Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. Stjómmál Spurt á Höfn: Hver verða úrslit kosninganna? Gunnar Guðmundsson útgerðar- maður: Ég segi að Krían (H-listinn) fái fjóra menn, sjálfstæðismenn tvo og Framsókn einn. Haraldur Sigurðsson útgerðarmað- ur: Krían fær þrjá menn og sjálfstæð- ismenn og Framsókn tvo hvor listi. Bryndís Sveinbjörnsdóttir þroska- þjálfi: Ég fylgist lítið með þessu en þó held ég að Krían fái íjóra menn, Sjálfstæðisflokkur tvo og Framsókn tvo. Júlíus Guðmundsson vöruflutninga- bílstjóri: Sjálfstæðismenn fá fjóra menn, Krían tvo og framsóknar- menn tvo. Helgi Geir Sigurgeirsson verslunar- maður: Krían og sjálfstæðismenn verða með þrjá menn hvor og Fram- sókn einn. Ásta Sveinbjörnsdóttir bankastarfs- maður: Ég er bjartsýn á að Krían fái íjóra menn, sjálfstaeðismenn tvo og Framsókn einn. Höfn: Innsiglingin er höfuðmál Þrír listar bjóða fram á Höfn í kom- andi kosningum: B-listi Framsóknar- flokks, D-listi Sjálfstæðisflokks og H-listi Kríunnar, óháðra kjósenda á Höfn 1990. Höfn varð kaupstaður um áramót- in 1988-1989 en hét áður Hafnar- hreppur. Þetta kjörtímabil hefur ver- ið meirihlutasamstarf milli D-Usta og H-lista en óvíst er um meirihluta- samstarf eftir kosningar þar sem úrslitin þykja tvísýn. Vandræði við innsiglinguna í Hornaíjarðarós hafa verið mikið í fréttum og því er lögð mikil áhersla á úrbætur við hana þó þaö sé ekki dæmigert kosningamál. Auk fisk- vinnslu hefur ferðamannaþjónusta orðið æ meira áberandi í atvinnulífi á Höfn. Á Höfn búa tæplega 1600 manns. Á kjörskrá eru 1.083, 569 karlar og 514 konur. -hlh Guðmundur Ingi Sigbjörnsson skip- ar efsta sæti á B-lista Framsóknar- flokks. er flokkur sem verið hefur í bænum og sem alltaf er tilbúinn að axla ábyrgð." -hlh Guðmundur Ingi Sigbjömsson, B-lista: Áhersla á hafnarmál og styrka fjármálastjórn „Við framsóknarmenn leggjum „Það er verðugt verkefni að koma mesta áherslu á innsiglinguna og hafnarmál. Við teljum að tryggja I þurfi innsiglinguna fyrir næsta vet- ur. Þá þarf bærinn að eignast allt land sem hggur að innsiglingunni og þeim rannsóknum sem fyrhugaöar eru verður að flýta eins og kostur er. í atvinnumálum á bæjarfélagið að stuðla að jákvæðum skilyrðum sem eru hagstæð atvinnulífmu. Við leggj- um mikla áherslu á styrka og góða fjármálastjórn, að skuldum bæjarfé- lagsins verði haldið innan skyn- samlegra marka. Við ætlum að leggja ofurkapp á byggingu nýrrar hjúkr- unarálmu við heilsugæslustöðina og að þjónusta við aldraða á elliheimil- um og sérstaklega í heimahúsum verði stórlega aukin,“ sagði Guð- mundur Ingi Sigbjörnsson sem skip- ar efsta sæti á B-lista Framsóknar- flokks. á fót ferðamáladeild við framhalds- skólann hér en slík deild getur stuðl-, að að aukinni uppbyggingu í ferða- málum. Við viljum gera átak í um- hverfismálum sem felst í að ljúka ókláruðum verkum. Þar má nefna frágang gangstétta og opinna svæða og auknar framkvæmdir í trjárækt. Þá viljum við að eðlilega búnir leik- vellir verði byggðir í bænum. Við viljum taka þátt í að sameina grunn- skólann undir eitt þak og eina stjórn. Þá viljum við styrkja íþrótta- og æskulýðsmál með því aö skapa ung- mennafélaginu betri skilyrði. Þá telj- um við mikilvægt að bæjarstjórn sé í eðlilegum tengslum við bæjarbúa og að þeir eigi aðgang að upplýsing- um um hvað verið er að gera. Fram- sóknarflokkurinn er engin tískubóla sem þýtur upp og verður til um ein- staka óánægju eða málaflokka. Þetta Albert Eymundsson, D-lista: Úrbætur við innsigl- inguna efst á blaði „Mál málanna er að sjálfsögðu höfnin og umhverfi hennar. Þá á ég við ósinn og innsiglinguna og þær breytingar sem þar hafa orðið. Nauð- synlegt er að viðhalda þeim mikla áhuga sem fengist hefur á þessu máli. Bæjarstjórn verður að beita öllum þrýstingi til að fá sem bestar úrbætur. í íjármálum viljum við halda áfram á sömu braut og núver- andi fulltrúar okkar, lækka skuldir og styrkja stöðu bæjarsjóðs. Góð íjár- hagsstaða er forsenda allra fram- kvæmda," sagði Albert Eymundsson sem skipar efsta sæti á D-lista Sjálf- stæðisflokks. „Við fógnum ákvörðun um áfram- haldandi skólabyggingu hér og vilj- um að það verði eitt af forgangsverk- efnum næstu ára. Taka verður á frá- veitumálum og ganga frá skólplögn- um út í fjörðinn. I atvinnumálum viljum við að byggingarlóðir séu til staðar á hverjum tíma, bæði til íbúðabygginga og atvinnustarfsemi. Bæjarfélagið þarf að hlúa að þeirri atvinnustarfsemi sem fyrir er á Höfn og sinna sérstaklega vaxtarbroddum í atvinnulífmu, ferðamálum og frek- ari vinnslu sjávarafurða. Forsendur fyrir samningi Rarik og hitaveitunn- ar hafa breyst og nauðsynlegt er að endurskoða hann meö það fyrir aug- um að orkusalan og dreifmgin veröi á einni hendi. í íþrótta- og æskulýðs- málum viljum við gera samninga við frfálsu félögin um það með hvaða hætti þessir aðilar geta unnið best saman. Þá er tímabært að kanna áframhaldandi framkvæmdir við íbúöabyggingar aldraðra. Á síðasta kjörtímabili gerðist það í fyrsta skipti síðan 1948 aö sjálfstæð- ismenn færu með forystu í þessu Albert Eymundsson skipar efsta sæti á D-lista Sjálfstæðisflokks. sveitarfélagi. Óhætt er að segja að þeir hafi afsannað kenninguna að ekki sé hægt að stjórna nema Fram- sókn fari með forustu. Því geta kjós- endur greitt okkur atkvæði sitt með góðri samvisku.“ -hlh Gísli Sverrir Amason, H-lista: Höfn verði áfram blömlegur bær „Krían, sem eru samtök samvinnu- og félagshyggufólks á Höfn, mun beita sér fyrir að Höfn verði áfram sá blómlegi bær sem hann er í dag. Hér hefur atvinna verið næg og bú- seta styrkist jafnt og þétt þannig að stefnir í tvö þúsund íbúa á næstu árum. í atvinnumálum er hugur í okkar fólki og við viljum styrkja þau atvinnufyrirtæki sem hér eru fyrir. Töluvert af kaupleiguíbúðum hefur verið byggt á kjörtímabilinu. Við vilj- um að áframhald verði á þeim fram- kvæmdum þar sem þær styrkja bú- setuna. Innsiglingin til Homafjarðar er auðvitaö stærsta málið. Mikið hef- ur verið unnið að því og eru miklar framkvæmdir á fjörunum. Ósinn verður hins vegar aldrei neitt kosn- ingamál þar sem þetta er mál sem bæjarstjóm, hverjir sem hana skipa, verður að ráða framúr á næstu mán- uðum og árum,“ sagði Gísli Sverrir Árnason sem skipar efsta sæti á H- lista Kríunnar, óháðra kjósenda á Höfn. „Undirstaða allra framkvæmda er góð fjármálastjórn hjá bæjarfélag- inu. H-listinn leggur áherslu á að frekar verði haldið í við framkvæmd- ir en að hlaöið verði upp skuldum. Undanfarið hefur verið unnið að gróðursetningu trjáa í bænum. H- listinn mun stuðla að áframhaldandi gróðursetningu auk þess að gengið verði frá ófrágengnum opnum svæð- um. Við munum standa dyggilega vörð um Ósland, sem er friðlýst svæði innan bæjarmarkanna, og gera það að unaðsreit fyrir útivist. Við viljum ráða æskulýðs- og félags- málastjóra til að hafa umsjón með þeim málaflokkum og að skipuð verði sérstök nefnd til að hafa yfir- Gísli Sverrir Arnason skipar efsta sæti á H-lista Kríunnar, óháðra kjós- enda á Höfn. umsjón með öllum íþróttamann- virkjum bæjarins. Við hjá Kríunni trúum að Hafnarbúar kjósi frekar framboð Óháðra borgara en gamla úrelta stjórnmálaflokka, kjósi H fyrir Höfn.“ -hlh DV KOSNINGAR 1990 Haukur L Hauksson og Slgurjón Egilsson HÖFN D Úrslitin 1986 Fjórir listar buðu fram á Höfn í bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingunum 1986. B-listi Framsóknarflokks fékk 196 atkvæði og tvo menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 246 atkvæði og tvo menn kjörna. F-listi fjórða framboðsins sem fékk 71 atkvæði og engan mann kjörinn. Loks fékk H-listi Óháðra 286 atkvæði og þrjá menn kjörna. í kosningunum 1982 buðu að- eins þrír listar fram á Höfn. Þá fékk Framsóknarflokkur þrjá menn kjörna, Sjálfstæðisflokk- ur tvo og Alþýðubandalag tvo. Alþýðubandalagið hefur ekki boðið fram á höfn síðan 1982. Þessi voru kjörin í hrepps- nefnd/bæjarstjórn á Höfn 1986. Guðbjartur Össurarson (B), Guðrún Jónsdóttir (B), Stur- laugur Þorsteinsson (D), Eirík- ur Jónsson (D), Stefán Ólafsson (H), Svava Kristbjörg Guð- mundsdóttir (H) og Guöjón Þor- björnsson (H). B-iisti Framsóknarflokks 1. Guðmundur Ingi Sigbjörnsson. 2. AöalsteinnAöalsteinsson. 3. Hannes Halldórsson. 4. Jónalngólfsdóttir. 5. Guðrún Jónsdóttir. 6. IngólfurÁsgrímsson. 7. Sigríður Lárusdóttir. 8. F.EsterÞorvaldsdóttir. 9. BjömJúlíusson. 10. AnnaHalidórsdóttir. 11. ReynirÁrnason. 12. StefánAmgrímsson. 13. GuðbjarturÖssurarson. 14. BirnirBjarnason. D-listi Sjálfstæöisflokks 1. AlbertEymundsson. 2. Magnús Jónasson. 3. EinarKarlsson. 4. AnnaMarteinsdóttir. 5. Ólafur B. Þorbjörnsson. 6. BragiÁrsælsson. 7. Ragnar G. Kristjánsson. 8. AðalheiðurAðalsteinsd. 9. Svava Bjarnadóttir. 10. BjarniM. Jónsson. 11. Páll Guðmundsson. 12. SturlaugurÞorsteinsson. 13. UnnsteinnGuðmundsson. 14. EiríkurJónsson. H-listi Kríunnar, óháðra kjósenda 1. GísliSverrirÁmason. 2. SvavaKfistbjörg Guömundsdóttir. 3. StefánÓlafsson. 4. BjömGrétarSveinsson. 5. Ragnhildur Jónsdóttir. 6. GuöjónÞorbjörnsson. 7. Hrönn Pálsdóttir. 8. SvavaArnórsdóttir. 9. HaukurÞorvaldsson. 10. Báralngvadóttir. 11. GuðniÞórHermannsson, 12. IngaKristín Sveinbjömsdóttir. 13. Ámi Stefánsson. 14. SigurðurHjaltason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.