Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 24
40 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. Stjómmál Sorpböggun ekki á dagskrá í hinum vestræna heimi segir Kjartan Jónsson, efsti maður hjá Grænu framboði - Er eitthvað í íjármálum borg- arinnar sem þið viljið gera öðru- vísi? „Það er auðvelt að reka borgina miðað við önnur sveitarfélög og borgin hefur verið vel rekin. Það sem við viljum hins vegar sjá er að hverfissjórnir fái ákveðið hlut- fall af útsvarinu til ráðstöfunar og til að sjá um ákveðna málaflokka. Við teljum að um það bil helmingur útsvarsins mætti renna til hverfis- stjórna." - Hafið þið eitthvað sérstakt fram að færa í skipulagsmálum? „Okkur hefur fundist það góð hugmynd að kynna skipulags- breytingar vel og hafa síðan at- kvæðagreiðslur um þær. Þá erum við á móti miðstýringu í skipulagi. Það eru oft ýmsar tískustefnur í gangi í arkitektúr sem allir þurfa að sætta sig við. Við höfum hins vegar ekkert á móti meiri fjöl- breytileika, persónulegri stíl og meira vali til fólks.“ - Hvaða framkvæmdir viljið þiö í umferðarmálum? „Þau eru okkar aðalmál. Einka- bíllinn er helsti mengunarvaldur- inn í Reykjavík og mengun mæhst alveg upp undir viðmiðunarmörk Hollustuverndar. Við sjáum því ekki framtíð í lausnum tengdum einkabílum, svo sem breikkun Mi- klubrautar, göngum undir Foss- voginn eöa fleiri bílastæðishúsum sem miðast allt að þvi að koma að fleiri bílum í borginni. Við teljum að almenningssamgöngur séu var- anlegar lausnir. Við viljum hins vegar ekki einskorða okkur við gamla strætisvagnakerfiö og hlaða utan á það. Við viljum hugsa það upp á nýtt. Við viljum að innan hvers hverfis sé kjami eða miðstöð og þangað gangi minni vagnar sem stoppi fyrir fólki sem víðast. Einnig viljum við láta kanna möguleika á rafmagnseinteinungum á lengri leiðum þannig að fólk geti til dæm- is farið úr Breiöholtinu niður í bæ á 5 mínútum í stað 25 mínútna. Þá viljum við að eitthvað verði gert fyrir reiðhjól en á síðustu þrem árum hafa verið flutt til landsins um 40 þúsund reiðhjól. Nú eru að- stæður fyrir hjólreiðar algerlega ófullnægjandi." - Hvemig viljið þið taka á skólp- og sorpmálum borgarinnar? „Það er ákveðin áætlun í gangi varðandi skólpið sem er í sjálfu sér allt gott um að segja nema við vilj- um flýta framkvæmdum eins og tæknilega er mögulegt. Um sorp- böggunarstöð er það hins vegar að segja að það er algerlega úrelt fyrir- bæri. Það dettur engum slíkt í hug í hinum vestræna heimi lengur. Það er lítið dýrara að setja upp endurvinnslustöð sem gæti nýtt helstu tilfallandi efni sem myndi um leið skapa einhver verðmæti. Það er ekki bara hagkvæmnis- spursmál heldur einnig siðferðisleg afstaöa gagnvart heiminum þar sem mikil sóun er í gangi og við Yfirheyrsla: Sigurður M. Jónsson stöndum frammi fyrir að náttúru- legar auðlindir endast ekki miklu lengur. Þá má geta þess að sum- staðar erlendis er byrjuð sorp- flokkun á heimilunum þar sem fólk flokkar sorpið í nokkra flokka. Okkur finnst að Reykjavíkurborg geti haft frumkvæði að því að hrinda svona af stað.“ - Hvað viljið þið gera við Áburðar- verksmiðjuna? „Við viljum að sjálfsögðu losna við verksmiðjuna. Við viljum gera könnun á því hvort það sé nauð- synlegt að hafa hana hér á landi. Það fellur mikið til af náttúruleg- um áburði sem má nýta betur. Þessi ólífræni áburður veldur mengun þó það hafi ekki orðið vandamál hér eins og sést víða þar sem hann hefur raskað vistkerfum. Húnvetningar hafa lýst yfir áhuga sínum á að fá verksmiðjuna og ef um það er samstaða hjá þeim þá er ekkert við því að segja.“ - Viljið þið breyta áherslu í fram- kvæmdum? „Um það snýst pólitík og við vilj- um breyta forgangsröðinni. Við erum í framboði af því að við vilj- um setja umhverfismál framar í forgangsröð." - Hvað viljið þið gera í dagvisturn- armálum? „Dagvistunarmál er einn af þeim málaflokkum sem við viljum að fari inn í hverfisstjórnir. Við teljum að þeim verði mun betur sinnt ef ákvarðanatakan verður færð nær fólki.“ - Máefni aldraðra? „Við viljum einnig sjá þau í hverfisstjórnum en það er ekki hlaupið að því. Það er búið að byggja upp aðstöðu fyrir aldraða á afmörkuðum svæðum og færa hana mikið saman. Við viljum smám saman færa það út í hverfin og við erum á móti þeirri stefnu að einangra gamla fólkið. Við vilj- um halda því sem lengst virku í mannlífinu." - Hafið þið einhverja skoðun á af- skiptum borgarinnar af atvinnu- málum? „Borgin á ekki að vera í atvinnu- rekstri og við viljum sem minnsta yfirbyggingu. Það á því ekki að vera að vasast í einhverju sem einkaaðilar geta séö um.“ - Hafið þið einhverjar sérstakar áherslur varðandi íþróttamál? „Mér hefur nú virst sem að íþróttafélögin hafi verið ágætlega virk og dugleg við að bjarga sér.“ - Hafið þið sérstakar áherslur gagnvart vaxandi ofbeldi og fikni- efnaneyslu? „Við viljum tengja þetta beint við hverfisstjórnir. Þetta er það sem gerist þegar borgir stækka. Þá koma upp slík vandamál í auknum mæh. Það verður meiri einangrun, meiri firring og meira og grimmara ofbeldi. Þetta er bara þróun sem við þekkjum úr öðrum borgum. Þó að Reykjavík sé ekki stór borg þá er hætt við að menn fari að missa ábyrgðartilfinningu gagnvart um- hverfinu og því viljum við efla hverfisstjórnir.“ - Hvað viljið þið gera fyrir gamla miðbæinn? „Við teljum okkur hafa sögulega ábyrgð gagnvart miðbænum. Það er að segja að við teljum okkur ekki hafa rétt til að hrófla mikið við þessum gömlu húsum og verð- um því að varðveita þau sem best fyrir komandi kynslóðir. Við erum því á móti því að setja niður mikið af stórum byggingum þar. Þá þarf að gera eitthvað til að styðja versl- un á staðnum því það styður um leið við mannlif. Það eru áform í gangi hjá einkaaðilum um að setja glerþak yfir Laugaveginn. Við vilj- um að borgin taki yfir þær áætlan- ir og byggi jafnvel yfir Austur- stræti líka.“ - Horfið þið eitthvert sérstakt varðandi borgarstjóraefni? Nei, og okkur finnst það algert aukaatriði. Hlutverkið er of valda- mikið og við viljum minnka völd borgarstjórans." Framboöslisti fyrir Græntframboö: 1. KjartanJónsson, verslunarmaður 2. Óskar G. Ölafsson, verkamaður 3. Gunnar Vilhelmsson, Ijósmyndari 4. Sigrún María Kristinsdóttir, nemi 5. SigurðurÞórSveinsson, sölumaður 6. SigríðurE. Júlíusdóttir.nemi 7. MetúsalemÞórisson, markaösstjóri 8. GuðmundurÞórarinsson, kvikmyndagerðarmaður 9. Árnilngólfsson, myndlistarmaður 10. Sigurður M. Grétarsson, endurskoðandi 11. AnnaM.Birgisdóttir, verkstjóri 12. SigurðurB.Sigurösson, forritari 13. Þór Ö. Víkíngsson, verslunarmaður 14. Guörún Ólafsdóttir, nemi 15. JónG.Davíðsson,nemi 16. BjamiHákonarson, markaðsfuhtrúi 17. IngunnAmardóttir, afgreiðslustúlka 18. Ásgeir Sigurðsson, bifvélavirki 19. BirnaTómasdóttir.verkakona 20. StefánBjargmundsson, tollvörður 21. Björn Steindórsson, verkamaður 22. Halldór Carlsson, skáld 23. Sigurður Ó. Gunnarsson, verkstjóri 24. Máni Svansson, myndhstarmaður 25. FríðaJónsdóttir.nemi 26. Jóhannes K. Kristjánsson, tæknimaður 27. Kristvin J. Sveinsson, nemi 28. írisB.Smáradóttir, starfsstúlka við aöhlynningu 29. Sígurður Bragason, sölumaður 30. ÓlafurR. Dýrmundsson, landnýtingarráðunautur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.