Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 14
28 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. Akureyri Það hefði verið hægt að bæta miklu á þessa mynd af verðiaunagripum og íþróttaá- höldum sem þeir félagar hafa handleikið um dagana. DV-mynd gk „Ekki ki grobbsal Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyn: Tómas Leifsson og Haukur Jó- hannsson eru nöfn tveggja Akur- eyringa sem geröu garðinn frægan á skíðamótum hér á landi fyrir „nokkrum árum“. Það gekk á ýmsu í keppni þeirra í skíðabrekkunum en eftir að þeir hættu keppni í þeirri íþrótt tóku þeir til við að iðka bad- minton og gera enn. En þeir hafa víðar komið við í gegnum tíðina. Haukur hefur keppt í tennis, Tómas á seglbrettum, báðir hafa leikið knattspymu, og ætli það megi ekki flokka þessa heiðursmenn með þeim sem stundum eru kallaðir „íþrótta- frík“. „Á að fara að etja okkur saman og láta okkur metast um hvor var betri á skíðunum, Tommi kemur nú ekki vel út úr því,“ sagði Haúkur þegar beðið var um stutt spjall við þá fé- laga. Tómas var hógværari og hann var mættur á umsaminn stað á um- ræddum tíma í spjallið. „Við þurfum ekkert að vera að æsa okkur, Hauk- ur kemur alltaf hálftima á eftir áætlun,“ sagði Tómas hinn róleg- asti. „Það er eins gott að KEA byggir ekki afkomu sína á mér, ég hef ekki komið hingað síðan breytingarnar voru gerðar á staðnum,“ sagði Hauk- ur og hló þegar hann birtist skömmu síðar á Súlnabergi, kafliteríu Hótel KEA, en breytingarnar sem hann talar um voru gerðar á húsakynnum þar fyrir nokkrum árum. „Hann var baldinn" „Ég man ekki mikið eftir því þegar ég hitti Hauk fyrst. Hann er þremur árum eldri en ég þannig að hann er að vérða ansi gamall greyið. Við kynntumst auðvitað fyrst fyrir al- vöru þegar við fórum að æfa í Hlíðar- fjalli sem unglingar og eflaust hef ég eitthvað kynnst honum í skóla áður. Hann hefur án efa verið baldinn þar eins og annars staðar.“ „Ég man fyrst eftir Tomma þegar hann var að leika á móti pabba í leik- húsinu, var það ekki í „Dúfnaveisl- unni?“ segir Haukur og Tommi kink- ar kolli. „Pabbi þurfti alltaf að gefa Tomma kinnhest í leilcritinu og þetta man ég.“ Tommi kinkar kolli og seg- ist hafa leikið „pikkaló" í þessu leik- riti og hafa þurft að þola kinnhest frá Jóhanni Konráðssyni söngvara á hverri sýningu. Sem fyrr sagði hófust kynni þeirra fyrir alvöru þegar þeir hófu að iðka skíðaíþróttina í Illíðarfjalli, en báðir áttu eftir að komast í fremstu röð og verða íslandsmeistarar. Haukur varð m.a. 6 sinnum íslandsmeistari í karlaflokki og Tómas fjórum sinn- um. Þeir kepptu báðir á ólympíuleik- unum í Innsbruck í Austurríki 1976 og víðar fóru þeir um heiminn til keppni. „Við fórum m.a. í þessa frægu ferð til Bandaríkjanna 1970. Við unnum í keppni Rotaryklúbbsins og verölaunin voru þessi ferð. Ég var 17 ára og Tommi 14 ára,“ segir Hauk- ur. „Já, ég fór með 115 dollara sem var hámarksskammtur og kom heim með 100 dollara heim þrátt fyrir að versla heilmikið. Við bjuggum hjá milljónamæringum þama úti og þeir borguðu allt fyrir okkur,“ segir Tóm- as og Haukur bætir við: „Við vorum bornir á gullstól um allt New Hamp- shire." Þeir ljúga þessu Það er ekki mjög létt verk aö fá þ félaga til að rifja upp einstök skíð; mót sem þeir tóku þátt í samai minnið virðist svíkja. „Ég reyni s lifa í nútíðinni og er ekkert að hugs um fortíðina. Það er þannig með oki ur Tomma við erum ekki komnir karlagrobbsaldurinn ennþá. Ég n; ekki upp í þessa gömlu karla sem er að rifja upp löngu liðna atburði, þe hljóta að ljúga helmingnum," seg Haukur. En hvor þeirra var betri? Haukur er fljótur að svara: „Ég hi örugglega unnið hann oftar en han mig. Við vorum ólíkir keppnismem Tommi kláraði oftar og var varfæri ari, en ég vildi bara fyrsta sætið c fór því oftar á hausinn. Þetta ví stóri munurinn á okkur og Tomn hefði oft átt að taka meiri áhættu c það hefði þá gefið honum fyrsta sæ ið en ekki annað eða þriðja sæti eir og oft varð,“ segir Haukur. Æfðu eins og atvinnumenn Hann segir þá Tomma hafa æ geysilega mikið þegar þeir voru up á sitt besta. „Það var alveg gegndai laust hvað við æfðum og þegar vi vorum að fara í keppnisferðir erlem is tókum við hlutina svo alvarleg að það hefði mátt halda að við værui „kandidatar" um gullverðlaun. Vi gáfum okkur engan tíma til að líta kringum okkur og skoða hluti eir og ferðamenn gera, þetta var bar tekið eins og alvarleg vinna fr morgni til kvöld. Og kröfurnar sem viö íslendingc Nú getur þú flogið norður og tekið splunkunýjan bíl á leigu á Akureyrarflugvelli, farið allar þínar ferðir og skilað bílnum í hvaða útibúi Bílaleigu Flugleiða, sem þér hentar. • Síminn á nýju skrifstofunni er 96-11005 eða 96-22000 • Allt splunkunýir bflar • Opið alla daga vikunnar • Bókanir hjá öllum umboðs- og AKUREYRARFLUGVI KEFLAVIK • REYKJAVIK • AKUREYRI • EGILSSTAÐIR • SÍMI 92-50200 SlMI: 91-690500 SÍMI: 96-11005 SÍMI: 97-11210 HOFN • VESTMANNAEYJAR VII: 97-81250 SÍMI: 98-11521 Þessa dagana er unnið að framkvæmdum fram á sumarið færast framkvæmdir svo allsherjarbreytingum þar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.