Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 13 Lesendur Kvittað fyrir bláa bók Sigmar Hróbjartsson skrifar: Víst er það góðra gjalda vert að upplýsa Reykvíkinga um Félags- málastofnun borgarinnar og þá starfsemi sem þar fer fram. Hins vegar hefur sá tími sem valinn var sætt nokkurri gagnrýni. Tæpast er hægt að bera á móti því að rétt fyr- ir kosningar í borginni beri slík ráðstöfun alþekktan keim af því andrúmslofti sem gerir vart við sig á fjögurra ára frpsti. Mörgum er í minni sá pési sem dreift var í hús hér í borg fyrir átta árum. Þá var líka mikið í húfi. Sjálfstæðisflokkurinn hafði misst meirihlutann ijórum árum áður. Hinar miklu sprungur í kringum Rauðavatnið biðu þess albúnar að gleypa með húð og hári alla þá sem gerðust svo djarfir að reisa þar bústaði sína. - Hin „vonda vinstri“ stjórn ætlaði að stefna byggðinni þangað. Svo mikil sefiun fylgdi þessum áróðri að fólk sem ég talaði við skalf frá hvirfli til ilja af ótta við þennan yfirvofandi háska. Allt gekk upp. Völdin voru endurheimt og byggðinni var stefnt í óskalandið við Grafarvog. - Þetta rifjaðist upp á páskadag þegar óhappið varð í Gufunesi. Hið alsjáandi auga var þá ekki óskeikult þegar til kas- tanna kom. Það gat þá gert mistök, rétt eins og við hin! En lítum nú aðeins á ofangreint plagg. Á fyrstu opnu er saman- þjappað kort af þjónustustöðvum Félagsmálastofnunar, ásamt mynd og ávarpi borgarstjóra. Þá kemur viðtal við félagsmálastjóra með til- heyrandi myndum, m.a. af fráfar- andi Félagsmálaráði, og ekki seinna vænna að koma henni á framfæri. - Þannig má rekja viðtöl og myndir af starfsfólkinu allt aftur á 16. síðu sem er lokasíðan. Allt er það harla gott. Eða er ekki svo? Það vakti þó athygli að hvergi var minnst á biðlista. 011 þessi lesning varð mér tilefni nokkurra heila- brota. Og líklega er það engin til- viljun að ég staldraði helst við hús- næðismál og málefni aldraðra. Svo vildi til að ég var þátttakandi í starfshópi hjá Nýjum vettvangi, einmitt um þennan málaflokk, og ennfremur sú staðreynd að ég fylli nú flokk eldri borgara og get því af nokkrum kunnugleika talað því sá er eldurinn heitastur er á sjálf- um brennur. Verktakaveldi? Ingólfur G. Ingólfsson skrifar: Nú er birtir hafa veriö framboðs- listar fyrir bæjar- og sveitarstjórnar- kosningarnar er það eitt sérstakt mál sem vakið hefur athygli. Það er sú staðreynd að oddvitar sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, Kópavogi og Álftanesi skuli alhr vera fram- kvæmdastjórar stórra verktakafyr- irtækja. Á tveimur síðasttöldu stöð- unum eru sameigendur Gunnar og Guðmundur, en í Hafnarfirði er það forstjóri Hagvirkis, eins stærsta verktakafyrirtækis landsins. Nú er það ekki ætlun mín að gera því skóna að stórir verktakar hér um slóðir sækist til áhrifa í bæjarstjórn- arpólitík gagngert til að tryggja hags- muni sína. Þvert á móti þykist ég vita að hér sé um algjöra tilviljun að ræða og persónulegan áhuga þessara manna fyrir bæjarmálum og ég vil undirstrika það að ég tel að menntun og reynsla þessara manna ætti að vera hagnýt reynsla til starfa að bæjarmálefnum - hvort sem menn eru þeim sammála eða ekki. Hjá því verður þó ekki litið að æðstu áhrifamenn í bæjarstjórnum, sem jafnframt gegna störfum eins og að vera framkvæmdastjórar verk- takafyrirtækja, munu fyrr eða síðar komast í þá aðstööu að þurfa að tak- ast á við mál og taka ákvarðanir sem varða bæði hagsmuni verktaka og sveitarfélaga. - Slíkir hagsmunaá- rekstrar eru að sama skapi óæskileg- ir sem þeir eru óumflýjanlegir. Er skemmst að minnast þess er talið var óæskilegt að fulltrúi Kvennalistans tæki sæti í bankaráði Landsbankans vegna stöðu sinnar hjá Kaupþingi. Verktakar og þá ekki síst þeir sem stórir eru í byggingariðnaðinum eiga oft mikið undir pólitískum ákvörð- unum. Hér má því spyrja: Getur það ekki á sama tíma talist óeðlilegt að þeir sem eiga þar hagsmuna að gæta taki þátt í ákvörðunum - eða séu jafnvel oddvitar í þeirri ákvarðana- töku? Til varnar Evu Kristjana hringdi: Ég hringi vegna lesendabréfs í DV 7. maí sl. þar sera Sigríður skrifar kvörtunarbréf <úm versl- unina Evu. Ég hef sjálf verslað mikið í Evu gegnum árin og aldr- ei fengið þar nema fyrirtaks þjón- ustu. Ekki síst allt sL ár. Ég vildi bara óska þess að slíka þjónustu væri hægt að fá í fleiri verslunum. áskilur sér rétt til aö stytta bréf og símtöl sembirtastáles- endasíðum blaðsins. Til sölu í samráði við veðhafa eru eftirtaldar eignir þrotabús Bjarna A. Einars- sonar, Arnarstapa, Breiðuvíkurhreppi, Snæfellsnessýslu, auglýstar til sölu. Fasteignir: Einbýlishús, Naustabúð 21, Hellissandj. Fiskverkunarhús Eyri, Arnarstapa, fiskverkunarhús á Arnarstapa. Verslun- arhús/geymsluhús, Arnarstapa. Lausafé: Frystiklefi ásamt pressu, frystitæki ásamt pressu og pönnu, aðgerðarborð, fiskikör, tvær fiskvogir, þvottakar með færi- bandi, saltfiskbretti, tveir rafmagnslyftarar, skreiðarpressa, veiðarfæri, Baader 188 flökunarvél, Baader 421 hausunar- vél, ísvél, umbúðir o.fl. Eignirnar verða til sýnis laugardaginn 19. þessa mánaðar frá kl. 12-14. Tilboð sendist undirrituðum, sem veitir allar nánari upplýsingar, fyrir 30. þ.m. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Klemenz Eggertsson hdl. skiptastjóri Garðatorgi 5 210 Garðabæ, sími 656688 Laus staða lögfræðings Staða löglærðs fulltrúa við embætti undirritaðs er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf þurfa að berast undirrituðum fyrir 1. júní 1990. Húsavík 10. maí 1990 Halldór Kristinsson, sýslumaður Þingeyjarsýslu, bæjarfógeti Húsavíkur REYKJAVÍK Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaup- um á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Reykjavík. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða raðhús á einni hæð með 5-6 rúmgóðum herbergjum. Æskileg staðsetning vestan Elliðaáa. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efn- i, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, afhending- artíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. júní 1990. Fjármálaráðuneytið, 15. maí 1990 Stofnun Þróunarfélags miðbæjar Reykjavíkur Dagana 17. maí -16. júní nk. liggja frammi undirskriftalist- ar á Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, Byggingaþjónustunni í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg og á Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, fyrir þá sem vilja gerast stofnfélagar í Þróunarfélagi miðbæjar Reykjavíkur. Starfs- vettvangur félagsins er miðbærinn. Stofnfélagar geta þeir orðið sem eiga lögheimili, fyrirtæki og atvinnurekstur í Reykjavík svo og stofnanir. Áætlað árgjald félagsaðila er kr. 2.000 fyrir íbúðareigendur, kr. 10.000 fyrir fyrirtæki og kr. 20.000 fyrir hverja stofnun. Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góðum árangri. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR á laugardögum þurfa að berast í síðasta lagi fyrir kl. 17:00 áfimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla daga frá kl. 09:00 til 22:00 nema laugardaga frá kl. 09:00 til 14:00 og sunnudaga frá kl. 18:00 til 22:00. 's Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verður að berast fyrirkl. 17:00 á föstudögum. AUGLÝSINGADEILD 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.