Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. 17 Spurt í Reykjavík: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna? Stefán Konráðsson sölumaður: Kvennaframboðið vinnur. Þórhildur Pétursdóttir húsmóðir: Nýr vettvangur vinnur stórsigur í þessum kosningum. Fólk er orðið þreytt á núverandi stjórn og vill breyta, vill nýtt afl. Laufey Guðmundsdóttir ellilífeyris- þegi: Það verða varla miklar beyting- ar. Þeir sömu verða í meirihluta og verið hafa. Haukur Kristmsson velstjóri: Eg held að sjálfstaeðismenn fari létt með þetta. Guðni Birgir Sigurðsson: Mér líst vel á Davíð og það sem hann hefur gert. Ég held ég kjósi hann þó ég hafi ekki fylgst svo náið með þessu. Geir Ingimarsson sölumaður: Ég held að Davíð vinni kosningarnar. Það er varla nokkur vafi á því. Reykjavik: Fleiri fram- boð en nokkru sinni Sjö listar bjóða fram við borgar- stjórnarkosningarnar þann 26. maí næstkomandi sem er meira en nokkru sinni fyrr. Það eru B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæð- isflokks, G-listi Alþýðubandalags, H-listi Nýs vettvangs, M-listi Flokks mannsins, V-hsti Kvennalista og Z- listi Græningja. H-listi Nýs vettvangs, sem er nýr, er meðal annars borinn fram af fólki úr Alþýðuflokki og Alþýðubanda- lagi. Þá hefur Z-listi Græninga ekki boðið fram áður í Reykjavík. Spurningar, sem meðal annars brenna á vörum borgarbúa, er hvaöa áhrif framboð H-lista mun hafa á fylgi G-listans og um leið hvort meiri- hlutastöðu D-listans verði ógnað. D-listinn hefur haldið meirihluta í borgarstjórn frá því í kosningunum 1982. Þá endurheimti listinn meiri- hlutastöðu sína eftir fjögurra ára samstarf A-, B- og G-lista. 1978 tapaði D-listinn meirihluta sínum, sem hann hafði haft í þrjá áratugi, og fékk eitt minnsta fylgi sitt í borgarstjómarkosningum en nokkm sinni, eða 47,5 prósent og sjö menn kjörna. Þá fékk G-listi Al- þýðubandalagsins hins vegar mesta fylgi sitt í borgarstjórnarkosningum, eða 29,8 prósent og fimm menn kjörna. Mesta fylgi, sem A-listi hefur fengið síðustu 30 árin, var 1966 þegar listinn fékk 14,6 prósent atkvæða. Fylgi B- hsta var hæst 1970, eða 17,2 prósent, en hefur hríðfahið síðan. Fylgi V- lista náði tæpum 11 prósentum 1982 en lækkaði í 8,1 prósent 1986. 1. desember voru íbúar í Reykjavík 96.727. Á kjörskrá í mars voru alls 71.325 manns, 34.125 karlar og 37.200 konur. Þessar tölur breytast þó fyrir kosningar. -hlh Stjómmál Úrslit borgarstjómarkosninga íReykjavík 1962 -1986 52,9 fffffffff 1962 | 48,5 ffffffff 1966 1970 I 10,9 \ 12,9Wl6.8ffl 6,4 l>4 lB lg —Éá 14,6 íf 17,2 ff 19,7 fff 57,9 fffffffff 1974 70,4 f 17,2 fff/6,,2 ff 7,0 f \A IB IG l/Hi 16,4 ff 18,2 fff 6,5 f * E....m 47,4 U4ft Q.4 f 29,8 I978 1982 BZstiMMWn 8,01 9,stil9,otitil0.9ti \V 1 A..\R..Ig 52,7fffffffff 70,of 7,0f 20,3fff 8,0f Skýringarmyndin sýnir kosningaúrslit frá 1962.1962 buðu F-listi Þjóðvarnar- flokks og H-listi óháðra bindindismanna fram en fengu hvorugur mann kjör- inn. 1970 fékk F-listi Frjálslyndra og vinstrimanna einn mann kjörinn en K-listi Sósíalistafélags Reykjavíkur fékk engan mann. 1974 bauð J-listi fram, borinn fram af krötum og frjálslyndum og vinstrimönnum, og fékk einn mann kjörinn. Það ár bauð V-listi frjálslyndra fram en náði ekki manni inn. 1986 bauð M-listi Flokks mannsins fram en fékk engan mann kjörinn. Úrslitin 1986 Sex hstar buðu fram í Reykjavík í brogarstjórnarkosningunum 1986. Þá fékk A-hsti Alþýðuflokks 5.276 atvkæði og einn mann kjörinn. B- hsti Framsóknarflokks fékk 3718 at- kvæði og einn mann kjörinn. D-hsti Sjálfstæðisflokks fékk 27.822 atkvæði og níu menn kjöma. G-hsti Alþýðu- bandalags fékk 10.695 atkvæði og þrjá menn kjörna. M-hsti Flokks mannsins fékk 1.036 atkvæði og eng- an mann kjörinn og V-listi Kvenna- lista fékk 4.265 atkvæði og einn mann kjörinn. Þessi voru kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur 1986: Bjarni P. Magnússon (A), Sigrún Magnúsdóttir (B), Davíö Oddsson (D), Magnús L. Sveinsson (D), Katrín Fjeldsted (D), Páll Gíslason (D), Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson (D), Hilmar Guðlaugsson (D), Ámi Sigfússon (D), Júlíus Hafstein (D), Jóna Gróa Sig- urðardóttir (D), Siguijón Pétursson (G), Kristín Á. Ólafsdóttir (G), Guð- rún Ágústsdóttir (G) og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (V). KOSNINGAR 1990 Haukur L Hauksson og Slguijón Egilsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.