Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNl 1990. 39 Akureyri 34 farþegar gengu frá borði þegar vélin hafði stöðvast við flugstöðvar- bygginguna og skömmu síðar birtust flugmennirnir tveir í tuminum hjá Húni. Flugstjóri var Kristján Árna- son og flugmaður Franz Ploder og þeir ræddu um daginn og veginn við Hún á meðan vélin var undirbúiii að nýju. í ferðinni norður voru sem fyrr sagði 34 farþegar, einnig mikið af vörum og heildarþyngd vélarinnar „með öllu“ var rúmlega 18 tonn. Það kom í ljós að flug FL-52 var ekki venjulegt Akureyrarflug. Frá Akureyri átti vélin nefnilega að fara til Húsavíkur og þaðan til Akur- 'eyrar. Húnn hafði samband við Reykjavík og það kom í hans hlut að stjórna fluginu til Húsavíkur. „Tilbúnir að aka" Innan skamms var véhn tilbúin, nýir farþegar voru komnir um borð og flugstjórinn kallaði: „Akureyri, erum tilbúnir að aka.“ Húnn svaraði á einhverju tæknimáli og gaf heimild til að aka véhnni út á brautina og til flugtaks. Vorfari TF-FLS ók suður flugbrautina og innan skamms var hann kominn á loft með stefnuna á Húsavík. Þetta var ekki mikill viðburður í augum Húns Snædal flugumferðar- stjóra. Það var hins vegar fróðlegt að fylgjast með hvemig þetta fór aht fram, öll þessi vinna sem gerir flugið að eins öruggum ferðamáta eins og raun ber vitni. Fokkerinn kominn í loftið og innan skamms var stefnan tekin á Húsavík. Húnn að störfum í flugturninum á Akureyrarflugvelli. Nýtt frá Audioline! 415 FM stereo - MW-sjálfvirk stöðva- leitun og minni á 18 stöðvar. Digital- klukka - næturlýsing - hraðspólun áfram á kassettu o.fl. o.fl. 14 Wött. Einstök tæki Einstakt verð Vinsælustu bíltækin á Islandi 560 50 watta LM/MW/FM og FM-stereo-útvarp með PPL quartz-stillingu - 30 stööva minni - sjálfvirku stöðvavali - spólun í báðar áttir - jafnvægis- stilli fyrir 4 hátalara. Hægt er að tengja aukakraftmagnara við tækið o.fi. SJONVARPSMIÐSTOÐIN HF. Síðumúla 2, Reykjavík, sími 689090 Umboðsmenn á Akureyri: Hljómver, Akureyri, sími 96-23626. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar, Óseyri, sími 96-22520.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.