Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 20
MIDVÍftíjDÁGÍ!®' 15. JÚNI 1990'. m Akureyri : : Nýliöarnir í bæjarstjórn Akureyrar. DV-mynd gk Nýliðar í bæjar- stjóm Akureyrar Gylfi Knstjánsson, DV, Akureyri: Það var ljóst fyrir nýafstaðnar bæjarstjómarkosningar á Akureyri að nokkrar breytingar myndu verða í bæjarfulltrúahópnum. Menn sem voru í „öruggum" sætum höfðu dreg- ið sig í hlé, aðrir hætt á síðasta kjör- tímabili, og þá komu fram ný fram- boð sem ekki áttu fulltrúa í bæjar- stjóm. Niðurstaðan varð sú að í bæjar- stjóm Akureyrar hafa nú tekið sæti fjórir nýir bæjarfulltrúar, en tveir þeirra hafa reyndar komið þar inn áður sem varamenn. Þrír þessara fulltrúa koma frá Framsóknarflokki, sem vann stórsigur í kosningunum, en einn kemur frá Sjálfstæðisflokki. Okkur fannst tilvalið að ræða örlítið við þessa nýju bæjarfulltrúa. Birna Sigurbjöms- dóttir, Sjálfstæðisflokki Bima Sigurbjömsdóttir skipaði 3. sæti á hsta Sjálfstæöisflokksins og var því í „öruggu" sæti. Hún er hjúkrunarfræðingur og starfar á slysadeild Fj órðungssj úkrahússins. „Mín afskipti af bæjarmálum hafa verið þó nokkur til þessa. Ég hef se- tið í öldrunarráði bæjarins, og einnig hef ég verið í ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir minn flokk undanfarin ár. Ég hef einnig starfað innan míns stéttarfélags að málefnum þess.“ Hvemig fannst þér að taka þátt í kosningabaráttunni? „Mér fannst það ágætt. Það var því miður ekki mikill áhugi meðal fólks, en mér fannst ekki mikil harka í baráttunni og hef ekki undan neinu að kvarta. Ég brynjaði mig algjörlega gagnvart persónulegum málum og fann ekki fyrir því þannig að taka þátt í þessu. Eg læt ekki svoleiðis hafa áhrif á Birna Sigurbjörnsdóttir. mig. Þetta er mikill skóh, maður kynnist málefnum og mönnum þegar maður kemur nýr inn í þetta, þarf að hlusta og kynnast þessu og er meira gefandi en þiggjandi.“ - Em sérstök mál sem þú munt beita þér fyrir í bæjarstjóminni? „Það leiðir af sjálfu sér þar sem ég vinn innan heilbrigðisgeirans að þekking mín er mest á þeim sviðum. En ég ætla að láta öll mál til mín taka“, sagði Bima. Þórarinn Sveinsson, Framsóknarflokki „Mín afskipti af bæjarmálum hafa verið aUnokkur. Ég hef setið í félags- málaráði í fjögur ár. Þá hef ég verið formaður Framsóknarfélags Akur- eyrar og þar snúast máhn að mestu um bæjarmál. Ég hef einnig verið varamaður í bæjarstjóm og setið þar örfáa fundi“, segir Þórarinn Sveins- son mjólkursamlagsstjóri sem er nýliði í bæjarstjóm fyrir Framsókn- arflokkinn. „Mér fannst bæöi gaman og lær- dómsríkt að taka þátt í þessari kosn- ingabaráttu í fremstu röð. Ég kynnt- ist nýjum hUðum á sjálfum mér eins og t.d. með því að taka þátt í umræðu opinberlega. Spennan í þessu var meiri en ég gerði ráð fyrir. Það var eiginlega sama hvað ég gerði eöa sagði síðustu vikuna, það kom alltaf einhver upp að hhðinni á mér og hældi mér, en upp að hinni hUðinni kom einhver og gagnrýndi mig. Það kom mér á óvart hvernig maður þurfti að sigla þama á mUU.“ - Hvaða mál ætlar þú að láta mest til þín taka í bæjarstjórninni? Þórarinn Sveinsson. „Það verða tvímælalaust atvinnu- málin og íþrótta- og æskulýðsmál. Atvinnumálin era númer eitt og það er ekki spurning um áhuga að ein- beita sér að þeim, það verða alUr að gera. íþróttamáUn eru mjög skemmtUeg og áhugaverð og það má segja að þau mál séu min aðal áhuga- mál“, sagði Þórarinn. Kolbrún Þormóðsdóttir. Kolbrún Þormóðs- dóttir, Framsóknarflokki „Ég átti ekki von á því sjálf að ná kjöri og það var óvænt ánægja fyrir mig og minn flokk“, segir Kolbrún Þormóðsdóttir sem skipaði 4. sæti á Usta Framsóknarflokksins. Flokkur- inn átti tvo fulltrúa í bæjarstjóm, vann aðra tvo og því er Kolbrún einn nýju bæjarfulltrúanna. „Mér fannst gaman að taka þátt í þessari baráttu, en nokkuð erfitt. Ég tók þátt í þessari baráttu fyrir fjómm árum, þá gekk okkur ekki vel og ánægjan var því meiri nú að okkur gekk svona vel. Mín afskipti af bæjarmálefnum hafa verið þau að ég hef verið vara- bæjarfuUtrúi og setið nokkra fundi í bæjarstjórn. Þá hef ég verið í skóla- nefnd þannig að ég hef kynnst því hvemig þetta gengur fyrir sig þótt ég hafi ekki mikla reynslu að baki.“ Hvaða málaflokkar em það sem þú hefur mestan áhuga á? „Ég hef áhuga á öUum bæjarmál- um og áhuga á að við getum staðið við okkar kosningaloforð sem við gáfum fyrir þessar kosningar. Það sem viðkemur atvinnumálum, ungu fólki, börnum og heimavinnandi fólki eru :nál sem koma upp í hug- ann. Margir kaUa þetta mjúk mál en mér finnst þau vera grjóthörð og mál sem skipta mjög miklu máli“, sagði Kolbrún. Jakob Björnsson. Jakob Björnsson, Framsóknarflokki „Ég er alveg nýr í þessu og á erfitt með að meta hvort kosningabaráttan nú var eins og venjulega. Mér fannst aUs ekki erfitt að standa í þessari baráttu og viðbrögðin sem ég fékk voru jákvæð. Þetta var ný reynsla, en ég hef reynslu í félagsmálum og mér fannst ekki erfitt að koma fram. Nú er það framhaldið sem skiptir öllu máU, við unnum orrustu og nú byijar stríðiö", segir Jakob Bjöms- son sem skipaði 3. sæti á Usta Fram- sóknarflokks. Jakob sagði að afskipti sín af bæj- armálum fil þessa heföu verið lítil, effrá em taUn störf innan framsókn-. arfélagsins og bæjarmálafundi sem haldnir eru þar reglulega. „Þetta legst vel í mig þrátt fyrir það og nú byrjar vinnan.“ - Eru sérstakir málaflokkar öðmm fremur sem þú munt láta til þín taka? „Það má segja aö það sé aUt sem snýr að atvinnumálunum. Það eru aðal máhn í dag og það sem menn verða að snúa sér að af fuUum krafti", sagði Jakob. e, i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.