Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 2
16
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990.
Spumingin
Ert þú hlynnt/ur byggingu
álvers við Eyjafjörð?
Guðmundur Svansson verslunar-
maður: Já, vegna stöðunnar í at-
vinnumálunum verðum við að fá
sióriðju.
Ragnar Steinbergsson lögfræðingur:
Ég er hlynntur því vegna þess að það
er lífsnauðsyn fyrir bæinn og byggð-
arlagið að álver rísi hér.
Þórarinn B. Jónsson umboðsmaður:
Ég er hlynntur því og tel það nauð-
synlegt fyrir atvinnulífið á svæðinu.
Ingvai Björnsson ljósameistari: Það
er ekki spuming, vegna atvinnu-
ástandsins verðum við að fá stóriðju
hingaö.
Þórunn Gunnarsdóttir húsmóðir: Ég
er bæði með og á móti. Atvinnu-
ástandið kallar á stóriöju en ég er
hrædd við mengunina.
Brynja Sigmundsdóttir húsmóðir:
Það veitir ekki af því að fá hingað
álver til að lífga upp á atvinnulífið.
Akureyri
Akureyrarblað
DV í 10. sinn
Akureyrarblað DV að þessu sinni
er það 10. í röðinni en hefð er komin
á að gefa út Akureyrarblað á hverju
ári.
Útgáfa þessa blaðs hófst áður en
DV varð til þess fyrst dagblaða að
ráða blaðamann í fast starf á Akur-
eyri. Þjónusta blaðsins hefur aukist
mjög undanfarin ár hvað varðar
fréttaflutning frá Akureyri en samt
sem áður vilja menn viðhalda þeirri
hefð að gefa út sérstakt Akureyrar-
blað.
Rúmt ár er síðan DV flutti starf-
semi sína á Akureyri að Strandgötu
25 en um leiö batnaði öll aðstaða á
Akureyri verulega. Þar er sími
blaðamanns 26613 og sími afgreiðslu
og móttöku auglýsinga 25013. Af-
greiðslan er opin kl. 13-18 virka daga
og kl. 11-13 á laugardögum. Umboðs-
maður DV á Akureyri er Fjóla
Traustadóttir.
Blaðamaður DV á Akureyri er
Gylfi Kristjánsson. Akureyringar og
aðrir Norðlendingar eru hvattir til
- að hafa samband við hann þurfi þeir
að koma einhverju á framfæri eða
hafi hugmyndir um fréttir eða annað
efni.
Gisli við klippisamstæðuna.
Aðsetur DV á Akureyri er að Strandgötu 25.
litið inn hjá fréttamanni Ríkissjónvarpsins á Akureyri:
Jafnvel ég get
unnið á tækið
- segir Gísli Sigurgeirsson
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Aðstaðan hér á Akureyri fyrir
starfsmann sjónvarpsins hefur verið
aö smákoma að undanfórnu. Þegar
ég byrjaöi hjá sjónvarpinu í fullu
starfi fyrir um það bil þremur árum
hafði ég ekki einu sinni skrifstofuað-
stöðu, og varð að koma mér upp
slíkri aðstöðu heima. En þetta hefur
sem betur fer breyst míkið“, segir
Gísli Sigurgeirsson fréttamaður
sjónvarpsins á Akureyri.
Sjónvarpsáhorfendur hafa án efa
tekið eftir því að undanfórnu að Gísli
hefur verið með beinar sjónvarps-
sendingar frá Akureyri s.s. innskot
í fréttatíma, í Hringsjá og einnig
beina útsendingu frá kosningafundi
og að sjálfsögðu var hann „í loftinu"
á kosninganóttina.
Helmingur húsnæðis Ríkisút-
varpsins á Akureyri hefur staðið
auöur undanfarin ár, en þar er nú
búið að koma upp sjónvarpssal, og
byrjað að tæknivæða. „Helmingur
útvarpshússins hefur fram að þessu
veriö óinnréttaður, en fyrir um hálfu
ári fékk ég þar skrifstofuaðstöðu og
síðan hefur þetta smátt og smátt ver-
ið að þokast í rétta átt“, sagði Gisli
er DV leit við í húsakynnum Ríkisút-
varpsins. Það er óhætt að segja að
þá hafi verið handagangur í öskj-
unni, smiðir voru önnum kíifnir við
að leggja lokahönd á frágang salar-
ins, enda bein útsending frá sameig-
inlegum framboðsfundi daginn eftir.
Þar sem við komum okkur fyrir
inni á skrifstofu Gísla var stórt og
mikið tæki sem Gísli sagði vera
„klippisamstæðu". „Það má reyndar
segja að þetta sé einföld klippisam-
stæða með meiru, svo einfóld að jafn-
vel ég get unnið á tækið," segir Gísli
og hlær við. „Þetta tæki gjörbreytir
allri vinnu hjá mér, en annars er
Þröstur Emilsson tæknimaður hjá
útvarpinu mér innan handar. Ég er
hinsvegar að vona að ekki verði langt
í það að tæknimaður verði ráðinn í
fullt starf fyrir sjónvarpið hér.“
Gísli segir að þegar hann hóf störf
fyrir sjónvarpið hafi komið fram
margir efasemdarmenn eins og geng-
ur og gerist þegar eitthvað nýtt á sér
stað.
„Menn sögðu að það væri enginn
grundvöllur fyrir því að vera með
mann í fullu starfi hér, því hér væri
ekkert um að vera. En svæðið er
stórt, og það er hægt að flytja fleiri
fréttir en þessar „hörðu“ fréttir úr
pólitíkinni sem þeir hafa fyrir sunn-
an. Draumurinn er aö sjálfsögðu sá
að efni héðan geti orðið fastur liður
í dagskránni líkt og hefur orðiö hjá
útvarpinu."
Höfuðstöðvar sjónvarpsins á Akur-
eyri eru nú orönar þannig tækni-
væddar að þar er hægt að taka upp
og senda út einfóld verkefni. „Ef um
flóknari upptökur er að ræða er leit-
að til Samvers sem hefur lengst af
unnið fyrir Ríkissjónvarpið fyrir
norðan. Það borgar sig ekki, a.m.k.
ekki strax, að tæknivæða hér þannig
að við getum einir ráðið við slíkar
upptökur", segir Gísli.
Það er ljóst aö bylting er að eiga
sér stað hjá sjónvarpinu á Akureyri.
Það eitt að innréttaður hefur verið
stór salur fyrir upptökur er bylting
og tæknin í dag gerir það að verkum
að ekkert mál er aö senda út efni
þaðan beint. „Þeim hefur fækkað
ferðum mínum á flugvöllinn með
filmur sem ég þarf að senda suður.
Oft var maður á harðahlaupum með
filmur á síðustu stundu inn á flug-
völl en nú er það úr sögunni. Þá þarf
ég ekki lengur að vera í sífelldum
suöurferðum til að vinna við klipp-
ingu á mínu efni eins og verið hef-
ur“, sagði Gísli að lokum.