Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. 17 Akureyri „ Ysan er vinsælust" - segir Gunnar Skjóldal sem rekur einu fiskbúðina á Akureyri ásamt syni sínum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er gamla góða ýsan sem er alltaf vinsælust hér. Einnig koma alltaf góðir kippir í lúðuna, rauö- sprettuna og signa fiskinn", segir Gunnar Skjóldal, en hann á og rekur einu fiskbúðina á Akureyri ásamt syni sínum Viðari. Gunnar Skjóldal og Viöar Gunnarsson i fiskbúðinni. DV-mynd gk Gunnar sem hefur starfað við verslun síðan 1972 keypti fiskbúðina síðla árs 1987 ásamt öðrum syni sín- um sem síðar seldi Viðari sinn hlut í búðinni. Fiskbúðin er á Strandgötu 11 og þeir keyptu húsnæðið s.l. haust. „Jú, þetta er eina fiskbúðin í bæn- um. Þær voru þrjár þegar við byrjuð- um, en hinum tveimur hefur verið lokað. Það er ekkert pláss hér fyrir þrjár fiskbúðir í bænum. KEA og fleiri aðilar eru einnig með fisk í sín- um verslunum, en þeir eru ekki með neitt úrval miðað viö okkur. Við er- um með um 30 tegundir á boðstólum fyrir fólk þegar allt er talið með eins og hakk, kinnar og gellur. Það má segja að við leitum nokkuð víða eftir fiski. Mest fáum við frá sjó- mönnum hér í Eyjafirði frá Ar- skógssandi, Hauganesi og Grenivík, en við fáum einnig fisk frá Vestfjörð- um eins og siginn fisk, harðfisk og hákarl. Oftast sækjum viö fiskinn snemma á morgnana og vinnudagur- inn er því oft langur.“ - Eruð þið með fastan hóp viðskipta- vina? „Það koma margir hingað reglu- lega, en annars má segja að viö séum með allan bæinn undir og fólk kemur jafnvel hingað í leigubílum til að versla og kaupir þá mikið í einu. Það hefur verið minnst á það við okkur að koma upp útibúum t.d. uppi á Brekku eða úti í Þorpi, en það myndi einfaldlega ekki bera sig að fara út í það.“ - Er gott upp úr þessu að hafa? „Við lifum vel af þessu, enda kostar það mikla vinnu að halda úti góðri fiskbúð með góðri þjónustu“, sagði Gunnar Skjóldal. iæsileiur istisfaSnr Hótel Norðurland er notalegt hótel á besta stað í bænum. Öll herbergin eru búin nútíma þægindum t.d. síma, sjónvarpi (Stöð 2, Sky) og smábar. Hvort sem þú ert í viðskipta- eða skemmtiferð verður dvölin ánægjulegri á Hótel Norðurlandi. HÓTEL NORÐURLAND Geislagötu 7, 600 Akureyri. Sími (96)22600. Telefax (96)27833. Telex 3099 fatour is. Nýr glæsilegur Volvo Volvo 460 er glæsileg viðbót við framhjóladrifnu 400 línuna sem markaði tímamót hjá Volvo. Volvo 460 er bíll sem sameinar öryggi, frábæra aksturseiginleika og fágað útlit. Volvo 460 er ríkulega búinn: Öflug 106 hestafla vél með beinni innspýtingu, 5 gíra beinskipting eða 4 gíra sjálfskipting, framhjóladrif, álfelgur, vökvastýri/veltistýri, lúxusinnrétting, upphituð framsæti, rafstýrðar rúður og speglar, samlæsing á hurðum/skottloki, litað gler o.fl. Volvo á einstöku verði Verðið á Volvo 460 er einstaklega gott, eða frá 1.344.000 kr. stgr. kominn á götuna. Brimborg hf. FAXAFENI 8 • S. 68 58 70 t) Þórshamar hf. Akureyri, sími 96 22700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.