Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. Stjómmál Flugvöllurinn fluttur og miðbærinn stækkaður - segir Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar - Hvaöa breytingar þarf aö gera á fjármálum borgarinnar? „Viö Reykvíkingar getum veriö mjög ánægðir meö þaö að við eig- úm stönduga borg en við Fram- sóknarmenn höfum lagt á þaö áherslu aö þaö sé góð stjóm á íjár- málum borgarinnar. Viö leggjum fyrst og fremst á það áherslu í þess- ari kosningabaráttu að það séu settar siöareglur fyrir æöstu emb- ættismenn borgarinnar og borgar- fulltrúa. Við teljum aö það komi einmitt inn á fjármálastjóm borg- arinnar. Ég hef flutt um þaö tillög- ur aö þaö verði sett skipurit yflr fjármálastjórn borgarinnar sem ég tel að sé nauðynlegt til aö hægt sé að stýra 'svo stóru fyrirtæki sem Reykjavíkurborg er. Þá fmnst mér eðUlegt, og nú megum við ekki vera smámunarsöm, að það sé í gangi hverju sinni ein ákveöin bygging eða eitt ákveðið verkefni sem gerir það að verkum að borgin verði fall- egri og skemmtilegri að búa í.“ - Hafið þið eitthvert baráttumál í skipulagsmálum? „Stærsta mál síðasta kjörtímabils var aðalskipulag borgarinnar. Við samþykktum það og var það afar vandað plagg og gildir til 2004. Nú fer fram endurskoðun á aðalskipu- lagi og þess vegna hef ég flutt tvær tillögur, grænar tillögur, og fengið þær samþykktar. Fyrsta atriðið var hestaumferð. Þetta er sívaxandi tómstundaiðja borgarbúa og þetta þarf auðvitað að vera í skipulaginu. Framboðslisti Framsóknarflokksins: 1. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi 2. AlfreðÞorsteinssonforstjóri 3. HaUurMagnússonbiaðamaöur 4. ÁslaugBrynjólfsdóttir fræðslustjóri 5. ÓskAradóttirfulltrúi 6. Sigurðurlngólfsson tæknimaður Annað sem ég sendi einnig til borg- arskipulags við endurskoðunina var það að hugað yrði að gróðurl- öndum eða garðlöndum í útjaðri borgarinnar fyrir borgarbúa." - Hvað viljið þið gera í umferöar- málum? „Við leggjum mikla áherslu á það að tekin veröi ákvörðun um breikkun Miklubrautar og gatna- mót hennar verði mislæg til að auðvelda umferð. Nú er augljóst að hætt er við Fossvogsbrautina þannig að það er ljóst að þetta þarf að gera.“ - Hvað viljið þið gera í umhverfis- málum? „Auðvitað er framfaraspor að gera það sem nú er gert varðandi skólpið en það þarf bara að gera meira. Það þarf að dæla skólpinu mun lengra út í sjóinn og ég vil fá sama framkvæmdarviljann og hef- ur verið í ráðhúsinu í skólpið. - Hvererafstaðaykkartilflugvall- arins? „Við teljum að af flugvellinum geti hlotist stórslys ef eitthvað fer úrskeiðis og til styrktar gamla mið- bænum er nauðsynlegt að þama sé hægt að skipuleggja byggð og aðra starfsemi. Því viljum við að það verði teknar upp viðræður um hvert sé hægt aö flytja flugvöllinn. Þá má maður ekki gleyma nútíma tækni. Alls staðar erlendis eru að ryðja sér til rúms tækni eins og einteinungar. Það em kannski fyr- ir hendi möguleikar á því aö verða 7. MargeirDaníelsson framkvæmdastjóri “8. ArnþrúöurKarlsdóttir fjölmiölafræöingur 9. AnnaKristinsdóttirhúsmóðir 10. ÞorsteinnKáriBjamason nemi 11. Hafdís Haröardóttir bankamaður 12. Þór Jakobsson veðurfræðingur Yfirheyrsla: Sigurður M. Jónsson aðeins 10 mínútur til Keflavíkur og það myndi breyta miklu.“ - Viljið þið aðrar áherslur í fram- kvæmdum borgarinnar? „Ég hef áður sagt það að ég vilji að borgin sé með eina myndarlega framkvæmd í gangi hverju sinni. Hins vegar get ég ekki sætt mig viö að það séu lúxusframkvæmdir í gangi um leið og maður fær að sjá skýrslur og myndir um það hvem- ig skólahúsnæði borgarinnar er að grotna niður. Það er ekki langt síð- an maður sá myndir frá Austur- bæjarskólanum sem gerðu það að verkum að fólk rak í rogastans. Við höfum séð svartar skýrslur um við- hald skóláhúsnæöis í borginni og á meðan við getum ekki búið börnum okkar gott húsnæði þá er okkur ekki leyfllegt að vera í lúxusbygg- ingum." - Hvaða áherslur haflð þið í dag- vistunarmálum? „Við viljum að stefnt verði að sveigjanlegu leikskólarými. Ég vil að fólk geti valið á milli 2,4, 6 og 8 tíma gæslu og það á ekki að skipta máli hvort þú ert giftur eða ógift- ur.“ - En málefnum aldraðra? „Við viljum að hætt verði að okra 13. EddaKjartansdóttir verslunarmaður 14. Sveinn Grétar Jónsson framkvæmdastjóri 15. HÖskuldur B. Erlingsson lögreglumaður 16. GuðrúnEínarsdóttirkennari 17. Gunnþóra Önundardóttir deildarstjóri 18. Kristján Andri Stefánsson lögfræðinemi á öldruðum í húsnæöismálum. Reykjavíkurborg á að bjóða út íbúðarbyggingar aldraðra og selja þær til samtaka aldraðra. Við setj- um þetta sem útgangspunkt því það er ekki stætt á því að aldraðir, sem vilja minnka við sig, eigi varla fyr- ir 60 m2 íbúð þó þeir selji stórar eignir sem þeir eiga fyrir. Við vit- um að til dæmis Sunnuhlíðarsam- tökin í Kópavogi gátu gert þetta ódýrara." - Hver er afstaða ykkar til afskipta borgarinnar af atvinnumálum, til dæmis skemmtistöðum? „Ég held að það sé ekkert vafa- mál að við myndum selja Broad- way ef við hefðum aðstöðu til enda hefur sá staður ekki þjónað því hlutverki sem til stóð. Við viljum hins vegar taka atvinnumálin allt öðrum tökum eins og til dæmis að huga að umskipunar- og fríversl- unarhöfn í Reykjavík. Ég flutti um þetta tillögu nýlega í borgarstjórn sem fékk góðar undirtektir og er til meðferðar í hafnarstjórn. Þetta er stórmál því þetta er ekki bara höfn heldur gætum við orðið heimsborg í norðurhöfum, nokk- urskonar Hong Kong norðursins.“ - Eríþróttamálumnægilegasinnt? „Við viljum að núna verði gerður samningur við íþróttafélögin í Breiðholti og Grafarvogi um upp- byggingu íþróttamannvirkja vegna þess að það er lang mikilvægast að geta stutt þessi nýju félög í nýju hverfunum betur. Þar eru ung- 19. Steingerður Gunnarsdóttir nemi 20. MapiÓlafssonleigubílsstjóri 21. Steinunn Þórhailsdóttir auglýsingaráðgjafi 22. EinarBogiSigurðsson bankastarfsmaður 23. Sigríður Jóhannsdóttir sjúkraliði 24. Anna Huld Óskarsdóttir nemi 25. EyþórBjörgvinssonlæknir mennin og þurfa að fá þetta sem fyrst i hverfin. Þá viljum við að keppnisaðstaðan í Laugardal upp- fylli alþjóðlegar kröfur." - Hvað viljið þið gera fyrir mið- bæinn? „Ég kenni Sjálfstæðisflokknum alfarið um það hvernig komiö er fyrir honum. Þaö þýðir ekki að samþykkja aðalskipulag og fara svo ekki eftir því. I aðalskipulagi segir að eðlilegt sé aö byggja 8.000 m2 verslunarhúsnæði á ári. Bara á síðasta ári var fullgert verslunar- húsnæði upp á 64.000 m2. Við byggðum á þrem til fjórum árum allt það sem við ætluðum að byggja á 20 árum. Eru svo menn hissa á að gamli miðbærinn grotni niöur? Þá vill ég að ríkið kaupi Útvegs- bankann og geri hann að dómhýsi. Það eflir miðbæjarstarfsemi og af sömu sökum studdi ég ráðhús- bygginguna." - Hvern sjáið þið sem borgar- stjórnarefni ef vinstra samstarf yrði reyndin? „Ef eitthvað er að marka skoð- anakannanir þá er augljóst að vinstrasamtarf verður ekki reynd- in. Ef raunin verður önnur þá hef- ur það sýnt sig í ríkisstjórn að Framsóknarflokkurinn er bestur til forystu fallinn og ég tel að það eigi ekki síður við í borgarmálum." 26. HelgiHjartarsonnemi 27. ÖrnóifurThorlaciusrektor 28. ÞrúðurHelgadóttir iðnverkakona 29. SteinunnFinnbogadóttir ljósmóðir 30. HaraldurÓlafssonfyrverandi alþingismaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.