Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Page 7
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990.
7
Fréttir
Landsframleiðsla miðað við vinnuframlag og verðlag:
Lífskjör á Islandi eru þau
f immtu verstu á Vesturlöndum
- aðeins Portúgal, írland, Grikkland og Tyrkland fyrir neðan okkur
íslendingarerunúbyrjaðiraöfalla frá Efnahags- og framfarastofnun-
niður listann yflr ríkustu þjóðir inni í París (OECD) var landsfram-
heims. Miðað við nýjar upplýsingar leiðsla á mann á Islandi sú sjötta
Höfum við það svo gott?
Landsframleiðsla OECD-landanna að teknu tilliti
til vinnuframlags og verðlags*
1. Bandaríkin
2. Ástralía
3. Kanada
4. Lúxemborg
5. Noregur
6. Sviss
7. Ítalía
8. Holland
9. V-Þýskal.
10. Svíþjóð
11. Bretland
12. Frakkland
13. Spánn
14. Belgía
15. Finnland
16. Nýja-Sjál.
17. Austurríki
18. Danmörk
19. Japan
20. fsland
21. Portúgal
22. írland
23. Grikkland
24. Tyrkland
0 400 800 1.200 1.600
* / þúsundum króna á mann
Saumastofan sýnd á M-
hátíð í Stykkishólmi
Valdimar Hreiðaisson, DV, Stykkiahólmi:
M-hátíð á Vesturlandi var nýlega
haldin í Stykkishólmi Mikil hátíð-
ardagskrá var haldin í félagsheim-
ilinu. Lúðrasveitin lék í upphafl en
síðan fluttu Sturla Böðvarsson
bæjarstjóri og Svavar Gestsson
menntamálaráðherra ræður.
Ronald W. Turner söng nokkur
lög við undirleik Erlends Jónsson-
ar og einnig söng barnakór grunn-
skólans. Ásgeir Ásgeirsson sagn-
fræðingur, sem nú vinnur að ritun
sögu Stykkishólms, flutti erindi
sem hann kallaði Saga bæjarins.
Nemendur í 8. og 9. bekk grunn-
skólans fluttu leiklestur undir
stjórn Guðjóns Inga Sigurðssonar
leikstjóra og dagskránni í félags-
heimilinu lauk með því að kór
Stykkishólmskirkju söng undir
stjórn Ronalds W. Turner.
Síðar um daginn opnaði Ellert
Kristinsson, forseti bæjarstjórnar,
sýningu í grunnskólanum, sem
unnin var af nemendum skólans
undir handleiðslu Gunnars Gunn-
arssonar og nefndist Friður á jörð.
Lionessur úr Hörpu aðstoðuöu.
Menningardeginum lauk með
frumsýningu leikfélagsins Grímnir
í Stykkishólmi á Saumastofu Kjart-
ans Ragnarssonar undir stjórn
Guðjóns Inga Sigurðssonar. Góður
rómur var gerður að frammistöðu
leikara, leikstjóra og annarra sem
að sýningunni stóðu.
Egilsstaöir:
Félagsaðstaða fyrir aldraða
Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstöðum:
Sumardaginn fyrsta var tekin í notk-
un ný félagsaðstaða aldraðra á Egils-
stöðum að viðstöddum um 90 gestum.
Hún er í kjallara íbúðablokkar eldri
borgara sem byggð var á sl. ári. Hér
er um að ræða rúml. 100 m2, sem
skiptist í tvo sah, auk eldhúss og
snyrtiaðstöðu.
í þessari fallegu íbúðablokk eru 18
íbúðir frá 50 til 60 ferm að stærð. Hún
er í daglegu tali kölluð Jónshús eftir
Jóni Sigurðssyni, fyrrum bónda í
Kirkjubæ í Hróarstungu og þar áður
leigubílastjóra í Reykjavík, en hann
var einn af helsti hvatamönnum að
byggingu hennar.
mesta í heimi. Þau lönd sem voru
fyrir ofan ísland voru Sviss, Finn-
land, Japan, Svíþjóð og Noregur.
í upphafi níunda áratugarins voru
íslendingar hins vegar í þriðja sæti.
Finnland, Japan og Noregur hafa nú
skotist upp fyrir okkur.
Miðað við spá um hagvöxt á næstu
árum má búast við að íslendingar
falli enn niður þennan lista, eins og
komið hefur fram í DV.
Lækkum á listanum
vegna verðlagsins
Þó þessum samanburði hafi mikið
verið hampað af ráðmönnum á ís-
landi og látið í það skína að hann
gæfi hugmynd um lífskjör hér á landi
þá er það ekki svo. Til þess að fá slík-
an samanburð hafa hagfræðingar
borið saman landsframleiðslu hvers
lands að teknu tilliti til verðlags.
Framleiðsla lands þar sem verðlag
er hátt (til dæmis Japan og Norður-
löndin) lækkar þá þar sem almenn-
ingur fær ekki jafnmikið af vörum
fyrir peninga eins og í löndum þar
sem vérðlag er lágt (til dæmis Banda-
ríkin og Miðjarðarhafslöndin). Flest-
ar þjóðir heims reikna landsfram-
leiðslu sína á þessum grunni. Það
hefur hins vegar ekki verið gert hér-
lendis en sérfræðingar OECD hafa
. áætlað hver landsframleiðsla íslend-
inga er að teknu tilliti til þessa.
Islands lendir ekki í sjötta sæti á
þessum lista heldur í þvi ellefta. Lönd
sem skjótast upp fyrir okkur eru
Kanada, Bandaríkin, Ástralía, Lux-
emborg og Bretland.
Þessi niðurstaða, að íslendingar
séu í ellefta sæti, kemur sjálfsagt
betur heim og saman við tilfinningu
íslendinga sem hafa ferðast erlendis
og kynnst lífskjörum annarra þjóða.
Vinnum okkur upp
um ellefu sæti
Annað sem gerir samanburð á
landsframleiðslu á mann á milli
landa varsaman er mismunandi at-
vinnuþáttaka. Eins og kunnugt er er
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
atvinnuþátttaka á íslandi með því
hæsta sem gerist og hvergi er unninn
lengri vinnutími en hér.
Ef landsframleiðsla allra OECD-
landanna er hækkuð til samræmis
við vinnuframlag íslendinga föllum
við úr sjötta sætinu á listanum yfir
landsframleiðslu á mann í það sautj-
ánda á lista yfir landsframleiðslu á
hverja vinnustund. íslendingar
vinna sig með öðrum orðum úr sautj-
ánda sæti í það sjötta.
Þau lönd sem skiótast udd fvrir
okkur eru Þýskaland, Bandaríkin,
Danmörk, Lúxemborg, Holland,
Ástralía, Kanada, Frakkland, Aust-
urríki, Ítalía og Belgía.
Framleiðni vinnuafls á íslandi er
því aðeins skárri en í Bretlandi, Nýja
Sjálandi, Spáni, írlandi, Grikklandi,
Portúgal og Tyrklandi.
Aðeins líttþróuð lönd
fyrir neðan okkur
Þegar þessu tvennu er blandað
saman, það er vinnuframlagi og lífs-
kjörum, fer hlutur íslands að verða
æði svartur. Ef landsframleiðsla
OECD-landanna er leiðrétt miðað við
verðlag þannig að raunhæfur sam-
anburður á lífskjörum fæst og henni
deilt niður á vinnuframlag þjóðanna
lenda íslendingar í tuttugasta sæti.
Aðeins Portúgal, írland, Grikkland
og Tyrkland fá verri útkomu. Lífs-
kjör Bandaríkjamanna miðað við
hverja vinnustund eru næstum tvis-
var sinnum betri en íslendinga.
Þessi samanburður er mun raun-
hæfari en sá sem ráðmenn þjóðar-
innar hafa viljað halda fram. Hann
sýnir hvað íslendingar geta keypt
hér innanlands og hvað þeir þurfa
að hafa fyrir því. Sjötta sætið á listan-
um yfir mesta landsframleiðslu á
mann fæst annars vegar með mun
meiri vinnu en tíðkast meðal ná-
grannaþjóðanna og hins vegar með
hærra verðlaei.
ALLT í ÚTILEGUNA
UM HELGINA
TJALDVAGNAR
FELUmÓLHÝSI
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASLOÐ 7 - SIMI 62-17-80
LAUGARDAG KL. 11-16, SUNNUDAG KL. 12-16
Glæsilegt úrval ný-
komið af plast-,
'furu- og járnhús-
gögnum.
Verð aðeins kr. 306.000
Innifalið í verði vagnsins er stórt fortjald, botn i for-
tjald, eldavél með 3 hellum, gasjafnari, gardinur,
borð, varadekk.
Top Valume fyrir allar árstíðir, allur
hugsanlegur útbúnaður i vagnin-
um. Reistur á 15 sek.
'90 MODEUN KOMfflí AF SÓIHÚSGÖGNOM