Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. Akureyri Akureyrar heimild til aðílugs um Botn, veitti upplýsingar um hvaða braut væri í notkun og þess háttar. „Þú kallar svo yfir Botni,“ sagði Húnn. Radarinn í gang Vegna veöursins þurfti að fljúga vélinni með aðstoð radars á Akur- eyrarflugvelli eftir að hún var komin yfir Botn. „Þarna kemur hann inn á radarinn og nú fær hann staðfest- ingu á því að hann er yfir miðjum firðinum og það er óhætt fyrir hann að lækka flugið áfram," sagði Húnn. Eftir þetta voru Húnn og flugstjór- inn í sambandi af og til. Flugstjórinn fékk staðfestingu á því hvar hann var á ákveðnum stöðum. „Við fylgjumst vel með þeim á meðan þeir eru í blindflugi og erum í sambandi alveg þar til þeir fara að sjá niður. Áður 'nafði Húnn kveikt brautarljósin og einnig svokölluö „eltiljós" sem ná allt að 3 mílur inn fyrir brautina að sunnan og auðvelda flugmönnunum aðflugið. Innan skamms birtist vélin í sortanum og lenti mjúkri lendingu. Lending einn átta „Lendingin var einn átta,“ kallaði Húnn til flugstjórans sem þýðir að hann lenti vélinni kl. 8.18. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Flugleiðir flytja árlega um 100 þús- und farþega á milli Reykjavíkur og Akureyrar og eru margar ferðir farnar þar á milli á Fokker-vélum félagsins nær alla daga ársins. Mönnum flnnst það ekki orðið neitt mál að skella sér á milli þessara staða, enda gefst varla tími til annars en að líta aðeins í dagblað á leiðinni. Flugtíminn er á bilinu 45-55 mínútur að öllu jöfnu. En það er fleira sem tilheyrir þessu flugi en það sem snýr beint að far- þegunum enda eru það aðeins flug- freyjurnar af hálfu Flugleiða sem hafa bein afskipti af farþegunum á meðan á fluginu stendur. Allir vita jú að frammi 1 flugsijórn- arklefanum sitja tveir flugmenn. En fjölmargir aörir koma við sögu hvers flugs, allt frá símastúlkum sem taka niöur fiugpantanir til afgreiöslu- manna sem sjá um að hlaða vélarnar og losa þær á áfangastaö. En flugmennirnir setjast ekki bara upp í vélarnar og fljúga af stað, þetta er flóknara en það. Þeir þurfa m.a. aö hafa samband viö veðurfræðinga. og fá allar upplýsingar hjá þeim og áður en þeir keyra flugvélina út á flugbrautina hafa þeir samband viö flugumferðarstjóra, mennina sem stjórna umferðinni um háloftin. Okkur fannst tilvalið að fá að fylgj- ast með störfum eins þeirra og Húnn Snædal, flugumferðarstjóri á Akur- eyri, féllst fúslega á að leyfa DV að fylgjast með því þegar morgunvél Flugleiða miðvikudaginn 30. maí sl. var á leið norður og allt þar til vélin var farin aftur frá Akureyri. Súld og lágskýjað Húnn var mættur þegar okkur bar að garði, um kl. 7,30. „Ég kom fyrir um hálftíma og er búinn að senda veðrið. Það er frekar slæmt flugveð- ur þrátt fyrir góða spá,“ sagði hann, en upplýsingarnar sem hann sendi suður voru um 8 hnúta af norðri, 3 km skyggni, súld og 1013 loftþrýst- ing. „Þetta gengur þó og þeir eru væritanlega um það bil að leggja af stað frá Reykjavík," sagði Húnn. Frá Reykjavík 7.34 Og þaö stóð heima. Tilkynning kom frá Reykjavík um að flug FL-52 hefði farið frá Reykjavík kl. 7.34 og yrði vélin yflr Botni í Eyjafiröi um 35 mín. síðar. Skömmu síðar kom fyrsta kallið frá flugstjóranum. Hann sagð- ist vera um 40 mílur frá Botni og vera að heija lækkun. Húnn gaf Húnn ásamt Kristjáni Árnasyni flugstjóra og Franz Ploder flugmanni. i i ■ m m i 11 i ib i ■ »u u i n ■ i ii MINOLTA MYNDAVELAR FRÁBÆR GÆÐI ■ ■ ■ ■ ii ii■i■m■■■■■■■■rn■ Tilmuhúsid Hafnarstræti 106 - Akureyri • Slmi: 27422 DV-myndlr gk Farþegar ganga frá borði. Eldvarnamiðstöð Norðurlands s/f Strandgötu 53 (aóaustan, húsi Bílavals), sími 27197, heimasími 27920. Norðlendingar! Eldvarnamiðstöð Norðurlands sér um sölu og viðhald á öllum stærð- um og gerðum handslökkvitækja. Sala: Hleðsla: ★ Handslökkvitæki ★ Duft ★ Brunaslöngur ★ Kolsýra ★ Reykskynjarar ★ Vatn ★ Eldvarnateppi ★ Halon ★ Brunastigar o.fl. Sækjum og sendum Opið frá kl. 13.00 - 19.00. SIEMENS er trygging ykkar fyrir góðum tækjum og samræmdu útliti. SÍR HF. Reynishúsinu, Furuvöllum 1, Akureyri, sími 27788. Flug FL-52. til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.