Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 16
30 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. Akureyri ,, Stór meirihluti er með þessari baráttu okkar" - segir Jón Amþórsson, einn baráttumanna fyrir álveri við Eyjafjörð Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Það er rétt að ég barðist fyrir því ásamt öðrum fyrir nokkrum árum að hér yrði byggt álver við fjörðinn. Ég var í forsvari fyrir undirskrifta- söfnun sem þá fór fram, en þetta var árið 1984, og yfir 4 þúsund manns skrifuðu undir,“ segir Jón Arnþórs- son, en hann er einn þeirra Akur- eyringa sem eru eindregið fylgjandi því að álveri verði valinn staður við Eyjafjörð. „Við vorum einstaklingar sem tók- um okkur saman til að berjast fyrir þessu máh og nafnið „Áhugamenn um framfarir við Eyjafjörð" festist við þennan hóp. Þá var farið að ræða um hugsanlega byggingu álvers hér á vegum kanadíska fyrirtækisins ALCAN. Það voru mjög skiptar skoö- anir um málið á þessum tíma og fundaherferðir og undirskriftir í gangi á báða bóga. Við vildum næstu stóriðju, sem reist yrði hér á landi, til Eyjafjarðar, svo fremi að lífríki íjarðarsins yrði ekki stefnt í hættu, og það mál setjum við reyndar enn á oddinn. Það gerðist hins vegar aö álverð fór mjög lækkandi í heiminum og áhugi þessa erlenda aðila fór dvín- andi.“ I Ekki sama baráttan - Áttir þú von á sömu baráttunni þegar álversumræðan kom upp aftur núna? „Nei. Ástæða þess að við vildum álver hingað á sínum tíma var ástand atvinnuveganna hér á svæðinu og það astand hefur versnað. Samtímis því ber öllum saman um að mengun- arvamir hafi batnað ár frá ári. Það er allt annað andrúmsloft í dag vegna þessara hluta. Fólk óttast um at- Jón meö auglýsinguna um álversfundinn i Sjallanum á dögunum. DV-mynd gk Nestin Akureyri Sumarhúsgögn Garðvörur Útileguvörur Leiktæki Ódýr gasgrill 4 gerðir vinnuöryggi sitt og er betur upplýst um mengunarvarnir." - En það hefur heyrst í álversand- stæðingum samt sem áður, þeir halda fast við það að álveri fylgi mik- il mengunarhætta. „Nú er ég leikmaður hvað þetta snertir. Mér nægir hins vegar að vitna til fjölmargra íslendinga sem hafa á síðustu árum skoðað álver með nýjasta mengunarvarnarbúnaði vítt og breitt í veröldinni. Það fór héðan hópur fólks sem var bæði með og á móti álveri árið 1984. Markaðs- nefnd iönaðarráðuneytisins hefur farið vítt og breitt um Evrópu og Bandaríkin. Allar fréttir, sem við fáum frá þesum álverum, sem og í viðtölum viö fólk sem býr í námunda við þau, rannsóknir á búpeningi, heyfeng og öðru bendir til þess að þetta lifi í sátt og samlyndi hvað við annað. Við verðum að treysta þeim visindamönnum sem hafa kannað þessi mál sérstaklega og þeim frétt- um sem við höfum af hliðstæðum fyrirtækjum erlendis frá. Hættaá byggðarröskun Ein ástæða þess að við erum að beijast fyrir því að fá hingað álver er sú að við trúum því að það sé þjóð- hagslega mjög verðmætt. Það er mik- il hætta á verulegri byggðarröskun hér ef álverið fer á suðvesturhomið. Ég spái engu um það hvort fólk muni flytja héðan í stórum stíl komi álveriö ekki en ég heyri það af við- tölum við fólk að það fylgist mjög vel með málinu og er uggandi um hag sinn og sinna. Þetta fólk bíður eftir því að ákvörðun verði tekin. Dæmi um áhuga almennings er þessi risa- fundur sem haldinn var í Sjallanum í síðasta mánuði um þá almennu skoðun að þessi atvinnutækifæri séu slík að þau megi ekki tapast. Mikill stuðningur Það er líka vert að vekja athygli á því að voldug fjöldasamtök hafa lýst yfir stuðningi sínum við málið. Þeirra á meðal eru félög málmiðnað- armanna á Akureyri, Félag verslun- ar- og skrifstofufólks á Akureyri, Iðja félag verksmiðjufólks, Rafvirkjafélag Norðurlands, Sjómannafélag Eyja- íjarðar, Trésmiðafélag Eyjafjarðar, Verkalýðsfélagið Eining og starfs- mannafélög bæjarstarfsmanna á Ak- ureyri, Dalvík og Ólafsfirði. Öll þessi félög hafa skrifað undir ályktun þar sem lýst er yfir stuðningi við sveitar- stjómir á svæðinu um áframhald- andi viðræður við stjómvöld um stóriðju og staðsetningu hennar við Eyjafjörð. Rökin aö baki eru nánast þau sömu og almenningur er að hugsa, að ef Eyfirðingar eiga að halda hlut sínum í mannfjöldaþróun miðað við landið í heild, verður að styrkja atvinnulífið við fjörðinn svo um munar, og það verður ekki gert nema með stórfelldri atvinnupp- byggingu á sviði iðnaðar. Stórfelld- asta tækifærið til þess sem er í sjón- máli er álver.“ Blekking - Er það staðreynd aö það þurfi miklu dýrari mengunarvarnir verði álverið byggt við Eyjafjörð en á öðr- um stöðum? „Það er talið að vegna staðviðris séu mengunarvamir þýðingarmeiri hér en annars staðar, en ég held líka að það sé blekking. Það er á leiðinni alheimssáttmáli um náttúmvemd og- mengunarvamir og fyrr en varir verður það ekki í höndum einstakra landa að ákveða mengunarvamir hjá sér. Þetta verða staðlaðar mengunar- varnir. Súra regnið úti í Þýskalandi stoppar ekki við landamærin heldur fer til annarra landa. Ég hef ekki trú á því að álver verði samþykkt hér á landi nema með ýtmstu mengunar- vörnum, sama hvar það verður sett niður. Sú röksemd gegn álveri í Eyja- firði fellur því um sjálfa sig.“ Landsbyggðarmál Jón segir að mikill stuðningur viö Eyfirðinga í þessu máli hafi komið fram. „Menn telja þetta vera lands- byggöarmál og styðja okkur í þessu mikla hagsmunamáli. Þessi stuðn- ingur er beggja vegna við okkur hér á Norðurlandi. Fyrir nú utan það að skoðanakann- anir hafa sýnt að almenningur fyrir sunnan telur að álver eigi að rísa úti á landi og skoðanakönnun á Eyja- fjarðarsvæðinu sýnir að mjög mikill meirihluti, eða um 75%, er hlynntur álversbyggingu við Eyjafjörð. Það virðist vera stór meirihluti með þess- ari baráttu okkar." - Hvemig metur þú möguleikana á því að álverið rísi í Eyjafirði? „Ég get ekki metið þá á meðan það liggur fyrir að menn festa sig við álit rannsóknamefndarinnar norsku sem ekki hefur skilað áliti um meng- unarþáttinn og samanburð á milli staða í því sambandi. Ég met mögu- leikana ekki öðruvísi en svo að ég vona að álverið komi hingað, þó með þeim fyrirvara að því fylgi ekki mengun sem sé lífríkinu hættuleg í nánasta umhverfi verksmiðjunnar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.