Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
49'
Lífestm
Reiðhjólið 150 ára:
Kartöflur:
500 tonn eftir
- innflutningur gæti dregist fram í júní
Um 500 tonn munu enn vera til
af innlendri kartöfluuppskeru frá
því í fyrra, eftir þvi sem Sveinbjörn
Eyjólfsson hjá landbúnaðarráöu-
neytinu segir. Fyrir fjórum vikum
voru 900 tonn eftir og sé miðað við
að landinn torgi 100 tonnum á viku
gæti leyíi fyrir innílutningi á kart-
öflum dregist fram til 10. júní eða
lengur, en hingað til hafa menn
miðað við 1. júní.
Sveinbjörn sagði að enn væri eft-
ir þetta mikið magn af góðum kart-
öflum en fylgst væri reglulega með
markaðnum. Ef hlýnar í veðri og
kartöflurnar fara að skemmast
gæti það flýtt fyrir innflutningi.
Dagsetningin 1. júní var sett til
viðmiðunar og gæti skakkað tíu
dögum til eða frá. Að sögn Svein-
björns var það gert til að innflytj-
endur hefðu rúm til að hefja inn-
flutninginn og koma sér upp birgð-
um til að ekki færi í óefni íþessum
málum, en ekki væri hægt að leyfa
innflutning á meðan enn væru til
góðar íslenskar.
Varðandi spurninguna um hugs-
anlega kvóta á innflutning á kart-
öflum sagði Sveinbjörn að engin
ákvörðun hefði enn verið tekin í
því máli, það færi allt eftir umsókn-
um innflytjenda. Ef umsóknir inn-
flytjenda verða í samræmi við
Það eru vafalaust margir farnir að
hlakka til þess að fá nýjar íslensk-
ar kartöflur þegar líður á sumarið
en enn eigum við 500 tonn af óetn-
um kartöflum af uppskerunni frá
því í fyrra.
markaðinn og ekki lítur út fyrir að
þeir séu að hamstra verður enginn
slíkur kvóti settur.
Ef kvóti verður settur á innflutn-
inginn mun því magni, sem áætlað
er að þurfi að flytja inn, deilt niður
á innflytjendur í hlutfalli við þá
markaðshlutdeild sem innflytjend-
umir hafa í kartöflusölu.
-GHK
Hagkaup býður upp á tvær tegundir af fjallahjólum og er sú dýrari úr áli.
Könnun þessi sýnir aðeins ódýrustu gerðirnar og er enginn mælikvarði á gæði. Hægt er að fá mun fleiri tegundir og á verði allt upp
í 100.000 krónur.
Um þessar mundir eru það 26" fjallahjól sem eru hvað vinsælust, en áður
en kaup eru gerð ættu kaupendur að athuga hvort seljandi býður upp á
viðgerðaþjónustu. DV-myndir GVA
Markið og Örninn. í þessum verslun-
um var hægt aö fá fimm og upp í tíu
tegundir af 26" hjólum og var verðið
allt upp í tæplega 100.000 krónur.
í þessari könnun var ekki lagt mat
á gæði hjólanna. Þegar reiðhjólasér-
fræðingar voru spurðir í hverju
verðmunurinn fælist helst, þá feng-
ust þau svör m.a. að á dýrari gerðun-
um væru svokallaðar gaffalbremsur
sem veita viðnám við minna átak og
einnig væru slíkar bremsur öraggari
en tíðkast á gömlu gerðunum. Verð-
munurinn liggur einnig í skipting-
unni því á fínni hjólunum er svoköll-
uð þrepaskipting og hægt að skipta
um gír með einu handtaki og í hjól-
grindinni þar sem dýrari hjólin eru
yfirleitt þau léttustu, og einnig hefur
það áhrif á verðið hversu mikið er
lagt í gíra og shkt.
Engin aukabúnaður
Fjallahjólin sem voru skoðuð voru
yfirleitt án alls aukabúnaðar, þ.e.a.s.
engin ljós voru á þeim, bretti eða
bögglaberar, eða annað slíkt sem
finna má á reiðhjólum. Ástæðan fyr-
ir þessu er sú að hér eru torfæruhjól
á ferðinni og aukabúnaður myndi
flækjast fyrir, þó eru þessi hjól ætluð
til ferðalaga. Atján gira Highlander
hjólið sem fæst í Markinu kemur þó
með ljósi og brettum.
En það er ekki nóg að eiga hjól ef
engin viðgerðaþjónusta er fyrir
hendi. Hjá Byggt og búið er árs-
ábyrgð á hjólunum, en Hvellur í
Kópavogi sér um viðgerðaþjón-
ustuna ef kaupandi kemur með kvitt-
un sem sýnir hvar og hvenær hjólið
Nú eru það
Kirkpatrick Macmillan hefur varla
órað 'fyrir því árið 1865 hvaða áhrif
uppgötvun hans myndi hafa, hvað
þá að 150 árum síðar myndi hún enn
vera í fullu gildi. Hér er auðvitað
verið að tala um reiðhjólið sem nýtur
enn vinsælda jafnt hjá ungum sem
öldnum, þótt unga kynslóðin sé dug-
legri við að þeysa um göturnar á slík-
um farskjótum.
Gamla góða stýrið
í meginatriðum hefur reiðhjólið
ekki tekið svo ýkja miklum breyting-
um á einni og hálfri öld. Hin síðari
ár hafa komið upp tískubólur varð-
andi hjólin og má af því tilefni minn-
ast á 10 gírahjólin með hrútshornun-
um sem stungu niður kollinum hér
á landi fyrir tíu árum eða svo. Um
þessar mundir eru það svokölluð
fjallahjól sem allir þurfa að eignast,
en stýrið á þeim er þetta gamla góða.
DV fór í sex verslanir nú á dögun-
um til aö kanna hvað í boði væri, en
þar sem úrvalið er svo gífurlegt þá
var brugðið á það ráð að bera aðeins
saman ódýrustu gerðirnar af stærð-
inni 26" sem keypt eru handa börn-
um frá 10 ára aldri og fullorðnum.
Þrjár af þessum verslunum eru hjól-
reiðaverslanir, þ.e.a.s. Fálkinn,
var keypt. Fálkinn er með sína eigin
viðgerðaþjónustu og þar fengust þær
upplýsingar að allir varahlutir væru
til í þeirra hjól og yrðu til. Hagkaup
hefur vísaö fólki til Fálkans varðandi
varahluti, en ekki er hægt að ábyrgj-
ast að þeir varahlutir sem Fálkinn
er með passi í hjólin sem keypt eru
i Hagkaupum. Ársábyrgð er á hjól-
unum í Fálkanum.
Kaupandi borgar viðgerðina
Markið er einnig með ársábyrgð á
hjólunum og þeir, eins og Fálkinn,
eru með sína eigin viðgerðar- og
varahlutaþjónustu. Ársábyrgð fylgir
hjólunum sem keypt eru í Miklagarði
og ábyrgðarskírteini er gefið út þegar
hjól er keypt. Sá böggull fylgir þó
skammrifi að Miklagarðsmenn eru
ekki með eigin reiðhjólaþjónustu og
vísa á Borgarhjól á Hverfisgötu 50.
Þar fengust þær upplýsingar að þeir
gerðu við hjól sem keypt væru íC
Miklagarði en viðskiptavinir yrðu að
borga fyrir viðgerðina sjálfir því þeir
taka ekki við ábyrgðarskírteinum.
Þeir sem hafa keypt hjól í Miklagarði
sem bila innan árs fá nótu hjá Borg-
arhjólum sem þeir verða síðan að
sýna í Miklagarði til að fá endur-
greitt.
Örninn tekur að sér beint allar við-
gerðir á íjallahjólunum en með aðrar
reiðhjólaviðgerðir vísa þeir upp á
Hverfisgötu 50. Ársábyrgð er á hjól-
unum, nema dekkjum og slöngum,
en 20 ára ábyrgð er á hjólgrindunum.
Flestar verslanir bjóða upp á stað-
greiðsluafslátt, og er verðið með og
án staðgreiðsluafsláttar yfirleitt gef-
ið upp, en í Fálkanum er stað- ^
greiðsluveröið 5% undir því verði
sem upp er gefið. Á ööram stöðum
er lægri talan staðgreiðsluverðið.
-GHK
I Markinu er geysilega mikið úrval af fjallahjólum og er hægt að velja á
milli fimm og tiu tegunda, allt eftir þvi hvað hugurinn girnist.
Könnun á 26" fjallahjólum
Verslun Gírar Tegund Þjóðerni Verð
Byggtog búið 15 Eagle River Bandarisk 19.422
Fálkinn 15 Raleigh - Marauded Bresk 28.900 - 5%stgra.
18 Raieigh - Lizard Bresk 31.900-5%stgraf.
Hagkaup 18 Pioneer - Prostyle Bandarísk 19.900
18 Jungle Rider - Prostyle Bandarisk 29.900
Markið 18 Highlander Vestur-þýsk 29.640/31.200
15 Gitane Frönsk 30.305/31.900
Mikligarður (24" hjól) 12 ShineWheel Kínversk 14.600
Örninn 18 Motobecane Frönsk 31.140/32.760
21 Muddy Fox Japönsk 37.740/39.740
Neytendur
26" fjallahjól