Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1990, Page 15
FIMMTUDAGUR 3. MAI 1990. 15 Heimsborgarar Vopnalaus, einangruð smáþjóð á meira undir alþjóðamálum komið en aðrar þjóðir. Svo ekki sé talað um það þegar nær helmingur þjóð- artekna hennar er bundinn utan- ríkisviðskiptum. Heimsmálin skipta okkur því máh þótt allur yfirdrepsskapur að þessu leyti sé ekki til fagnaðar. Stundum freist- ast þjóðarleiötogar, sem ekki þola að horfa í augun á vandanum heima fyrir, til að vafstra með al- þjóðamál. Þá er skammast út í út- lendinga til þess að fá þjóðina til þess að gleyma getuleysi eigin vald- hafa. Stundum er þetta kallað út- flutningur á vandamálum - að ílytja út vandann. Þá eru líka til þeir menn sem meta ekki alþjóða- mál meira en svo að þeir taka að ræða heimsmálin ef þeir gleyma ræðunni sinni heima. Slíkir menn eru auðvitað bara að bjarga sjálfum sér ekki að finna lausn alþjóðlegra vandamála. Alþjóðahyggja - ógeðs- yfirklór Stefán G. skáld segir að titillinn heimsborgari sé ógeðsyfirklór, al- þjóðahyggja sé hverjum manni of stór. Skáldið varar þarna við að ekki sé nóg bara að berja sér á brjóst og slá um sig. Eða mætti kannski orða þáð þannig að þeir sem fjalla um alþjóðamál verða að gera það af jafnmiklum alvöru- þunga og umræöan er um aflatölur og fallþunga dilka. Þessi mál á ís- landi verða nefnilega látin beint í askana auk þess sem þau varða líf og hamingju þjóðarinnar, ná- kvæmlega eins og annarra þjóða. Um þessar mundir eru miklar sviptingar í alþjóðamálum. Friðar- samningar eftir seinni heimsstyij- öldina eru ekki ennþá frágengnir við Þýskaland og hefði þetta sjálf- sagt getað dankað eitthvað áfram ef ekki hefði komiö til efnahagslegs KjaHarinn Guölaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur hruns kommúnistaríkjanna í Aust- ur-Evrópu. Skyndilega standa heilu heimsveldin frammi fyrir því að ráðstöfun nær þriðjungs efna- hagsgetu þeirra til hermála, er nokkuð, sem þau einfaldlega fá ekki risið undir. Sumum fmnst sjálfsagt líka að hæg sé leið til hel- vítis þegar hallar undan fæti. Þetta þarf þó ekki að verða svo. Auövitað sakna stjómaraðilar í Kreml þeirra ítaka sem þeir höfðu í Austur- Evrópu en ennþá sem komið er þakkar þó veröldin núverandi valdhöfum þá þíðu sem gerði slök- un ástandsins austan músins mögulega. Fórnarkostnaöurinn Ein af grundvallarkenningum hagfræðinnar - og veldur reyndar því að sumum finnst þeirri eðlu fræðigrein bera bjartsýnisverð- laun fyrir, er sú, að hvað sem gert er kosti það alltaf eitthvaö annað sem sleppt er að gera. Þetta þýðir á hinn bóginn að hversu sárt sem það er að hætta að gera eitthvað þá er einmitt hægt að hefast handa við að gera það, sem sleppt var vegna hins fyrra, og það getur svo verið hreint ágætt þegar af stað er farið. Eftir heimsstyrjöldina síðari hafa Kremlverjar verið uppteknir við rakettur, spúttnikka og vopna- framleiðslu. A meðan hafa þeir reyndar gleymt fólkinu eða ekki geta sinnt því. Útvegun nauðþurfta fyrir það var nánast tæki til þess aö geta haldið vopnaframleiðslunni gangandi. En þegar ófriðurinn er ekki lengur fyrir hendi eru líka vopinin einskis virði og reyndar best kvödd með virktum. Þá blasir við hitt verkefnið, sem reyndar hafði alltaf gleymst, en er í raun sveipað ævintýrabjarma og mest spennandi þegar betur er skoðað. Það er að allir fái nægan og góðan mat, húsaskjól og fót, ásamt því félagslega öryggi og að- stöðu til menntunar, persónu- þroska og hamingjuleitar sem öll- um er áskapað. Hvað sem sagt er einmitt þessa stundina um Gor- batsjov forseta finnst mörgum að einmitt fyrir þetta síðara verkefni muni mannkynssagan minnast hans seinna. Gorbatsov virðist nefnilega hafa tekist að opna svo augun að hann sá fórnarkostnað- inn við vígvæðingarkapphlaupið og vildi ekki neita sér um þá ánægju að horfast í augu við allt annað og í rauniunni skemmtilegra verkefni, að koma efnahagsmálum Ráðstjórnarríkjanna í lag. En eins og allir upplifa, sem hafa stuðst við einhverja hækju og kasta henni frá sér, missa þeir tímabundið stuðn- ing. Ótti efnahagshvati Ótti vígvæðingarinnar getur nefnilega verið efnahagslegur hvati. Um Ieiö og hann er í burtu og ekkert annað er komið í staðinn dinglar allt í lausu lofti. Arðsemis- sjónarmiðið, sem hvati í sovésku efnahagslífi, er ekki ennþá til stað- ar. Þess vegna er efnahagur Ráð- stjórnarríkjanna í rúst og hin kvalafulla leið að losa um óttabönd síðasta heimsveldisins svo erfið fyrir Kremlverja sem raun ber vitni. Auðvitað er það ógeðsyfirklór að halda að íslendingar verði nokk- urntíma kallaðir til bjargar bjarn- arhramminum í austri. En gleym- um ekki fórnarkostnaðinum við aðgerðarleysi. Enginn einn maður hefur jafnmikil áhrif á þróunina í Mið-Evrópu eins og Gorbatsjov for- seti. í rauninni hefur hann gert sameiningu Þýskalands að veru- leika þótt það sé sprottið af þeim hvötum að íbúar Sovétríkjanna hafi í sig og á. Reyndar er hann einnig svo trúr einokun kommún- istaflokksins, að hann hefur ekki einu sinni þurft að horfast í augu við prófkjör hvað þá kosningar. Sameinaö sterkt Þýskaland mun aftur á móti verða okkur fiski- mönnum norðursins mikill bú- hnykkur. Aldahefö er fyrir kaup- um Þjóðverja á afurðum íslenskra fiskimanna og séu þeir sterkir inn- an Evrópubandalagsins munu þeir standa við yfirlýsingar sínar um að veita okkur fríverslun með fisk innan bandalagsins, án annarra þeirra kvaða, sem sjálfsagt gæða- mat er. íslendingar heiðraðir í Briissel Meðferö utanríkisráðherra okk- ar Jóns Baldvins Hannibalssonar á samningum EFTA við Evrópu- bandalagið hefur víða vakið að- dáun, jafnvel svo að forráðmenn Evrópubandalagsins glotta í einka- viðræðum að þeim möguleika að vor stóri bróðir, Svíar, kunni að klúðra þessum málum sem íslend- ingar héldu svo vel á. Með beinum viöræðum íslenskra ráðamanna núna við nánast allt „Evrópuhír- arkíiö", frá Delors til kommisara og varðhunda úthafsveiða þeirra, eru íslendingar ekkert að fá minna en tíu i heimsmálunum. Brussel ber sem sagt fyllsta traust til fiski- mannanna í norðri. Þess vegna myndi enginn að fyrra bragði loka eyrunum fyrir þv, ef íslendingar bentu á þörfina fyrir sameiginlegt átak OECD ríkjanna, Evrópubandalagsins, Alþjóöa- bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins til þess að koma sovéskum efnahag það á koppinn að kerfið byrji að verka á ný. Finni Kreml- verjar að þeir ráði við ástandið mun losna auðveldar um óttabönd síðasta heimsveldisins, Miö-Evr- ópa verður sterk og auðug og við losnum við allan okkar góða fisk á hæsta verði, tollfrjálst. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Ótti vígvæðingarinnar getur nefnilega verið efnahagslegur hvati. Um leið og hann er 1 burtu og ekkert annað er komið í staðinn dinglar allt í lausu lofti.“ Af nátttrollum í viðtali í Pressunni 5. apríl sl. segir Magnús Oddsson, nýráðinn markaðsstjóri Ferðamálaráðs ís- lands, aö markaðsstjórastarfið „miði að því fyrst og fremst að vinna að landkynningu, innan- lands og utan". Þessi setning og þrjár næstu setningarnar í viðtal- inu staöfestu þann grun minn að Magnús hefði ekki þá undirstöðu- þekkingu í markaðsfræðum sem gera verður kröfu um að markaðs- stjóri Ferðamálaráðs íslands hafi. Engar kröfur um menntun Þegar samgönguráðuneytið aug- lýsti stöðu markaðsstjóra Ferða- málaráös lausa til umsóknar í febr- úar sl. var auglýsingin orðuð þann- ig að augljóst mátti vera að fyrir- fram væri búið að ráða í stöðuna. Þetta sást best á því að engar kröf- ur voru gerðar um menntun um- sækjenda. Það kom líka á daginn að í starfiö valdist maður sem ekki hefur neina menntun á sviði versl- unar og viðskipta, hvað þá mark- aðsmála! Enn eitt hneykslið í stöðuveitingum hjá því opinbera leit dagsins ljós! Stjórn Ferðamálaráðs mælti ein- dregiö með ráðningu Magnúsar í stöðuna (ef marka má viðtalið í Pressunni) og ber því fulla ábyrgð á stöðuveitingunni. Á þeim bæ hef- ur nú lítið farið fyrir þekkingu á markaðsmálum hingað til og væri synd að segja að hún færi vaxandi! Það getur á hinn bóginn verið gaman að fylgjast með því sem sumir þeirra sem sitja eða hafa setið í Ferðamálaráði hafa að segja um menntamál. Karl Sigurhjartar- son, formaður Félags íslenskra ferðaskrifstofa, er einn þeirra sem KjaUaiinn Friðrik Eysteinsson rekstrarhagfræðingur sæti eiga í ráðinu. Hann var í Pressuviðtali sama dag og Magnús og tjáði sig þar um ferðamálaskóla sem reknir eru af einkaaðilum. Hann segir m.a.: „Það vantar ein- hverja staðla. Það þarf að gefa nám- skeiðum stimpil sem tryggir inni- hald þeirra. Slíkur stimpill fyrir- finnst ekki í dag.“ Síðan segir hann: „Ég treysti mér ekki til þess að dæma um innihald náms í þessum skólum og námskeiðum sem eru í gangi, hvorki til þess að fordæma það né leggja blessun mína yfir það.“ En hver hefur beðið um blessun Karls? Enginn mér vitan- lega nema ef vera skyldi Pressan. Og er það kannski ekki þarna sem hnífurinn stendur í kúnni? Menn, sem ekki hafa vit á hlutunum, vilja taka ákvarðanir um það hvernig þeir eiga að vera! Að spenna vagninn ffyrir hestinn Það er líka athyghsvert hvað Kjartan Lárusson, forstjóri Ferða- skrifstofu íslands og fyrrverandi formaður Ferðamálaráðs, hefur að segja um ferðamálaskóla sem rekn- ir eru af einkaaðilum. Kjartan seg- ir í Pressunni 5. apríl sl. aö „til þess að skólar í ferðamálum eigi að hafa einhverja raunhæfa þýð- ingu þurfi atvinnurekendur að vera með í myndinni frá upphafi og taka þátt í að ákvarða námsefn- ið sem boðið er upp á. Að öðrum kosti er byrjaö á öfugum enda“. Þetta er nú eins og að segja að glæpamenn þurfi að hafa hönd í bagga með ákvörðun refsinga! Þessi speki hefur að öllum líkind- um orðið til hjá Ferðamálaráði en þar hafa menn mikla reynslu af því að byrja á öfugum enda! Á þeim bæ spenna menn vagninn fyrir hestinn og „vinna að landkynningu innanlands og utan“ áður en þeir hafa markað raunhæfa stefnu í ferðamálum, lagt út í viðeigandi markaðsrannsóknir eða gert raun- hæfar markaðsáætlanir! Menn ættu að líta sér nær. Það er merkilegt hvaö margir hafa horn í síöu menntunar á ís- landi og þó kannski ekki svo skrít- ið ef tillit er tekið til þess hvað margir hafa hana ekki! Og það er líka stórfurðulegt að þessir sömu aðilar telja sig yfirleitt geta sagt til um það hvaða menntunar sé þörf fyrir atvinnulífið. Það er þó kannski skrítnast við þetta allt saman að Ijölmiðlar skuli yfirleitt leita til þessara aðila þegar starfs- menntun í atvinnulíflnu er annars vegar! Þessi náttröll á þó eftir að daga uppi fyrr en síðar. Friðrik Eysteinsson „Það er merkilegt hvað margir hafa horn í síðu menntunar á íslandi og þó kannski ekki svo skrítið ef tillit er tek- ið til þess hvað margir hafa hana ekki!“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.