Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 40
Ú3p Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritst|órn - Auglýsin^ar - Askrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst, óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990. í Akureyri: Lát tveggja bama rannsökuð Rannsókn lögreglunnar á Akur- Jlbyri vegna drukknunar sjö ára drengs í Glerá á Akureyri hefur beinst að því hvort 11 ára drengur, sem var í fylgd með barninu, hafi getað orðið valdur að slysinu. Ástæða er að sami drengur var einn- ig í fylgd með bami sem drukknaði í ánni í júní í fyrrasumar. Við yfir- heyrslur mun drengurinn hafa við- urkennt að hafa valdið þvi að börnin féllu í ána. Hann er nú til sálfræði- meðferðar sem meðal annars er til að sannreyna framburð drengsins um atvikalýsingu. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryílr- lögregluþjónn á Akureyri, staðfesti að rannsókn færi fram en vildi á annan hátt ekki tjá sig um máhð. -gse Samningafundur í kjaradeilu sjómanna I morgun komu samningamenn Farmanna- og fiskimannasambands- ins og útgerðarmanna saman til formlegs samningafundar í húsi _ Landssambands íslenskra útvegs- •inanna. Þessir aðilar hafa átt fáa fundi til þessa og á þeim hafa útgerð- armenn aðeins boðið núll-lausnar- sammnginn eman. Sjómenn hafa sem kunnugt er kraf- ist breytinga á olíukostnaðarhlut- deildinni en á það hafa útgerðar- menn ekki viljað fallast til þessa. Nú hafa vélstjórar á Vestfjöðrum aftur á móti gengið frá nýjum kjara- samningum þar sem þeir fengu fram breytingu á olíukostnaðarhlutdeild- inni, þótt lítil væri. Sjómenn eru að gera sér vonir um að þeir samningar geti orðið til þess að koma hreyfingu á samningamálin annars staðar. -S.dór Amarflug: Leiguvélin á leiðinni „Leiguvélin ætti aö koma til lands- ins í dag en það er búið að greiða inn á leigusamninginn og verið að um- skrá vélina," sagði Hörður Einars- son, stjórnarformaður Arnarflugs, í morgun. Gert er ráö fyrir að leiguvél félagsins hefii áætlunarílug á morg- un. Hörður átti fund með samgöngu- ráöherra í gær þar sem ráðherra var upplýstur um stöðu mála. Sagði Hörður að þar hefði hann meðal ann- J ^frs komið þeim skoöunum sínum á framfæri að það væri illa búið að flugréttindum Amarflugs. -SMJ LOKI Er Davíð þá síðasti vinur ' sauðkindarinnar? Stórmótið 1 bridge í New York: ijÞcttð var gratlagt a í lokaumferðinni“ íslendingasveitin féll úr efsta sæti í fjórða í lokin „Þetta var grátlegt í lokaumferð- inni í sveitakeppninni. Þaö gekk ekkert upp hjá okkur og við töpuð- um leiknum með 27-3 gegn sveit Brian Glubok, USA, og hröpuðum við það úr efsta sætinu í það fióröa. En þessi keppni í New York hefur veríð mjög skemmtileg og það fer ekki milli mála að við Aðalsteínn höfum komið hér mjög á óvart - vakið geysilega athygh,“ sagði Jón Baldursson í samtali við DV í morgun. Seint í nótt lauk sveita- keppni Cavendish-mótsins þar sem þeir Jón og Aðalsteinn spiluðu í sveitakeppninni með Andrew Rob- son, Englandi, og Kitty Bethe, USA, og haföi sveitin oft forustu í keppn- Sigurvegari varð sveit Mansfield, USA, meö 174 stig en þar spiluðu m.a. Burgess og Martson, Ástralíu. Sveit Glubok varð í 2. sæti með 172 stig, Solodor, USA, í þriðja meö 167. Þá sveit Íslendinganna með 166 stig. í 5. sæti varð sveit Zia, Pakist- an, með 153 stig og í 6. sæti sveit Marty Bergen, USA, með 125 stig. 12 sveitir tóku þátt í mótinu. Verð- laun fyrir 1. sætið voru 6800 dollar- ar og fiórar efstu sveitimar hlutu verðlaun. Fjórða sætið gaf 2000 dollara. íslendingasveitin byrjaði vel. Vann Marty Bergen 20-10 í fyrstu umferö. Þá 25-5 sigur í 2. umferð gegn sveit formanns Cavendish- klúbbsins. i 3. umferð 17-13 sigur gegn Solodor, USA, og í 4. umferð sigur, 30-0, á sveit Truscott, USA. í 5. umferð sigraði sveitin aftur sveit Solodor með 16-14 en sveitir gátu mæst tvisvar í keppninni. Monrad-kerfi. Þá var íslendinga- sveitin efst en i 6. nmferð kom slæmt tap gegn Zia, 28-2, og sveitin datt niöur í 4. sæti. í 7. umferð vann sveit Svia 30-0 en þar spiluðu fræg- ir kappar, Lindquist og Fallenius meðal annars. í 8. umferð var spil- að aftur við Zia og stórsigur, 23-7, fleytti íslendingasveitinni aftur upp í efsta sætið. Síðan kom tapið slæma í lokaumferðinni. „Þetta hefur verið mjög lærdóms- rikt fyrir okkur og árangurinn ætti að auðvelda íslenskum bridgespil- urum þátttöku á stórmótum. Víð höfðura góða félaga í sveitakeppn- inni, Robson og Bethe, spiluöu vel,“ sagði Jón Baldursson í lokin. -hsím Fjórir kæra Ólafur Thoroddsen, lögfræðingm- Grundarkjörs, segir það rangt að eig- endur Grundarkjörs hafi skotið und- an vörumen fiórir aðilar, þar á með- al Vífilfeli hf., hafa lagt fram kæru til Rannsóknarlögreglunnar um að að Grundarkjör hafi komið ógreidd- um vörubirgðum undan áður en verslunin hætti. Krafa Vífilfells mun vera um 1.300 þúsund krónur. Ólafur Thoroddsen mun ásamt stjórn Grundarkjörs hf. fara á fund sldptaráðanda næstkomandi fóstu- dag og óska eftir heimild nauðar- samninga við kröfuhafa eða gjald- þrqtaskiptum. Um brenndu skjölin í malarnám- unum við Þingvallavatn, sem merkt voru Grundarkjöri og Rannsóknar- lögreglan hefur haft til skoðunar, segir Ólafur að forráðamenn Grund- arkjörs hafi engar skýringar á því máh. -JGH Leitað án árangurs Það er fátt sem minnir jafnmikið á vorið og sauðburðurinn sem nú stendur einmitt sem hæst. Borgarbörn hafa hingað til ekki fengið rhörg tækifæri til að fylgjast með sauðburðinum en það ætti að breytast með tilkomu nýja Húsdýragarðsins í Laugardal sem verður opnaður um næstu helgi. Er ekki að efa að fjöldi barna á eftir að leggja leið sína þangað í náinni framtíð. DV-mynd BG Leit að mönnunum tveimur sem saknað er eftir að bíll þeirra lenti í Ölfusá aðfaranótt laugardags hefur engan árangur borið. Leitarflokkar leituðu framyfir miðnætti á mánu- dag og aftur í gær. Leit verður haldið áfram í dag. Mennirnir sem leitað er að heita Örn Arnarson, 20 ára, Sléttuvegi 4 á Selfossi, og Þórður Már Þórðarson, 26ára,Rauðási21,Reykjavík. -hlh Veðrið á morgun: Þokubakkar norðanlands Á morgun verður austan- og norðaustangola eöa hæg, breyti- leg átt á landinu. Skýjað verður og sums staðar þokubakkar norð- anlands, en skýjaö með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hitinn veröur 5-11 stig. SAFARÍKAR GRILLSTEIKUR BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.