Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Side 15
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. 15 Borgin okkar? Nú þegar kosningar nálgast er eölilegt að líta um öxl og meta hvernig okkur finnst hafa til tekist að stjóma þessari borg. Borgin okkar er falleg og hefrn- heldur fríkkað og dafnað síðustu árin, alla vega hvað ytra útht varðar. Gert hefur verið átak í merkingu gatna og fyrirtækja þannig að mikið hag- ræöi er að. Mikil áhersla hefur verið lögð á að framkvæma hluti sem sjást, þ.e. veraldlega hluti. Þeir sem stjórnað hafa borginni hafa haft úr óvenju miklum peningum að spila vegna ýmissa aðstæðna í þjóðfélaginu, s.s. vegna staðgreiðslu skatta og launa- stefnu borgarinnar. Ég hef ekki orðið vör við þennan auð öðmvísi en að stórum minnisvörðum fjölg- ar, sumir em fallegir, aðrir ekki. Hvertfara peningarnir? Ef ég sem húsmóðir og móðir þriggja barna myndi óvænt fá pen- inga í hendur myndi ég að sjálf- sögðu fyrst reyna að sjá til þess að gmnnþörfum bama minna og heimilisins yrði fullnægt áður en ég færi að kaupa betri bO eða stærra hús. Því miður þá er þetta ekki hugs- unarháttur þeirra sem stjóma borginni. Sjálfstæðismenn með Davíð Oddsson í fararbroddi hafa lagt ofurkapp á að bæta ytri byrði borgarinnar en vanrækt að hlúa að innviðunum, þeim sem minna mega sín. Hér er ég að tala um mikilvæg- KjajQarinn Hulda Ólafsdóttir varaborgarfulltrúi Kvennalistans ustu borgarbúana, bömin. Hvers eiga böm og foreldrar að gjalda þar sem yfir 80% mæðra og feðra ungra bama vinna utan heimilis en ein- ungis böm einstæðra foreldra og námsmanna hafa möguleika á að fá dagheimilispláss, yfirleitt eftir langa bið? Aðstæður barna Hversu lengi getum við horft upp á það að unga fólkið sem er að koma sér upp húsnæði, stofna heimili, eiga böm og vinna sér sess á vinnumarkaðnum, verði yfir- keyrt vegna alls þessa? Það sem vegur vafalaust þyngst er skortur á dagvistarrými fýrir börnin. Ofan á allar aðrar áhyggjur er erfitt að þurfa á hverjum einasta degi að flytja barnið úr einni hálfs- dagspössuninni í aðra, eða biðja ömmur, afa og frændfólk að „redda“ málunum, þannig að hægt sé að ljúka vinnunni. Það em sjálf- sögð réttindi allra bama að hafa aðgang að góðri heilsdagsvistun. Þessi eilífi þvælingur milh staða fer verst með þau. Borgaryfirvöld hafa algjörlega brugðist í þessu máli. Þau hafa nánast eingöngu byggt upp leik- skóla sem henta aðeins fáum, þar geta bömin aðeins dvahð 4-5 tíma á dag meðan foreldrar vinna 8 tíma. Eldra fólkið Aldraðir hafa heldur ekki fengið þann aðbúnað sem stolt heimili borgarinnar ætti að bjóða þeim upp á. Vissulega hefur ýmislegt verið gert fyrir þá sem eiga einhverja aura. Þeim hefur gefist kostur á að kaupa sérhannaðar íbúðir, oft á okurverði. Þessar íbúðir hafa ýmist verið á vegum borgarinnar eða fé- lagasamtaka. Mér finnst það mjög jákvætt þeg- ar fólk binst samtökum um að gera góða hluti, s.s. að byggja íbúðir. Hins vegar er eðlhegt að borgar- yfirvöld hafi heildarsýn yfir hvað er byggt og hvar þörfin er mest. Það er einkennheg áhersla hjá borginni aö byggja nánast ein- göngu söluíbúðir fyrir aldraða meðan þörfin er mest fyrir leigu- íbúðir. Þetta veit Árni Sigfússon formaður Félagsmálaráðs, vel m.a. vegna þess að hann sat í nefnd á vegum félagsmálaráðherra sem skhaði skýrslu um húsnæðismál aldraðra. í skýrslunni stendur, „lögð er áhersla á að efnalitlu og eignalausu fólki beri sveitarfélög- um að tryggja kaupleiguíbúðir og leiguíbúðir". En hvorki Árni né aðrir sjálf- stæðismenn aðhafast nokkuð til að bæta hag þeirra bágstöddu sem ekki geta keypt sjálfir. Þó keyrir um þverbak þegar Davíð Oddsson og embættismenn borgarinnar úthluta lóðum th ákveðinna samtaká aldr- aðra háð skhyrðum um það hvaða verktaki eigi að byggja húsið. Þetta gerðist þegar samtök fólks í Bústaðasókn vildi byggja íbúöir fyrir aldraða í hverfinu. Borgar- yfirvöld útveguðu lóð en með skh- yrðum. Davíð skrifaði sjálfur undir bréf th samtakanna þar sem stend- ur að tiltekið fyrirtæki „skal byggja íbúðirnar", það fer ekki milli mála að borgarstjóri hyglir ákveðnum byggingaverktökum. Þetta er spill- ing og vinnubrögð sem ekki eiga að viðgangast! Margt fleira mætti nefna sem hefði átt að hafa forgang fram yfir hallir Davíðs og Hitaveitunnar, t.d. viðhald skólahúsnæðis sem algjör- lega hefur setið á hakanum. í sum- um skólum borgarinnar er börnum okkar boðið upp á vinnuaðstæður sem eru ekki mönnum bjóðandi. Kvennalistinn vill betri borg fyriralla Það er kominn tími til þess að breyta áherslum í borginni. Kvennahstinn hefur verið virkt andstööuafl í borgarstjórn sl. fjög- ur ár og þar áður Kvennaframboð- ið í eitt kjörtímabh. Þannig hafa sjónarmið sem byggja á mannúðarstefnu með auknu kvenfrelsi og bættum að- búnaði barna, átt málsvara í borg- arstjórn sl. átta ár. Gerum þessa rödd háværari th þess að tryggja aðrar áherslur í borgarmálunum. Hulda Ólafsdóttir. „Það er einkennileg áhersla hjá borg- inni að byggja nánast eingöngu sölu- íbúðir fyrir aldraða meðan þörfin er mest fyrir leiguíbúðir.“ Álfsnesmálið og íbúar í Mosfellsbæ Mikiö var það ánægjuleg upplif- un að heyra Davíð Oddsson borgar- stjóra lýsa því yfir að ekki væri hægt að treysta sérfræðingum í tengslum við umræðuna um Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Þetta er nefnilega það sama og við íbúar í Mosfehsbæ höfum verið að segja og vöruðum við þegar um- ræðan um urðun sorps í Álfsnesi náði hvaö hæst. reyndar ætíð síð- an. Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkti á dögunum að fjárfestingu upp á 3 mhljarða í Áburðarverk- smiðjunni verði kastað á glæ og verksmiðjan lögö niður til þess að koma í veg fyrir hugsanlegt meng- unarslys. Betur væri nú að þeir tækju svipaða afstöðu í sorpurðun- armálinu og hugsuðu það mál upp aftur. Rifjum nú upp helstu rök ráða- manna og sérfræðinga í Reykjavík með vali á umræddum sorpurðun- arstáð. Ein veigamestu röldn fyrir vali á Álfsnesi er að kostnaður við flutning er hvað minnstur með th- hti til fjarlægðar frá sorpböggunar- stöð. Við höfum staðfastlega bent á að hepphegasti staðurinn th urðun- ar væri í Arnarholti á Kjalarnesi, sem er í eigu Reykjavíkurborgar og hefði því mátt spara útlagðan kostnað við kaupin á Álfsnes- landinu. Greinhegt er að önnur og undarlegri sjónarmið hafa orðið ofan á í þessu máh, en nauðsynlegt þótti að létta skuldum af hitaveitu þeirra Kjalnesinga og borga að auki 98 mhljónir fyrir kaupin á um- ræddu landi. Kostnaðaraukinn sem af hlýst, vegna aukinnar vegalengdar við flutninga, við það að færa safn- hauginn upp í Arnarholt, er sem nemur því að senda einn flutninga- bíl á dag til Stykkishólms. Þegar haft er í huga að nokkur sveitarfé- lög koma th með að greiða þennan kostnað þarf fyrirtæki, sem kostar hundruð mihjóna króna í stofn- kostnaði, varla að horfa í shkan kostnað þegar hægt hefði verið að spara í öðrum þáttum eins og t.d. Kjallarinn Ólafur H. Einarsson húsasmiðam. í Umhverfis- málaráði Mosfellsbæjar. Skip- ar sæti á framboðslista Eining- ar í Mosfellsbæ fyrir Alþ.fl. í landakaupum. Athugum nú hvaða umhverfis- þættir eru í hættu fyrir íbúa í Mos- fehsbæ ef þessi ákvörðun ger.gur eftir. 1. Minnsta fjarlægð er um það bh 1500 metrar í næstu byggð (sjón- lína). 2. Leirvogur er rómaður sem grið- land fuglalífs og hluti af Varm- árósum er friðaður. 3. Leirvogsá er viðurkennd lax- veiðiá og gefur að mörgu leyti Elhðaánum ekkert eftir. 4. Varmárbakkar eru útivistar- svæði fyrir íbúa í Mosfellsbæ og tengjast bæði íþróttum, hesta- mennsku o.fl. Með ýktri mynd má gefa hhð- stætt dæmi til að átta sig á því hvað þessi vegalengd er Uth (1500 lm) frá byggð. Hugsum okkur að við rætur Ámarhóls í Reykjavík væri viður- kennt griðland fuglalífs og gróðurs og við hólinn rynni viðurkennd laxveiðiá. Þetta væri útivistarsvæði Reyk- víkinga. Dag einn kæmu forráða- menn úr einhverju nágrannabæj- arfélaginu og ákvæðu að urða sorp við Miklatorg, sunnan Norræna hússins eða títt nefndan Höfða. Þetta er viðlika og sjálfstæðis- menn, með Davíð Oddsson í fylk- ingarbrjósti, ætla að neyða upp á íbúa í Mosfellsbæ. Aögerðarleysi í Mosfellsbæ Verst er þó aðgerðarleysi sjálf- stæðismanna í Mosfehsbæ en þeir fara með meirihluta í stjóm bæjar- félagsins. Það er uggvænlegt til þess að hugsa að eftir kosningar gætu þeir haldið áfram að fara með stjóm bæjarfélagsins. Grundvaharatriðið er því að hið nýja framboð Einingar fái meiri- hluta th þess að tryggja öflug og viðeigandi viðbrögð gegn þessum áformum. Það er eitt helsta áherslumál okkar að tryggja að séð verði th þess að hætt verði við urð- un á sorpi í Álfsnesi. Vegna tengsla sinna við sjálfstæðismenn í Reykja- vík eru sjáhfstæðismenn í Mosfehs- bæ ekki trúverðugir th að leiða þetta lífsspursmál okkar Mosfell- inga. Alþekkt er undanlátssemi þeirra í garð Reykvíkinga og nægir að nefna „landsölumáT frá því fyr- ir fjórum ámm þar sem þeir gáfu eftir hluta af bæjarlandinu fyrir það að tengjast kaldavatnskerfi Reykjavíkurborgar, reyndar lá viö stórslysi -þá. Halda varð borgara- fund til að hindra að þeir gæfu eft- ir jafnmikið land og lá fyrir í rammasamningi mhli aðila. Þeir létu síðan undan kröfu borgara- fundarins í Hlégarði og gáfu eftir minna land en þeir höíðu áður samið um. Þessum málum svipar þvi th að búið er að halda almenn- an borgarafund þar sem allir sem einn mótmæltu sorpurðunarmark- miðum Reykjavíkurborgar. Þau hafa ekki farið hátt viðbrögð meirihlutans í Mosfehsbæ enda hálfhjáróma með líklegan for- mannskandídat þeirra úr eigin flokki, Davíð Oddson, sem helsta viðsemjanda. Trygging íbúa í Mosfellsbæ er því að styðja sameiginlegt framboð Al- þýðuflokks, Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Kvennalista. Það er ekki hvað síst þetta sem fær þessa flokka til þessa sameiginlega framboðs, að tryggja öruggan framgang þessa máls. Góða loftið í Geldinganesi Ekki er þeim sjálfstæðismönnum ahs vamað í Reykjavík. Nýlega var greint frá samkeppni um skipulag í Geldinganesi. Þar hefur þeim ágætu mönnum yfirsést eitt veiga- mikið atriði en það er hla þefjandi gasfnykur sem leggja mun af verð- andi Álfsneshaug yfir Geldinganes svo ekki er nú fýshegt að fjárfesta í íbúðarhúsnæði á því svæði ef af verður. Það skyldi þó aldrei vera að forráðamenn borgarinnar hefðu valið verðlaunathlöguna í nýlegri samkeppni um skipulag í Geldinga- nesi, vegna þess að þeir héldu að hægt væri að girða af fýluna með gríðarmiklum múr sem skýlir byggðinni? Staðsetning urðunar í Álfsnesi er óþörf tímaskekkja sem hægt er að breyta og byggir á haldlausum rök- um. Það er mikil skammsýni að halda þessu th streitu. Hlutur Náttúruverndarráðs Erfiðast er þó að sætta sig við framgöngu Náttúruverndarráðs í þessu máli. Nærri lætur að önnur hver setning í náttúruvemdarlög- um byrji á því að náttúruverndar- nefndir (umhverfismálaráð í bæj- arfélögum) hafi samráð við ráðið og láti vita ef eitthvað fer úrskeiö- is. Aldrei kom stafkrókur til um- hverfismálaráös í Mosfellsbæ, sem undirritaður situr í, um það að Náttúruvemdarráð hefði lagt til aö leyfð yrði urðun í Álfsnesi eða mælt með því í aðeins 1500 metra fjarlægð frá næstu íbúðabyggð. Það er ámælisvert að Náttúru- verndarráð skuli leggja til að taka þá áhættu sem felst í urðun sorps á þessum stað, þar sem húsasorp er ekki flokkað og mjög hættuleg efni geta borist út í næsta um- hverfi. Dæmi um þetta getur verið níkat, kadmíum og kvikashfur úr venjulegum rafhlöðum. Venjuleg- ur reykskynjari sem er ónýtur, getur innihaldið geislavirka hluti, og hann getur auðveldlega hafnað í venjulegu húsasorpi. Varla getur það talist ákvörðun sem er mjög ígrunduð að leggja til að tekin sé áhætta á því að skaða viðurkennda laxveiðiá, vera með friðað svæði af Náttúruverndar- ráði sjálfu steinsnar frá urðunar- stað og leggja til að yfir útivistar- svæði íbúa í Mosfehsbæ leggi ill- þefjandi gasfnyk. Slíkt náttúru- verndarráð er ekki trúverðugt fyr- ir íbúa í Mosfellsbæ og reyndar ekki fyrir nokkum mann. Ég vil að lokum hvetja forráða- menn Reykjavíkurborgar th að endurskoða margyfirlýstan ásetn- ing sinn um að urða sorp í Álfs- nesi. Það er óþolandi að hægt sé í krafti peninga og valds að neyða svona löguðu upp á fólk, gegn vhja þeirra er búa í næsta nágrenni. Uppákoman í Gufunesi var von- andi lexia sem fært hefur heim sönnun þess að enginn er óskeik- ull, hvorki sérfræðingar né smá- kóngar í Reykjavík. Ólafur H. Einarsson. „Vegna tengsla sinna við sjálfstæðis- menn 1 Reykjavík eru sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ ekki trúverðugir til að leiða þetta lífsspursmál okkar Mosfell- inga.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.