Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
9
Eistland:
Gæsla við
mikilvægar
byggingar
Eistlendingar hafa tekið sér stöðu
við mikilvægar byggingar í kjölfar
umsáturs sovétsinna um þinghúsið í
Tallinn í gær. Um tvö þúsund manns,
sem eru mótfallin því að Eistland
segi skilið við Sovétríkin, ruddust
inn á lóð þinghússins er þingmenn
funduðu þar. Stuðningsmenn stjórn-
arinnar stökktu þeim á flótta eftir
að kalli á hjálp var útvarpað. Aö sögn
opinberu fréttastofunnar í Eistlandi
meiddist enginn.
Sovétsinnarnir köstuðu grjóti og
brutu niður tveggja metra há hlið til
að komast inn á lóð þinghússins.
Þingmenn aðstoðuðu við að koma
fyrir hindrunum við dyr þinghússins
til að varna óeirðaseggjunum inn-
göngu. Útvarpsmaður var í þing-
húsinu og bað Savisaar forsætisráð-
herra um hjálp í beinni útsendingu.
Fimmtán til tuttugu þúsund manns
þustu að og stökktu sovétsinnum á
flótta.
Átök urðu milli sovétsinna og aðskilnaðarsinna i Riga í Lettlandi í gær.
Simamynd Reuter
Rússar eru hátt í helmingur íbú-
anna í Eistlandi og Lettlandi og í
Eistlandi hafa þeir hótað verkfalli
verði sjálfstæðisyfirlýsingin ekki
dregin til' baka. Leiðtogar Eystra-
saltsríkjanna hafa reynt að koma í
veg fyrir götuóeirðir til þess að yfir-
völd í Moskvu noti ekki tækifærið
og láti hermenn sína skerast í leik-
inn.
í gær kom samt sem áður til átaka
milli sovétsinna og stjórnarsinna í
Lettlandi viö þinghúsið í Riga. í hópi
sovétsinna voru margir liðsforingjar
sem reyndu að stjaka við aðskilnað-
arsinnum sem slegið höfðu skjald-
borg um þinghúsið.
Landsbergis forseti Litháens
kvaðst i gær ekki verða undrandi
þótt tilraun yrði gerð til að koma af
stað svipuðum óeirðum í Vilnius,
höfuðborg landsins.
Reuter
Sovéskí utanríkisráðherrann um fyrirhugaðan leiðtogafund:
Afvopnunarsamkomu-
lag enn möguleiki
Eduard Sévardnadze, sovéski ut-
anríkisráðherrann, kvaðst í gær
vongóður um að samningar næðust
um fækkun langdrægra kjarnorku-
vopna áður en leiðtogar stórveld-
anna funda í lok þessa mánaðar. Enn
eru mörg ágreiningsefni milli stór-
veldanna í Start-viðræöunum svo-
kölluðu um fækkun langdrægu
vopnanna - sérstaklega varðandi
stýriflaugar - og segjast margir
bandarískir embættismenn eflns um
aö samkomulag náist um öll þau at-
riði svo leggja megi drög að samningi
fyrir leiðtogana á fyrirhugðum fundi
þeirra um næstu mánaðamót.
En margir bandarískir embætt-
ismenn eru ekki vongóðir. Þeir segja
vandamálið vera það að nú hitti þeir
fyrir Sovétforseta sem sé mun harð-
ari í afstöðu sinni en áður og hafi
þessi harðnandi afstaða hans, hvort
sem varðar sjálfstæðiskröfur sov-
éskra lýðvelda eða afvopnunarmál,
komið þeim í opna skjöldu.
Talsmaður Bandaríkjaforseta
sagði í gær aö ekki væri ljóst hvort
leiötogafundurinn myndi leiða til
samkomulags um fækkun lang-
drægu vopnanna. Utanríkisráðherr-
ar stórveldanna hittast í Moskuv í
dag til að reyna að ryðja úr veginum
síðustu tálmunum fyrir samkomu-
lagi og höfðu bæði stórveldin vonast
til að drög að samningi um helmings-
fækkun sumra langdrægra kjarn-
orkuflauga lægi fyrir að loknum leið-
togafundinum. Síðustu vikur hefur
aftur á móti margt komið upp á sem
hefur orðið til þess að draga úr bjart-
sýni manna. Sumir bandarískir emb-
ættismenn segja að dregið hafi mjög
í sundur með viðræðuaðilum síðan
bandaríski utanríkisráðherrann
ræddi síðast við sovéska embætt-
ismenn fyrir tveimur mánuðum en
þá náðist samkomulag um stýri-
flaugar um borð í flugvélum og skip-
um. Síðan hafi Sovétmenn dregið til
baka tilslakanir sínar, segja banda-
rískir embættismenn.
Sévardnadze vísaði á bug í viðtali
við bandarísku sjónvarpsstöðvar-
innar CBS í gær fregnum um að
Rauði herinn hefði aukið tnjög þrýst-
ing sinn á Gorbatsjov Sovétforseta
varðandi afvopnunarmál eins og
margir bandarískir embættismenn
telja. Reuter
Þessi mynd eftir Van Gogh var i gær seld á fimm milljarða íslenskra króna. Mynd-
in heitir „Portrait of Doctor Gachet" og var máluð fyrir einni öld. Simamynd Reuter
Útlönd
Fimm
milljarðar
fyrir Van
Gogh
Málverk eftir Vincent Van
Gogh sló öll sölumet á upp-
boði hjá listaverkagalleríinu
Christie’s í gær. Myndin, sem
er af lækni listamannsins og
heitir „Portrait of Doctor Gac-
hefvar seld á 82,5 milljónir
dollara eða sem nemur fimm
milljörðum íslenskra króna.
Þetta er þrjátíu milljónum
dollara hærra verð en hefur
nokkurn tíma áður hefur
fengist fyrir málverk.
Það var japanskur lista-
verkasali, fyrir hönd ónefnds
japansks fyrirtækis, sem
keypti verkið. Listaverkasal-
inn gaf í skyn að fyrirtækið
heföi verið reiðubúið að
greiða mun hærra verð fyrir
verkið.
Tilboð í myndina, sem lista-
maðurinn málaði aðeins sex
vikum áður en hann svipti sig
lífi árið 1890, hófust í 20 millj-
ónum dollurum og hlupu á
milljónum. Listaunnendur,
sem viðstaddir voru söluna,
gripu andann á lofti þegar
fimmtíu milljónir dollara
voru boðnir í myndina og
fógnuðu ákaft þegar myndin
var loks slegin japanska lista-
verkasalanum. Reuter
Technics
HUÓÐFÆRAKYNMNG í HÁSKÓLABÍÓI
í kvöld kl. 21
KVNNIAR VERÐA NÝJUSTU
GERÐIR AF PÍANÓUM OG ORGELUM FRÁ
Technics
Fram koma hljóðfæraleíkararnír
Tony Pegler, sérfræðíngur Technícs
Guðmundur Ingólfsson
Magnús Kjartansson
AÐGANGUR Á TÓNLEIKAN A ER ÓKEYPIS
Sýning á Technics-hljóðfærum
verður í Hljóðfæraverslun Pálmars
Árna 17. maí frá kl. 13-18.
S JAPIS - TECHNICS - HLJOÐFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA #