Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 20
I 20 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. Stjómmál Valið um hvers konar aðhald á að veita Davíð Oddssyni - segir Sigurjón Pétursson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins Ólafur Ragnar Grímsson, for- maöur Alþýðubandalagsins, treystir sér ekki til aö lýsa yfir stuðningi viö G-listann. Mun vond staöa G-listans innan sjálfs Al- þýðubandalagsins veröa ykkur fjötur um fót í kosningabaráttunni? „Þaö er alveg ljóst aö það hefur kvarnast úr okkar fylgi. Þaö er um að ræöa 30 til 40 flokksbundna Al- þýöubandalagsmenn sem hafa snú- ist gegn sínum gamla flokki. í þann hóp virðist formaður Alþýöu- bandalagsins vera að blandast; alla vega neitar hann aö lýsa yfir stuön- ingi við lista flokksins í Reykjavík. Þaö er staða sem mér er ekki kunn- ugt um aö hafi komið upp áöur.“ - En fyrir hvað stendur þaö fólk sem eftir er á G-listanum? „Þaö er merkilegt meö þetta framboð að það einkennist af nýju og ungu fólki fyrir utan okkur Guðrúnu Ágústsdóttir.“ - Þiö eruö einmitt eina fólkið á list- anum sem hefur raunhæfa von um sæti í borgarstjóm og eruð því þeir frambjóöendur sem fólk getur va- hö. Fyrir hvað standið þiö? „Viö stöndum fyrir Alþýðu- bandalagið. Við erum engir sér- sinnar í flokknum. Viö erum þaö sem Alþýðubandalagið er og hefur veriö í gegnum tíðina. Sem er í stuttu máli flokkur sem berst fyrir lýðræöi, jafnrétti og valddreif- ingu.“ - Hvaö er það viö stjórn sjálfstæð- ismanna í borginni á þessu kjör- tímabili sem er gagnrýnisverðast? „Það sem er gagnrýnisverðast á þessu kjörtímabili eru svokallaðar minnisvaröabyggingar sem kosta gríðarlega mikið fé en þjóna ákaf- lega fáum. Skrifstofubygging undir borgarstjóra og hans nánustu sam- starfsmenn kostar þannig nálægt 2 milljarða og mun kosta um 3 millj- arða þegar upp er staðið. Þetta er sérstaklega gagnrýnisvert þegar skortur er á öðrum framkvæmdum sem kosta lítið en koma mörgum til góða. Þar vil ég nefna dagvistar- stofnanir fyrir börnin, aðstöðu fyr- ir aldraða og unglinga." - Getur þú nefnt tvær eða þrjár framkvæmdir sem Alþýðubanda- lagið vill að ráðist verði í á því kjör- tímabili sem er að hefjast? „Ef við horfum til þess að Reykja- víkurborg mun hafa um 15 millj- arða úr að spila til framkvæmda, fyrir utan það sem fer í götur, hol- ræsi og annað slíkt, þá er ljóst að borgin getur ráðist í mörg stór verkefni. Auðvitað er ég ekki svo grænn að halda að hægt sé að ráð- stafa öllum þessum fjármunum fyrirfram því auðvitað koma upp mál sem verður að leysa. Ef helm- ingur þessarar upphæðar verður til ráðstöfunar þá getum við á kjör- tímabilinu leyst dagvistun barna þannig að allir sem vilja geti fengið pláss. Til þess þurfum við um 15 prósent af þessum tekjum. Við get- um aðskilið gangandi og akandi umferð sem er mjög brýnt; sett brýr alls staðar þar sem gangandi umferð mætir stórri og þungri bí- laumferð. Ef við notuðum 20 pró-' sent af þessum fiármunum til aö Yfirheyrsla Gunnar Smári Egilsson auka á þjónustu fyrir aldraða þá næðum við langt á einu kjörtíma- bili.“ - Allir flokkar leggja áherslu á málefni aldraðra. Hvernig sker stefna Alþýðubandalagsins í þess- um málum sig frá stefnu annarra flokka? „í fyrsta lagi er nú búið að leggja mikla áherslu á að byggja íbúðir fyrir þá sem eru nógu efnaðir til að kaupa íbúöir. Ég tel að þeir séu best settir sem voru best settir fyr- ir. Það sem vantar eru leiguíbúðir fyrir þá sem eru verst settir fiár- hagslega og síðan hlutdeildaríbúðir fyrir þá sem eru skár settir en geta samt ekki ráðið við að kaupa ibúð- ir sem eru eins dýrar og þær hafa verið. Borgaryfirvöld eiga að meta þarfir fólks og þeir sem hafa mesta þörfina eiga að koma fyrstir, óháð því hversu efnaðir þeir eru.“ - Fyrir tólf árum tókst þeim flokk- um sem nú eru í minnihluta að fella áratugalanga stjórn Sjálfstæð- isfiokksins í borginni. Þið töpuðu borginni hins vegar strax aftur í næstu kosningum. Hvað var það sem gerðist í þessu stjórnarsam- starfi? „Það tókst aldrei að ná í heilan meirihluta. Hann var aldrei traust- ur. Hann náði bara saman um fiár- hagsáætlanir en eins og alkunna er þá hélt meirihlutinn ekki í mörg- um stórum málum. Eins var ekki reynt að fara fram með mörg stór mál vegna þess að samstaöa var ekki næg. Þetta lamaði því starfs- hæfni hans. Hins vegar var margt sem tókst.“ - Ereitthvaðsemsegiraðsamstarf minnihlutaflokkanna tækist betur nú? „Það veltur á því hvaða einstakl- ingar ná kjöri því að auðvitað bygg- ist þetta á einstaklingum. í síðasta meirihluta var það fyrst og fremst einn einstaklingur, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, sem brást. Það var allt í lagi með hina. Ef við lítum til baka er ljóst aö þaö hefur verið mjög gott að ná samstöðu meðal minnihlutaflokkanna á þessu kjör- tímabili. Það hefur verið sjaldgæft að það hafi verið ágreiningur um stefnumarkandi mál. Nú eru komnir nýir einstaklingar í fram- boð og ég skal ekki segja til um hversu samstarfsfúsir þeir eru. Ég get ekki dæmt það.“ - Ef við færum okkur niöur á jörð- ina þá eru mjög litlar líkur til að meirihluti sjálfstæöismanna falli... ....við skulum segja engar lík- ur.“ - Þú metur þá að engar líkur séu á að meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins falh. Um hvað er fólk þá aö kjósa? „Það má segja aö valið standi um hvers konar aðhald þeir vilji hafa að þessum meirihluta." - Hvernig aðhald ætlar Alþýðu- bandalagið aö veita Davíð Odds- syni og Sjálfstæðisflokknum? „Svipaö og þaö hefur veitt Davið Oddssyni hingað til. Við höfum verið með málefnalegan ágreining. Við höfum vakið athygli borgarbúa á þeim mistökum sem hann hefur gert og ég geri ráð fyrir að Sjálf- stæðisflokkurinn muni frekar reyna að forðast þau frekar en hitt. Ég minni á hvernig við höfum gagnrýnt hönnunarkostnað viö ráðhúsið. Það er tvöfalt dýrara að hanna húsið en öll smiðavinna við að byggja það kostar. Það hggur við að ástæða sé til að setja rann- sóknarnefnd á laggirnar til aö kanna þetta mál. Ég á líka erfitt með að trúa því að Sjálfstæðis- flokkurinn leggi í þá rimmu á nýjan leik sem verið hefur í kringum þessar minnisvarðabyggingar sem reistar hafa verið á þessu kjörtíma- bili vegna þess að við höfum haldið upp málefnalegri og fastri gagnrýni og það held ég að verði okkar hlut- verk í framtíðinni." - Ef þú horfir til kosninganna; hvaða útkomu sættir þú þig við fyrir þinn flokk? „Ég tel að það yrði stórsigur ef við héldum tveimur mönnum inni. Ég tel það góðan árangur ef viö héldum tveimur mönnum inni miðað við aðstæður. En ég myndi hins vegar líta á það sem tap ef við fengjum bara einn mann.“ tfsti Alþýðubandalagsins 1. Sigutjón Pétursson borgarfultoúi. 2. Guðrún Ágústsdóttir, aöstoðarmaður mennta- málaráðherra. 3. Guðrún Kr. Óladóttir, varaformaður Sóknar. 4. Ástráður Haraldsson lögfræðingur. 5. Stefanía Traustadóttir félagsfræðingur. 6. Einar Gunnarsson, formaöur Félags blikksmiöa. 7. Gunnlaugur Júlíusson hagfræöingur. 8. Guðrún Sigurjónsdóttir, for- maður Félags sjúkraþjálfa. 9. Páh Valdimarsson hnumaður. 10. ValgerðurEiríksdóttirkennarí. 11. Ehn Snædal félagsráðgjafi. 12. HuldaS.Ólafsdóttirsjúkrahði. 13. Hildigunnur Haraldsdóttir arkitekt. 14. Kolbrún Vigfúsdóttir fóstra. 15. Einar D. Bragason trésmiður. 16. SoffíaSigurðardóttirhúsmóðir. 17. Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir nemi. 18. SigþrúðurGunnarsdóttirnemi. 19. Guðrún Ása Grímsdóttir handritafræöingur. 20. Ólafur Jensson læknir. 21. Monika Karlsdóttir, aðstoðar- maöur í sjúkraþjálfun. 22. Amar Guömundsson nemi. 23. Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri. 24. Sigurbjrög Gísladóttir efnafræðingur. 25. Þorbjörn Broddason dósent, 26. Stefán Karlsson handrítafræöingur. 27. Ida Ingólfsdóttir fóstra. 28. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju. 29. TryggviEmilssonrithöfundur. 30. Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.