Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Blaðsíða 17
1. - FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. 25 r E>V Iþróttir L mgers vill 0 millj. fyrir Arnór ness hefur tekið upp veskið og Glasgow Rangers hefur mikinn áhuga á Arnóri Guðjohnsen 'u menn frá ítölskum og spænskum félög- hef enn ekki hugmynd um hvaða félög ;ða. Það eina áþreifanlega sem ég hef í $. Núrnberg í Vestur-Þýskalandi og Glas- >g milliliður tjáði mér að Rangers væri echt eina milljón punda eða 100 milljón- ," sagði Arnór Guðjohnsen, knattspyrnu- imtali við DV í gær. 3auta- hafa í fyrrakvöld. Leikmenn Anderlecht Samp- þurftu að bíða hálfa nóttina á flugvelhn- bikar- um í Gautaborg vegna þoku í Brussel en sem kunnugt er biðu þeir lægri hlut gegn Sampdoria, 2-0. Ótrúlegt að þessi völlur var valinn „Það var mjög gaman að þessum leik, sérstaklega aö fá að spila aftur mína gömlu stöðu hægra megin á miðjunni en þar hef ég sjaldan spilað í vetur. Ég fann mig vel þar á nýjan leik. Þegar við komum til Gautaborgar á mánudaginn brá okkur í brún við að sjá ástand vallar-" ins og það er hreint ótrúlegt að hann skyldi vera valinn fyrir úrslitaleik í Evr- ópukeppni. Víða vantaði gras en Svíarn- ir gerðu sitt besta til að breiða yfir það og létu lausar þökur í götin," sagði Ar- nór. Hann kvaðst hafa frétt að Graeme Sou- ness, framkvæmdastjóri Rangers, og varaþjálfari félagsins ætluðu að horfa á leikinn en vissi ekki hvort af því hefði orðið. „Þetta setur meiri pressu á for- ráðamenn Anderlecht en trúlega mun ég þó fara frá félaginu. Málin skýrast von- andi á næstu dögum, maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist," sagði Arnór Guðjohnsen en eins og DV sagði frá í gær voru belgísku dagblöðin á einu máli um að hann hefði verið besti leikmaður And- erlecht í Gautaborg í fyrrakvöld. • Graeme Souness, stjóri Glasgow Rangers, hefur áhuga á Arnóri. ildur hér á lofíi bikaruum fyrir sigurinn á Reykja- DV-mynd Brynjar Gauti • KR-ingarnir Þormóöur Egilsson, til vinstri, og Hilmar Björnsson eru hér kampakátir eftir sigurinn á Fram í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Urslitaleikur á Reykjavíkurmóti: eykjavíkurmeistari attspyrnu eftir sigur á Fram, 2-1, í framlengdum leik irn fé- um ug- en 5 á íiks rnu rint •aði ör- íun góð ;ert út um leikinn. KR-ingum gekk þá frekar illa að byggja upp sóknir sínar og allt stefndi í sigur Fram. Á 85. mínútu tókst KR-ingum loks að jafna metin þegar Björn Rafnsson skoraði með góðu skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pétri Péturssyni. Jón Sveinsson, aftasti mað- ur Framara, hafði þó öll tök á því að spyrna knettinum frá en Björn stal knettinum af honum og skoraði gott mark. Leikurinn var því framlengdur og í framlengingunni gerðist fátt markvert fyrr en á síðustu fimm mínútunum. Á 116. mínútu brunaði Björn Rafnsson upp allan völlinn og sendi knörtinn fyr- ir markið og þar var Pétur Pétursson einn og óvaldaður í teignum en Viðar Þorkelsson, Framari, sá til þess að Pét- ur skoraði ekki heldur skoraði hann í eigið mark með því að renna sér fót- skriðu á knöttinn. Stuttu síðar munaði minnstu að Pétur Pétursson bætti þriðja marki KR við þegar hann vann knöttinn af Jóni Sveinssyni en skot hans fór rétt framhjá og stuttu síðar flautaði Gísli Guðmundsson til leiks- loka. Leikur liðanna í gærkvöldi lofar góðu fyrir sumarið. Leikurinn var nokkuö . fjörugur og oft sáust góð tilþrif hjá leik- mönnum beggja liða. Pétur Ormslev lék vel fyrir Fram en undir lok síðari hálf- leiks þurfti hann að yfirgefa völlinn vegna meiðsla og náðu Framarar ekki tökum á leiknum eftir það. Þá átti Bald- ur Bjarnason góða spretti í leiknum. Hjá KR-ingum var Sigurður Björgvins- son geysilega öflugur í stöðu aftasta varnarmanns og þeir Pétur Pétursson og Rúnar Kristinsson gerðu góða hluti og ekki má gleyma þætti Björns Rafns- sonar sem skoraði fyrra markið og átti drjúgan þátt í sjálfsmarki Framara. -GH Handknattleikur á Spáni: Slæmt tap HJ9 ICK3 - Alfreð skoraði 9 fyrir Bidasoa „Maður er ekki í alltof góðu skapi sem stendur. Við töpuðum mikilvægum leik gegn Caja Madrid og erum dottnir úr topp- sætinu," sagði Krístján Arason hjá Teka í samtali við DV í gær- kvöldi. Teka lék gegn Caja Madrid i Madrid í fyrrakvöld og tapaði 29-27 eftir að staöan í leik- hléi hafði verið 14-12, Caja í vil. „Við náðum okkur ekki nægi- lega vel á strik og sérstaklega var Mats Olson í markinu hjá okkur slakur. Markvöröur Caja Madrid varði hins vegar mjög vel og ég held að markvarslan hafi gert gæfumuninn," sagði Kristján ennfremur en hann skoraði 4 mörk i leiknum fyrir Teka. • Granollers, lið Geirs og Atla, lék á útiveUI gegn Arrate og lauk leiknum með jafntefli, 29-29. Atli lék ekki með vegna meiðsla. • Alfreð Gíslason og félagar í Bidasoa léku gegn CBM Naranco og sigraöi Bidasoa, 23-32, á úti- velli. Alfreð fór á kosíum i leikn- um og skoraði 9 mörk. Alfreð er nú í 2. sæfi yfir markahæstu leik- menn í spánska handboltanum og er 12 mörkum á eftir Dananum Kim Jacobsen hjá Cuenca. • Barcelona lék gegn Valencia á heimavelli sínum og sigraði örugglega, 25-20. Þar með er Barcelona á ný komið i toppsæti 1. deildar á Spáni með 44 stig. Teka er með 43 stig og Granollers með 42 stig. Þess má geta að Barc- elona mætir Granollers á heima- velh um næstu heigi og Teka leik- ur heima gegn Caja Pontevedra. -SK ¦¦¦¦ m m ar w ¦¦¦ FH og IA i urslitum - í litlu bikarkeppninni á morgun Keflvíkingar sigruðu Breiðablik, 1-0, í Jitlu bikarkeppninni í knatt- spyrnu i fyrrakvöld. ÓIi Þór Magnússon skoraði sigurmarkið úr víta- spyrnu. Þar með lauk riölakeppninni, en ÍA og FH höfðu þegar tryggt sér efstu sæti. riðlanna tveggja. Lokastaðan varð þessi: A-riðUI: FH.......................................................................................3 2 10 7-3 5 Keflavik...................................................-..........................3 1 2 0 3-2 4 Víðir....................................................................................3. 1 1 13-3 3 Breiðablik..........................................................................3 0 0 3 3-80 B-riðill: Akranes..........................................-..................................3 2 10 8-35 Stjarnan..............................................................................3 2 0 1 8-4 4 Selfoss.................................................................................3 10 2 8-10 2 Haukar...............................................................................3 0 1 2 5-111 -ÆMK/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.