Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Viðskipti
Jafnvægi á húsnæðismarkaði smáauglýsinga DV:
Sama verð á leigu
og fyrir tveim árum
- algengasta verð á 3ja herbergja íbúð er 38 þúsund krónur
Húsnaeði í boði
□ Húsnæði óskast
i--------; í
Fjöldi smáauglýsinga í DV-
_ dagana 7. - 12. maí
1988
1989
1990
Fjöldi smáauglýsinga um húsnæði í DV dagana 7. til 12. maí á þriggja ára
tímabili. Leigumarkaðurinn er í nokkuð góðu jafnvægi í vor.
Nokkurt jafnvægi er á leigumark-
aðnum í Reykjavík. Þetta kemur
meðal annars fram í fjölda smáaug-
lýsinga í DV þar sem auglýst er hús-
næði í boði og húsnæði óskast. Þá
er sama verð á leigu íbúða og fyrir
um tveimur árum, í krónum talið.
Þetta þýðir að raunverðið á leigu-
markaðnum hefur lækkað um næst-
um 35 prósent frá byrjun ársins 1988,
miðað við hækkun framfærsluvísi-
tölu á sama tíma.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
Fjöldi smáauglýsinga í DV í síðustu
viku um húsnæði í boði og húsnæði
óskast skiptist þannig að í 93 tilvik-
um var húsnæöi í boði en 114 hús-
næði óskast. Þetta verður að teljast
hið sæmilegasta jafnvægi. Sömu dag-
ana í maí í fyrra var jafnvægið á
leigumarkaðnum ennþá meira, þá
var í 122 tilvikum auglýst húsnæði í
boði og 118 húsnæði óskast. Það er
athyglisvert að húsnæði í boði er
auglýst oftar. í hittifyrra var leigu-
markaðurinn hins vegar í nokkru
ójafnvægi eins og sjá má á meðfylgj-
andi mynd.
38 þúsund fyrir góða
þriggja herbergja íbúð
Langalgengasta verð á þriggja her-
bergja íbúð í Reykjavík er um 38
þúsund krónur á mánuði, að sögn
Ragnheiðar Garðarsdóttur hjá
Leigumiðlun Húseigendafélagsins.
Sömu sögu hefur starfsfólk smáaug-
lýsingadeildar DV aö segja.
Einbýlishús, sem er hátt á annað
hundrað fermetra að stærð með stofu
og fjögur svefnherbergi, leigist á um
60 þúsund krónur á mánuði. Raðhús,
um 130 til 150 fermetra, leigist á litlu
minna verði eða þetta á bilinu 55 til
60 þúsund krónur á mánuði.
Að sögn Ragnheiðar Garðarsdóttur
er sama verð á leigunni hvort sem
íbúðin er í gamla miðbænum eða
úthverfunum. Ekkert eitt hverfi er
vinsælast á meðal þeirra sem leigja.
Með öðrum orðum; tiltölulega nýleg
íbúð í úthverfi leigist á sama verði
og gömul íbúð sem er í þokkalegu
standi og er nálægt gamla mið-
bænum.
1 mánuðurfyrirfram
og tryggingarvíxill
Greiðslukjörin á markaðnum eru
þau að oftast er beðið um 1 mánuð
fyrirfram og útfylltur er sérstakur
tryggingarvíxill sem greiðist verði
íbúðin fyrir skenimdum. Sérstakir
matsmenn á vegum sveitarfélaganna
sjá um að meta íbúðina í upphafi og
lok leigutímans, sé þess óskað. Oft
er það svo að eigandi íbúðarinnar
geymir víxilinn á meðan á leigutíma
stendur. Hins vegar er það ekki alveg
sanngjarnt gagnvart leigutaka. Hjá
Leigumiðlun Húseigendafélagsins er
það leigumiölunin sem geymir þessa
víxla.
Að sögn Ragnheiðar Óskarsdóttur
hefur mjög dregið úr miklum fyrir-
framgreiðslum eftir að í lög komst
að leigutaki á heimtingu á að vera
fjórum sinnum lengur í íbúðinni en
fyrirframgreiöslutimanum nemur.
Þannig á maður sem borgar 1 ár fyr-
irfram rétt á að vera í íbúöinni i fjög-
ur ár. Þessu finnst mörgum sem eiga
leiguíbúð erfitt að kyngja og hafa því
leigutímann stuttan.
Kaupmátturinn virðist
ráða verði ieigunnar
Ragnheiður segir ennfremur að
ekki þýði fyrir eiganda 70 fermetra
3ja herbergja íbúðar að setja upp til
dæmis 45 þúsund krónur á mánuði.
Markaðurinn samþykkir ekki það
verð. Þeir sem eru úti á leigumark-
aðnum segja einfaldlega að ekki sé
fræðilegur möguleiki á að greiða
þessa upphæð og taka ekki íbúðina.
Þess vegna lækkar/verðið niður í 38
þúsund krónur sem er þröskuldur-
inn. Fólk fer ekki ofar.
Á síðasta ári varð áberandi hversu
margt gjaldþrota fólk, sem hafði
misst húsin sín, tók að streyma inn
á leigumarkaðinn. Við það jókst eft-
irspurnin nokkuð. Hins vegar varð
rót á framboðshliðinni líka. Þegar
kreppan byrjaði árið 1988 varða al-
gengara að ungt fólk, sem keypti
húsnæði, byggi í foreldrahúsum
fyrsta árið og leigði íbúðina. Eldra
fólk, ekklar eða ekkjur, tóku í meira
mæli að leigja húseignir sínar í pen-
ingaleysinu og flytja í eitt herbergi
til sonar eða dóttur. Þá varð meira
um að svonefndar feluíbúðir, .sem
eigendur hafa ekki þorað að leigja
einhverju „ruslarapakki" (sumir líta
þannig á fólk sem leigir), hafi komið
á markaðinn, þar sem eigendurnir
höfðu ekki efni á að láta þær standa
auðar í kreppunni. Það er dýrt að
eiga íbúð sem stendur auð og rentar
sig ekki.
íslendingarflutt
meira til útlanda
Loks hefur borið á því að íslending-
ar hafa í auknum mæh flutt tíma-
bundið til útlanda til að vinna eða
fara í framhaldsnám. Eftir standa
íbúðir sem þarf að leigja og fyrir vik-
ið eykst framboðið.
Síðast en ekki síst hefur kreppan í
íslensku efnahagslífi komið jafnt við
eigendur húsnæðis og þá sem þurfa
að leigja. Það er ekki bara að leigj-
Algengasta leigan á 3ja herbergja
íbúð er 38 þúsund krónur á mán-
uði, 55 þúsund fyrir raðhús og 60
þúsund fyrir einbýlishús.
Merkur áfangi Félagsprentsmiðjunnar:
Eitt þriggja fyrirtækja
sem nær hundrað árunum
- klúður ]
Félagsprentsmiðjan hf. í Reykjavík
hefur náð stórmerkum áfanga í ís-
lenskri atvinnusögu. Það varð 100
ára á dögunum og er eitt þriggja
starfandi fyrirtækja hérlendis sem
nær þeim áfanga. Yfirleitt er það fá-
títt að fyrirtæki, hvort heldur hér-
lendis eða erlendis, nái þessum aldri.
Reynslan er nefnilega sú að önnur
og þriöja kynslóðin innan fyrirtækj-
anna klúðra þeim.
„Ég tel að rekja megi þennan háa
aldur Félagsprentsmiðjunnar til þess
að eigendumir hafa jafnan gert kröf-
ur til fyrirtækisins og ekki tekiö út
úr því fé, eins og því miður hefur of
oft gerst í íslenskum fyrirtækjum.
Jafnframt hefur það átt því láni að
kynslóðarinnar
Konráð R. Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Félagsprentsmiðjunnar.
hefur ekki náð inn í
fagna aö hafa góöa starfsmenn," seg-
ir Konráð Bjarnason, framkvæmda-
stjóri Félagsprentsmiðjunnar.
Það var 1. maí árið 1890 sem Félags-
prentsmiðjan var stofnuð um kaup á
prentsmiðju sem þá hafði raunar
verið starfrækt í fimm ár. Á þessum
hundraö árum hafa aðeins sex menn
gegnt starfi framkvæmdastjóra. Nú-
verandi eigendur fyrirtækisins eru
fjölskyldur Bjarna Konráðssonar
læknis og Kristjáns Guðlaugssonar,
lögmanns og ritstjóra dagblaðsins
Vísis í áraraðir.
Til gamans má geta þess að dag-
blaðiö Vísir var prentað í Félags-
prentsmiöjunni frá árinu 1925 til árs-
ins 1962.
fyrirtækið
Stór hluti verkefna er vinnsla
skrifstofugagna og eyöublaða svo og
prentun bóka og tímarita.
Að mati Konráös eru þrjár tækni-
breytingar sem standa upp úr í prent-
un á þessum hundrað ára ferli prent-
smiðjunnar. Fyrsta byltingin varð í
kringum 1917 þegar fyrsta handsetj-
aravélin kom til landsins og leysti
handsetningu af hólmi. Önnur bylt-
ingin varð með hraðpressunni og loks
sú þriðja þegar offsetprentvélamar
komu á sjöunda áratugnum.
Félagsprentsmiðjan er ekki aö
heiman á 100 ára afmælinu heldur
fagnar hún hundrað árunum að Spít-
alastíg 10, við Óðinstorg, þar sem hún
hefur verið frá árinu 1963. -JGH
endur séu blankir. Eigendur íbúða
eru líka aðþrengdir. Þess vegna vilja
þeir losna við íbúðir sínar í leigu
strax í gær. Þetta gefur leigjendum
aukna möguleika.
Eftir stendur að verð á leigu íbúða
haggast ekki upp á við á krepputím-
um þegar kaupmáttur launa skerðist
eins og raunin hefur orðið á síðustu
tvö árin. Verðiö stendur fast í krón-
um en verðbólgan sér til þess að leig-
an lækki að raunvirði í takt við rýrn-
un kaupmáttarins. -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3 4 Ib.Sb,- Sp
6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12 mán. uppsögn 4-5,5 Ib
18mán. uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar.alm. 0,5-1 Aliir nema ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5 Allir
6 mán. uppsögn 2.5-3.0 Lb.Bb,- Sb
Innlán meðsérkjörum 2,5-3 Lb.Bb,- Sb
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7.25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 6,75-7,5 Lb
Danskarkrónur 9,25-10.75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 13.5-13.75 Bb.Sb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17.5 Bb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb
Utlántilframleiðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandarikjadalir 10.10-10.25 Bb
Sterlingspund 16,8-17
Vestur-þýsk mörk 9,9-10,5 Bb
Húsnæðislán 4.0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Överðtr. maí 90 14,0
Verðtr. mai 90 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala maí 2873 stig
Lánskjaravisitala april 2859 stig
Byggingavísitala maí 541 stig
Byggingavisitala mai 169,3 stiq
Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. apríl.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4.856
Einingabréf 2 2.655
Einingabréf 3 3.198
Skammtímabréf 1.648
Lífeyrisbréf
Gengisbréf 2,123
Kjarabréf 4,819
Markbréf 2,567
Tekjubréf 1.971
Skyndibréf 1.443
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2.340
Sjóðsbréf 2 1,756
Sjóðsbréf 3 1,636
Sjóðsbréf 4 1,387
Vaxtasjóðsbréf 1,6530
Valsjóðsbréf 1,5555
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 420 kr.
Flugleiðir 168 kr.
Hampiðjan 159 kr.
Hlutabréfasjóður 180 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 159 kr.
Skagstrendingur hf. 367 kr.
íslandsbanki hf. 155 kr.
Eignfél. Verslunarb. 126 kr
Olíufélagið hf. 449 kr.
Grandi hf. 166 kr.
Tollvörugeymslan hf. 105 kr.
Skeljungur hf 441 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi.
kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb =
Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.