigur í kosning- unum í dag en þá verða fimm þúsund fulltrúar í bæjar- og sveitarstjórnir kosnir. íhaldsmenn telja aö þeir kunni að missa allt að þrjú hundruð sæti í kosningunum í dag. Tapi þeir fleiri sætum munu íhaldsmenn líta það alvarlegum augum að sögn heimild- armanna. Fréttaskýrendur segja þessar kosningar fyrsta raunveru- lega prófsteininn á vinsældir íhalds- flokksins síðan árið 1987 þegar al- mennar þingkosningar fóru fram. Þetta er einnig fyrsta tækifærið sem kjósendur fá til að láta í ljósi álit sitt á stjórn Thatchers frá því að nef- skatturinn óvinsæli kom til fram- kvæmda, þann 1. apríl. Margir íhaldsmenn óttast að óvin- sældir nefskattsins kunni að kosta flokkinn sigur í næstu almennu þing- kosningum sem boða verður til eigi síðar en um mitt ár 1992. í skoðana- könnunum kemur fram að allt að 75 prósent aðspurðra eru andvíg skatt- inum. Reuter Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands og leiðtogi íhalds- flokksins. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.