Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.1990, Blaðsíða 34
50
MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 1990.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Fred Dryer
eða Hunter eins og sjónvarpsá-
horfendur þekkja hann best hef-
ur löngum langað til að verða
alvörulögga. Honum fmnst að
hann gæti leikið betur lögregluna
í sjónvarpinu ef hann fengi
smjörþefin af því hvernig lífið hjá
lögreglumönnum væri í alvör-
unni. Hann hefur nú látið þennan
draum rætast. Hann fékk inn-
göngu á sex vikna námskeið hjá
lögreglunni og stóð sig með prýði
og hefur fengið leyfi til aö starfa
eitt kvöld í viku á strætum Los
Angeles borgar. Ekki fær hann
að vera jakkaklæddur, heldur
verður hann að klæðast fullum
skrúða eins og aðrir nýliöar.
Roseanne Barr
hatar Arsenio Hall eins og áður
hefur komið fram í þessum dálki.
Er það vegna brandara sem hann
á til að segja um hana í sjónvarps-
þætti sinum. Nú er verið að und-
irbúa framhald af Look Who’s
Talking og var Roseanne fengin
til að tala fyrir stúlkubarn eitt og
fær milljón dollara fyrir. Hún
varð samt alveg brjáluö og vildi
hætta við allt saman þegar hún
frétti að Arsenio Hall hefði verið
fenginn til að tala fyrir dreng.
Framleiðendur myndarinnar
brugðust hinir verstu viö og
sögðu að hún væri búin að skrifa
undir samiúng og hún yrði að
standa við hann. Sættir tókust á
þann veg að upptökur með þeim
tveimur fara fram í sitthvoru lagi
og passað verður upp á að þau
hittist aldrei.
Farah Fawcett
ásamt eiginmanni sínum Ryan
O’Neal þurfti að halda tvisvar
upp á fimm ára afmæli sonar
þeirra. í fyrra skiptið leigðu hjón-
in bíó fyrir afla krakkana sem
komu í afmælið. Afmælið leystist
aftur á móti upp þegar O’Neal
fannst Fawcett láta einum og vel
að sýningarmanninum og varð
brjálaður af aíbrýðisemi og mun-
aöi engu aö rifrildi þeirra endaði
með slagsmálum. í seinna skiptið
var ekki tekinn nein áhætta og
afmælið haldið heima. Það fór þó
ekki betur en svo að einn krakk-
inn braut antikvasa sem metinn
er á sex hundruð þúsund krónur.
Fnimleg
listaverk á
Kjarvals-
stöðum
Tvær sýningar voru opnaðar á
Kjarvalsstööum á laugardaginn, í
vestursal opnaði Steinunn Þórarins-
dóttir sýningu á höggmyndum og í
austursal var opnuö sýning á út-
skriftarverkum nemenda í Myndlist-
ar- og handíðaskóla íslands.
Gestum á laugardag þótti mikiö til
sýninganna beggja koma og er óhætt
að segja að frumleikinn hafi verið í
fyrirrúmi hjá hinum ungu myndlist-
armönnum. Þá vakti einnig mikla
athygli sýning Steinunnar, en aust-
ursalur var myrkvaöur að því und-
anskildu að ljós lýstu upp myndverk-
in.
Hvað skyldi nú þetta vera? gæti farið um huga litlu stúlkunnar sem hér
virðir fyrir sér eitt verkið á sýningu myndiistarnemanna.
Hér má sjá eitt myndverka Steinunnar Þórarinsdóttur. Eins og sjá má er
aðeins lýsing á verkið.
Sjálfsagt lætur hann ekki mikið ofan i sig þessi furðukarl sem situr hér til
borðs. DV-myndir BG
Það er tilfinning í blúsnum
Eins og alkunnugt er var djassað úti um alla borg i síðustu viku á Djass-
dögum útvarpsins. Er það mál manna að djassvikan hafi tekist með eindæm-
um vel og var vel mætt á krárnar öll kvöldin. Blúsin var ekki útundan þótt
ekki hafi farið eins mikið fyrir honum. Á fimmtudagskvöld lék Tregasveitin
á Fimmunni og var mikið fjör. Þessi mynd er tekin af þeim Halldóri Braga-
syni til vinstri, sem að vísu er ekki í tregasveitinni en lék með þeim smá-
tíma, og Pétri Tyrfingssyni þar sem þeir kyrja blúsinn af mikilli tilfinningu.
írskir þjóð-
lagaboltar
í Ölveri
Um helgina skemmti borgarbúum hin frábæra írska þjóðlagasveit Stockt-
on’s Wing i Ölveri i Glæsibæ. Gestir tóku þeim með miklum fagnaðarlátum
enda er hér á ferðinni sveit sem hefur ferðast um allan heim og hlotið
mjög góðar viðtökur. Myndin var tekin af þeim á sviðinu í Ölveri.
DV-mynd Hanna