Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. Fréttir Aðalfundur Skáksambands íslands um næstu helgi: Öruggt að skipt verður um forseta - talið víst að Jón Rögnvaldsson verkfræðingur verði kjörinn næsti forseti Aöalfundur Skáksambands ís- lands verður haldinn um næstu helgi. Einar S. Einarsson hefur til- kynnt aö hann gefi ekki kost á sér áfram sem forseti þess. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV hefur Jón Rögnvaldsson verkfræðingur fallist á að taka starfið að sér. Jón á sæti í núverandi stjórn Skáksam- bandsins. „Ég vil ekkert um málið segja, aðalfundurinn er um næstu helgi og það verður bara aö koma í ljós hver verður næsti forseti," sagði Jón Rögnvaldsson, þegar DV spurði hann að því í gær hvort hann gæfi kost á sér, sem næsti forseti sambandsins. • Fjárhagsstaða Skáksambands ís- lands er mjög slæm um þessar mundir. Skuldirnar eru taldar nema yfir 10 milljónum króna. Það er einkum tvennt sem orsakað hef- ur þessa slæmu fjárhagsstöðu. í fyrsta lagi tapaði sambandið stórfé á skafmiðahappdrætti sem það var aðili að og í öðru lagi hefur hús- bygging þess í Faxafeni orðið dýr. Þar ofan á bætist að Skáksamband- ið hefur ekki fengið styrk úr félags- heimilasjóði til byggingarinnar og styrkir þess opinbera hafa verið skomir niður. Til þess aö skuldastaöan dragi ekki úr hinu félagslega starfi er búist við aö samþykkt verði á aðal- fundinum að kjósa ákveöna menn í nefndir sem annist verkefni er tengjast því að bjarga fjárhag sam- bandsins og að afla fjár til að halda skáklífinu í landinu gangandi með með aðalstjóm þess. -S.dór DV Selfoss: Fólk harmi slegið Regina Thorarensen, DV, Selfossi: Á Selfossi ríkir mikil sorg. Fólk er harmi slegið eftir hin átakanlegu slys sem átt hafa sér stað síðustu vikurn- ar. Það er alltof mikill hraði í um- ferðinni, menn þeysa um vegi á alltof miklum hraða eins og hinn ágæti yfirlögregluþjónn okkar, Jón I. Guð- mundsson, hefur bent á. Fylgst verð- ur betur með hraðakstri og að menn fari að lögum í umferðinni. Fólk hér ræðir þess mál nú mjög sín á milli. En það er alltaf verið að spara í sambandi við störf lögreglu- manna. Nú sér maður lögregluþjóna ekki á götu nema í bílum en fyrst eftir að ég fluttist hingað til Selfoss fyrir 8-9 árum þá vom lögregluþjón- ar oft á götunum. Aðhaldið meira og aksturinn eftir því. Nú er hraðinn miklu meiri, sérstaklega á vélhjólun- um, svo að mann óar við. Rafskautaverksmiðja fyrir álver: Hugsanlegt að slík verksmiðja verði byggð hér Að sögn Jóns Sigurðssonar iönað- arráðherra hefur komið til tals að sérstök rafskautaverksmiðja verði reist viö hið nýja álver sem nú er rætt um að reisa hér á landi. Slík verksmiðja myndi veita um 65 mönnum starf en þá er miðað við að hún anni um 200.000 tonna álveri. í ferð ráðherra um Bandaríkin fyr- ir stuttu skoðaöi hann álver í eigu Alumax í S-Karólínu fylki. Það álver er 10 ára gamalt og þar er einmitt slík rafskautaverksmiðja. Mun þetta fyrirkomulag vera algengt við álver. - Telur þú ávinning því samfara að fá slíka verksmiðju? „Það fylgja því margir kostir. i fyrsta lagi má nefna aö verksmiðjan sjálf ber þá meiri ábyrgð á gæðum þeirra skauta sem hún notar í sínum rekstri. Eins og menn muna þá var stundum kennt um að rafskautin væru ekki nægilega góð þegar meng- unarhætta varð meiri í Straumsvík. Verksmiðjan ætti þá að hafa meira vald á því. Þetta er náttúrlega líka viðbótarverkefni og eykur vinnslu- virðið," sagði iðnaðarráðherra. -SMJ Orkuverö til stóriðju: Keppinautarnir miða við álverðið - segir iðnaðarráöherra „Á þessu stigi málsins er ekkert annað hægt að segja um orkuverð annað en það að það er verið að reyna að ná samningum um það. Það er hins vegar ljóst að það verður ekki samið um orkuverð sem ekki endur- heimtir útlagðan kostnað við virkj- anir vegna þessarar framleiðslu og gott betur. Hvemig þetta verður ná- kvæmlega skilgreint fer eftir samn- ingsaðstæðum en þetta er auðvitað grundvallar viömiðun okkar samn- ingamanna," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra þegar hann var spurður um samningaviöræður um orkuverð til nýrrar stóriðju. - Því hefur verið haldið fram að það sé mikil áhætta því samfara að tengja orkuverð og álverð saman. Er rétt að gera það? „Það hafa verið ræddar ýmsar formúlur í þessu máli og auðvitað skiptir máli hvernig þessi tenging er. Um málið vil ég ekki segja annað en að þetta er sú leið sem að keppinaut- ar okkar á þessum orkumarkaði hafa farið. Ég get ekki ímyndað mér annað en að við þurfum að hafa hliðsjón af því,“ sagði iðnaðarráðherra. -SMJ Álver við Eyjafjörð: Barátta upp á líf eða dauða - segir Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri Gylfi Kiistjánsson, DV, Akureyii: „Það má segja að það sé barátta upp á líf eða dauða fyrir okkur Eyfirðinga að fá álverið hingað norður, en viö fómum ekki hverju sem er til þess. Ríkisvaldiö getur auðvitað haft veru- leg áhrif á staðsetningu álversins," sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri, á almennum fundi um ál- versmál sem haldinn var í Sjallanum í gærkvöldi. Um 400 manns- sóttu fundinn sem stóö fram á nótt og komu menn víða við. í máh Sigfúsar Jónssonar bæjar- stjóra kom m.a. fram að nýtt álver staösett fyrir sunnan myndi draga til sín vinnuafl af landsbyggöinni og þess vegna væri nýtt álver þar verri kostur fyrir Eyfirðinga en ekkert nýtt álver hér á landi. mm Nýr vinnudagur og fólkið streymir til vinnu. Myndin var tekin við frystihús Granda í Reykjavik árla morguns, DV-mynd GVA Staöarval vegna álvers dregst á langinn: Tekur lengri tíma en við gerðum ráð fyrir - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra Upplýsingaöflun og vinna vegna staðarvals í tengslum við nýtt álver er nokkuð á eftir áætlun og er nú gert ráö fyrir að því starfi verði ekki lokiö fyrr en í fyrsta lagi í lok júní. Það er því óvíst hvenær staðarval vegna nýs álvers veröur tilkynnt. Iðnaðarráðlierra sagðist þó vonast til að eftir nokkrar vikur væri hægt að þrengja valið enn frekar. „Því miður tók þetta lengri tíma en við höfðum búist við. Eg lagði mikla áherslu á að fá staðarvalið fram sem fyrst því það rekur á eftir samningunum í heild. Þaö knýr þá menn til að taka afstöðu til stóru- málsþáttanna þriggja; umhverfis- mála, skattamála og orkuverðs,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaöarráð- herra. Hann sagði aö það væri fyrst og fremst umhverfisliðurinn á mál- inu sem tefði fyrir en menn vildu kanna sem nákvæmast þá þætti. Sem kunnugt er voru spurninga- og upplýsingaseðlar sendir út til 42 sveitarfélaga þar sem þau voru beðin að gera grein fyrir viðhorfum sínum til nýs álvers. Einnig voru sveitarfé- lögin beðin um að gera grein fyrir hvaða hugmyndir þau heíðu um skattamál, umhverfismál og að- stöðugjöld. Iðnaðarráðherra átti von á að svör- in yrðu færri því mörg sveitarfélag- anna hefðu komið sér saman um samstöðu í málinu, sérstaklega á Suðurlandi og í Eyjafirði. -SMJ Málmleitartæki hentar best Gunnar Einarsson, formaður Björgunarsveitarinnar á Selfossi, vill láta koma fram vegna fréttar blaðs- ins í fyrradag, þar sem fjallað er um leit í Ölfusá, að málmleitartæki Landhelgisgæslunnar var ekki feng- ið aö láni, eins og stóð í fréttinni, heldur komu tveir starfsmenn gæsl- unnar á Selfoss að beiðni lögreglunn- ar og leituðu með tækinu seinni part sunnudagsins. Kannaður var ákveðinn staður í ánni sem skilaði betri svörun hjá málmleitartækinu en aðrir og í fram- haldi af því fundust tvö gömul bílhræ en ekki bíllinn sem leitað var að. Staðan í dag virðist vera sú að málmleitartæki Landhelgisgæslunn- ar sé heppilegasta leitartækið sem völ er á við þessar aðstæður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.