Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1990, Qupperneq 27
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 1990.
35
Lífsstm
jT h
PAPRIKA
Nóatún
B
450 646
TÓMATAR
Hagkaup
Bónus
ll
410 585
SVEPPIR
Mlkllgaróur
Hagkaup
I
512 1068
Enn eru tæpir fjórir mánuðir þangað til nýjar íslenskar kartöflur koma á markaðinn.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Ódýrari
kartöflur
Það eru kartöflurnar sem þessa
vikuna hafa lækkað hvað mest í
verði, eða um 23%. Þess ber þó að
geta aö hér er um ódýrustu kartöfl-
urnar á markaðnum að ræða og þær
eru ekki endilega þær bestu.
Bónus er með ódýrustu kartöflurn-
ar á 61,60 kílóið í 5 kg pokum. Mikli-
garður selur II. flokks gullauga í 5
kg pokum á 64,40 kílóið, en hér eru
á ferðinni útlitsgallaðar kartöflur.
Þar fást einnig I. flokks kartöflur í
lausu á 95 krónur kílóið. Fjarðar-
kaup selur 3 kg poka á 225 krónur,
eða 75 krónur kílóið, og Nóatún er
með 3 kg í poka á 83 krónur kílóið.
Það er Hagkaup sem er með dýrustu
kartöflurnar á 89 krónur kílóið en
þar er einnig hægt að fá premiere
kartöflur á 107 krónur kílóið. Verð-
munurinn ájnilli kartaflna í Bónusi
og Hagkaupi er því 44%.
Meðalverð á tómötum þessa vik-
una er örlítið lægra en í síðustu viku
og munar þar 20 krónum á kílóið.
Meðalverðið núna er 479 krónur kíló-
ið. Bónus er enn með lægst verð, en
þar er hægt að fá 1/2 kg poka á 205
krónur, sem gerir 410 krónur kílóið.
Mikligarður selur kílóið á 468, Fjarð-
arkaup á 487, Nóatún er með tómat-
Sparigrís vikunnar:
Verslunin
BÓNUS
ana á 545 og Hagkaup er enn dýrast
með kílóið á 585, eða 43% dýrari en
Bónus. Tómatarnir voru víðast hvar
mjög fallegir og girnilegir.
Verð á gúrkum fer enn lækkandi
en kaupmenn áttu von á að það
hækkaði hvað úr hverju því margar
verslanir selja nú gúrkurnar á til-
boðsverði. Meðalverð á gúrkum er
nú 108,40 krónur. Bónus seldi kílóið
á 93 krónur en Hagkaup á 120 krónur
kílóið. Aðrar verslanir eru þar mitt
á milli, en þetta verð er undir inn-
kaupsverði og ætti að vera um 210
krónur.
Talsverð hækkun er á sveppunum
frá síðustu viku því erlendir sveppir
eru inni í könnuninni og voru þeir
víðast hvar seldir í 250 g bökkum.
Mikligarður var með sveppabakkana
á 1068 kilóið en þar var búist við að
í dag yrðu þeir seldir í lausu á 798
krónur kílóið. í Nóatúni voru bakk-
arnir á 828 krónur kílóið en þar var
von á sveppum á 668 krónur kílóið.
Hagkaup var með sveppina á 512
krónur kílóið og munar því þarna
109%.
Hagkaup var einnig með ódýrustu
grænu vínberin á 359 krónur kílóið,
en þar fengust rauð vínber á 339
krónur kílóið og blá á 479 krónur
kílóiö. Dýrust voru vínberin í Nóa-
túni á 480 krónur kílóið og munar
þarna 34%. Grænu vínberin voru
víðast hvar fallegri í þessari viku en
í þeirri síðustu.
Græna paprikan var dýrust í Nóa-
túni á 646 krónur kílóið en ódýrust
í Bónusi á 450 krónur kílóið og mun-
ar þarna 44%. Meðalverð á henni var
528,50. í Miklagarði var hún á 479
krónur kílóið, er DV leit þar inn, en
átti eftir aö lækka niður í 448 krónur
kílóið. Paprikan var á 599 í Hagkaupi.
-GHK
Sértilboð og afsláttur: -
Kex, krydd og
klósettpappír
í Hagkaupum í Skeifunni má þessa
dagana fá Neptuna túnfiskdós með
184 g á 79 krónur. Einnig Barnángen
sápulög sem fæst með ilmi á 199
krónur, en vilji fólk vera laust við
slíkt er hægt að fá sápulöginn án ilm-
efna á 185 krónur. Hagkaup býður
líka upp á 425 g af Sun Maid rúsínum
á 89 krónur, 1/2 dós af FKC maís-
korni á 69 krónur og 750 g af
Skælskor appelsínumarmelaði á 99
krónur.
Bónus í Faxafeni selur einn og hálf-
an lítra af íscola á 73 krónur, Ritz
kex pakkann á 69 krónur, Munksjös
klósettpappír á 153 krónur fyrir átta
rúllur og Papco eldhúsrúllur á 185
krónur fyrir fjórar rúllur.
Mikligarðui' við Sund er með
Knorr krydd á tilboösverði eða 106
krónur, einnig 450 g af Coco Pops á
79 krónur og 500 g af Cruncy Nut á
55 krónur, en síðasta dagsetning á
þessum pökkum er júní 1990.
Nóatún í Hamraborg var með sér-
staka kynningu á vörum frá Sól. Sól-
blóma kostaði þar 89 krónur, Ljómi
99 krónur, franskar Sólarkartöflur,
900 g, 259 krónur og Seltzer 49 krón-
ur. Þar var einnig hægt að kaupa
Royal léttbjór á 49 krónur, 0,331 dós-
ina.
í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði fæst
einn og hálfur lítri af Egilsappelsíni
á 165 krónur, tveir lítrar af Coca
Cola á 159 krónur, Bugles pakki á 129
krónur og koníakshringir frá Panda
á 299 krónur. Einnig græn vínber á
157 krónur kílóið, en þau voru ekki
sérstaklega falleg en sjálfsagt æt.
-GHK
Tómatar
Verð í krónum
Okt.N6v.Dos. Jan.Fob.MarsApfllMal
Vínber