Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990. FOSTUDAGUR 11. MAI 1990. Iþróttir Iþróttir • Arnór Guðjohnsen sést hér á fleygiferð með knöttinn i leik með Anderlecht. Nú bendir flest til þess að Arnór fari frá félaginu eftir sjö ára veru þar og virðast mörg lið hafa áhuga á að krækja i þennan snjalla knattspyrnumann. Símamynd/Reuter Sportstúfar Bandaríkjamenn sigr- uðn Pólverja, 3-1, í • I vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Hershey í Pennsylvaníu í fyrrakvöld. Jacek Ziober kom Pólverjum yfir en Bruce Murray jafnaði fyrir hié. Peter Vermes og Chris Sullivan tryggðu síðan bandaríska liðinu sigur meö tveimur mörkum í síðari hálfleik. Sovétmenn og Júgó- slavar j úrslitum Það verða Sovétmenn og Júgó- slavar sem leika til úrslita i Evr- ópukeppni 21-árs landsliða í knattspymu. Sovétmenn unnu Svía, 2-0, í Simferopol í fyrra- kvöld og samanlagt 3-1, og Júgó- siavar gerðu jafntefli við ítali í Parma, 2-2. Þjóðirnar höfðu áður skilið jafnar í Júgóslavíu, 1-1, og mörkin á útívelli komu því Júgó- slövum í úrslitin. Chicago með 2-0 forystu Chicago Bulls sigraði Philadelphia 76ers, 101-96,1 úrslitakeppn- inni um bandaríska meístaratitilinn í körfuknattleík í fyrrinótt. Þar með hefur Chicago náð 2-0 forystu í einvígi liöanna en það liö, sem á undan vinnur fjóra leiki, leikur til úr- slita á austursvæðinu, gegn Detroit Pistons eða New York Knicks, en þar er Detroit með 2-0 forystu. Félagsfundur Hauka á mánudagskvöldið Knattspyrnufélagið Haukar í Hafnarfirði heldur almennan fé- lagsfund í féiagsheimili sínu á mánudagskvöldiö kemur og hefst hann kl. 20.30. Þar verður rætt um skipulagsmál Ásvalla og gervigras á nýja félagssvæðinu. Ólafurvann • VormótÍK Ólafur Sveinsson úr ÍK sigraði Atla Þorbjöms- son úr Víkingi, 6-2, 6-2, í úrslitaleik á Vor- móti ÍK í tennis sem fram fór í Kársnesskóla og Digranesi í Kópavogi um síðustu helgi. Ólaf- ur var mjög sannferandi á mót- inu og vann í undanúrslitum Kiartan Óskarsson, Aftureld- ingu, 6-2 og 6-1. í hinum undan- úrslitaleiknum vann Atli sigur á félaga sínum úr Víkingi, Stefáni Pálssyni, 6-4, 3-6 og 6-3. FIFA staðfestir keppnisbann Nú er ljóst að tveir knattspyrnu- menn, annar frá Júgóslavíu og binn frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, verða ekki með liöum sinum i heimsméistara- keppninni í knattspymu á ítahu í sumar. Alþjóöa knattspyrnu- sambandið hafði dæmt þá í eins árs keppnisbann fyrr á þessu ári og i gær var hafhað áffýjun. Júgóslavneski leikmaðurinn Mehmet Bazdarervic var dæmd- ur fyrir að að hrækja á dómarann í leik gegn Norðmönnum í októb- er á síðasta ári í undankeppni HM og Abdul Albalooshi var dæmdur í eíns árs bann fyrir að ráðast á leikmann á alþjóðlegu knattspyrnumóti hermanna í júlí á síðasta óri. Golfhjá Keili Panasonic open golfmótið er á dagskrá hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði um næstu helgi og hefst á laugardag klukkan 8. Skráning er í síma 53360 og má geta þess að glæsileg verðlaun veröa í boöi að vanda. Keppt verður samkvæmt Stableford punktakeppni 7/8 og er reiknað með raikilli þátttöku. íþróttir helgarinnar sjá bls. 23 Smáþjóðaleikar í blaki ísland tapaði í þremur hrinum - gegn sigurvegurum frá síðasta móti Okkar menn urðu að láta í minni pokann fyrir liði Kýpurbúa í gær- morgun. Þetta var fyrsti leikur ís- lenska liðsins í mótinu en áður höfðu þeir leikið tvo landsleiki gegn liði Möltu og unnið í þeim báðum (3-0 og 3-2). ísland - Kýpur 0-3 Kýpurbúar eru með sterkt lið og ætla sér greinilega að sigra á þessu móti eins og því síðasta. Uppgjafir þeirra og sóknir um miðjuna reynd- ust íslensku strákunum erfiðar. Fyrstu tveimur hrinunum lyktaði með 15-6 sigri andstæðinganna en í þeirri þriðju náðu okkar menn sér aðeins á strik, tóku þokkalega á móti uppgjöfum og gátu þá sótt af meiri krafti en áður. Með ágætri baráttu komst ísland í 11-9 og munaði þar mest um Einar Þór Ásgeirsson, sem er yngstur landsliðsmanna, en hann er helsti burðarás hðsins. Stigin urðu ekki fleiri en ellefu því að Kýpur- menn tóku sig hressilega á og unnu 15-11. Ekki nógu gott í heildina var leikur íslenska liðsins ekki nógu góður. Strákarnir eiga að geta gert betur en þeir sýndu í gær og vonandi tekst þeim betur upp í dag því að þá mæta þeir liði Lich- tenstein sem er í svipuðum styrk- leikaflokki. Með góðum leik eigum við að geta unnið Lichtenstein. Ef það gengur eftir á íslenska hðið góð- an möguleika á þriðja sætinu á þessu móti. Onnur hð í riðli með íslandi eru Andorra og Mónakó en okkar menn eiga að vinna lið þeirra undir eðlhegum kringumstæðum. Nokkuð öruggt má telja að Færeyingar komi til með að hreppa annað sætið í hin- um riölinum og muni því leika um bronsið. Þess má geta að í gær voru Móna- kómenn á góðri leiö með að sigra hð Lichtenstein auðveldlega, sem gefur okkar mönnum byr undir vængi væntinga. -gje Rangers vill borga 100 millj. fyrir Arnór - Graeme Sotmess hefur tekið upp veskið og Glasgow Rangers hefur mikinn áhuga á Amóri Guðjohnsen Kristján Bemburg, DV, Belgiu: „Eg veit að það voru menn frá ítölskum og spænskum félög- um á leiknum en hef enn ekki hugmynd um hvaða félög var þar um að ræða. Það eina áþreifanlega sem ég hef í höndunum er áhugi Niimberg í Vestur-Þýskalandi og Glas- gow Rangers 1 Skotlandi og milliliður tjáði mér að Rangers væri tilbúið til að greiða Anderlecht eina milljón punda eða 100 milljón- ir íslenskra króna fyrir mig,“ sagði Arnór Guðjohnsen, knattspyrnu- maður hjá Anderlecht, í samtali við DV í gær. Amór kom í gærmorgun frá Gauta- borg eftir að hafa leikið þar gegn Samp- doria í úrslitum Evrópukeppni bikar- hafa í fyrrakvöld. Leikmenn Anderlecht þurftu að bíða hálfa nóttina á flugvelhn- um í Gautaborg vegna þoku í Brússel en sem kunnugt er biðu þeir lægri hlut gegn Sampdoria, 2-0. Ótrúlegt að þessi völlur var valinn „Það var mjög gaman að þessum leik, sérstaklega að fá að spila aftur mína gömlu stöðu hægra megin á miðjunni en þar hef ég sjaldan spilað í vetur. Ég fann mig vel þar á nýjan leik. Þegar við komum til Gautaborgar á mánudaginn brá okkur í brún við að sjá ástand vallar- ins og það er hreint ótrúlegt að hann skyldi vera valinn fyrir úrslitaleik í Evr- ópukeppni. Víða vantaði gras en Svíarn- ir gerðu sitt besta til að breiða yfir það og létu lausar þökur í götin,“ sagði Ar- nór. Hann kvaðst hafa frétt að Graeme Sou- ness, framkvæmdastjóri Rangers, og varaþjálfari félagsins ætluðu að horfa á leikinn en vissi ekki hvort af því heföi orðið. „Þetta setur meiri pressu á for- ráðamenn Anderlecht en trúlega mun ég þó fara frá félaginu. Máhn skýrast von- andi á næstu dögum, maður verður bara að bíða og sjá hvað gerist," sagði Arnór Guðjohnsen en eins og DV sagði frá í gær voru belgísku dagblöðin á einu máh um að hann hefði verið besti leikmaður And- erlecht í Gautaborg í fyrrakvöld. • Graeme Souness, stjóri Glasgow Rangers, hefur áhuga á Arnóri. • Pétur Pétursson, fyrirliði KR, heldur hér á lofti bikarnum fyrir sigurinn á Reykja- vikurmótinu í knattspyrnu. DV-mynd Brynjar Gauti • KR-ingarnir Þormóður Egilsson, til vinstri, og Hilmar Björnsson eru hér kampakátir eftir sigurinn á Fram í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Urslitaleikur á Reykjavíkurmóti: KR Reykjavíkurmeistari - í knattspymu eftir sigur á Fram, 2-1,1 framlengdum leik • Karlalandsliðiö í blaki er nú á Möltu og keppir þar á smáþjóðaleikum sem haldnir eru annað hvert ár. í gær töpuðu þeir fyrir liði Kýpurmanna. DV-mynd G. Bender KR varð í gær Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu þriðja árið í röð þegar fé- lagið sigraði Fram, 2-1, í framlengdum úrslitaleik á gervigrasvellinum í Laug- ardal í gærkvöldi. Fyrri hálfleikur var frekar jafn en KR-ingar voru sterkari þegar leið á hálfleikinn. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Framarar dæmda vítaspyrnu þegar Guðmundi Steinssyni var hrint inn í vítateig og úr spyrnunni skoraði Pétur Ormslev, fyrirhði Fram, af ör- yg.gi. I síðari hálfleik voru Framarar mun ákveðnari og fengu nokkur mjög góð marktækifæri og hefðu átt að geta gert út um leikinn. KR-ingum gekk þá frekar illa að byggja upp sóknir sínar og allt stefndi í sigur Fram. Á 85. mínútu tókst KR-ingum loks að jafna metin þegar Björn Rafnsson skoraði með góðu skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Pétri Péturssyni. Jón Sveinsson, aftasti mað- ur Framara, hafði þó öll tök á því að spyrna knettinum frá en Björn stal knettinum af honum og skoraði gott mark. Leikurinn var því framlengdur og í framlengingunni gerðist fátt markvert fyrr en á síðustu fimm mínútunum. Á 116. mínútu brunaði Björn Rafnsson upp allan völhnn og sendi knöttinn fyr- ir markið og þar var Pétur Pétursson einn og óvaldaður í teignum en Viðar Þorkelsson, Framari, sá til þess að Pét- ur skoraði ekki heldur skoraði hann í eigið mark með því að renna sér fót- skriðu á knöttinn. Stuttu síðar munaði minnstu að Pétur Pétursson bætti þriðja marki KR við þegar hann vann knöttinn af Jóni Sveinssyni en skot hans fór rétt framhjá og stuttu síðar flautaði Gísli Guðmundsson til leiks- loka. Leikur liðanna í gærkvöldi lofar góðu fyrir sumarið. Leikurinn var nokkuð tjörugur og oft sáust góð tilþrif hjá leik- mönnum beggja hða. Pétur Ormslev lék vel fyrir Fram en undir lok síðari hálf- leiks þurfti hann að yfirgefa völlinn vegna meiösla og náðu Framarar ekki tökum á leiknum eftir það. Þá átti Bald- ur Bjarnason góða spretti í leiknum. Hjá KR-ingum var Sigurður Björgvins- son geysilega öflugur í stöðu aftasta varnarmanns og þeir Pétur Pétursson og Rúnar Kristinsson gerðu góða hluti og ekki má gleyma þætti Björns Rafns- sonar sem skoraði fyrra markið og átti drjúgan þátt í sjálfsmarki Framara. -GH Handknattleikur á Spáni: Slæmt tap hjá Teka - Alfreð skoraði 9 fyrir Bidasoa „Maður er ekki í alltof góðu skapi sem stendur. Við töpuðum mikilvægum leik gegn Caja Madríd og erum dottnir úr topp- sætinu,“ sagði Kristján Arason hjá Teka í samtali viö DV í gær- kvöldi. Teka lék gegn Caja Madrid i Madrid í fyrrakvöld og tapaði 29-27 eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 14-12, Caja í vil. „Við náðum okkur ekki nægi- lega vel á strik og sérstaklega var Mats Olson í markinu hjá okkur slakur. Markvörður Caja Madrid varði hins vegar mjög vel og ég held að markvarslan hafi gert gæfumuninn," sagði Kristján ennfremur en hann skoraði 4 mörk í leíknum fyrir Teka. • Granollers, lið Geirs og Atla, lék á útivelli gegn Arrate og lauk leiknum með jafhtefli, 29-29. Atli lék ekki með vegna meiðsla. • Alfreð Gislason og félagar í Bidasoa léku gegn CBM Naranco og sigraði Bidasoa, 23-32, á úti- velli. Alfreö fór á kostum í leikn- um og skoraði 9 mörk. Alfreð er nú í 2. sæti yflr markahæstu leik- menn í spánska handboltanum og er 12 mörkum á eftir Dananum Kim Jacobsen h)á Cuenca. • Barcelona lék gegn Valencia á heimavelli sínum og sigraði örugglega, 25-20. Þar með er Barcelona á ný komið i toppsæti 1. deildar á Spáni með 44 stig. Teka er með 43 stig og Granollers með 42 stig. Þess má geta að Bare- elona mætir Granollers á heima- velh um næstu helgi og Teka leik- ur heima gegn Caja Pontevedra. -SK FH og IA í úrslitum - í litlu bikarkeppniiim á morgun Keflvikingar sigruðu Breiðabhk, 1-0, í htlu bikarkeppninni í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Óh Þór Magnússon skoraði sigm-markiö úr víta- spyrnu. Þar með lauk riðlakeppninni, en ÍA og FH hölðu þegar tryggt sér efstu sæti riðlanna tveggja. Lokastaðan varð þessi: A-riðill: FH..... Keflavík. Víðir.. Breiðablik. Akranes... Stjarnan... Selfoss... Haukar B-riðill: .3 2 1 0 7-3 5 .3 1 2 0 3-2 4 .31113-33 ...3 0 0 3 3-8 0 ...3 2 1 0 8-3 5 ...3 2 0 1 8-4 4 .3 1 0 2 8-10 2 .3 0 1 2 5-11 1 -ÆMK/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.