Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. Tjaldstæðin á Akureyri: „Algjör sprenging hér síðasta sumar' - segir ívar Sigmundsson sem hefur umsjón með tjaldstæðinu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Auðvitað leggst þetta starf vel i mig,“ segir Halldór Jónsson, nýi bæjar- stjórinn á Akureyri. DV-mynd gk Nýr bæjarstjóri á Akureyri: Ég er ferðafrík - segir Halldór Jónsson „Svona ferðamáti er í sífelldri sókn, það er ekkert vafamál. Það varð algjör sprenging hér á síðasta ári og um algjört met að ræða hvað varðar íjölda gistinótta," segir ívar Sigmundsson sem hefur umsjón meö tjaldstæðinu á Akureyri. Akureyringar vissu varla hvaöan á þá stóð veðrið um mitt sumar í fyrra. Þeir kippa sér ekki upp við að fjöldi ferðamanna sé á vappi í bænum og oft þröng á þingi en skyndilega var eins og bærinn yfir- fylltistafferðamönnum. Sunnlend- ingar voru að flýja rigninguna og leiðin lá í blíðviðrið sem þá var á Akureyri. „Þetta var algjör sprenging. Hér voru 1000 manns í tjöldum þegar mest var og í heila viku voru hér um 800 manns á hverri nóttu,“ seg- ir ívar. Þessi „sprenging“, sem hann talar um, var mikil þegar þess er gætt að gistinætur á tjald- stæðinu á Akureyri á sl. ári voru um 15.400 talsins allt sumarið. „Aðstaðan er bara góð hérna hjá okkur. Við erum með hús beggja vegna Þórunnarstrætis þar sem er hreinlætisaðstaða og aðstaða fyrir Það er oft þröng á þingi á tjaldstæóinu á Akureyri. DV-mynd gk fólkið til að elda sér mat. Þetta er ágætt þótt við ráðum auðvitað ekki við svona toppa eins og komu í fyrra.“ Til stendur að færa tjaldstæðið á Akureyri frá núverandi stað, sem er rétt ofan sundlaugarinnar, skammt frá miðbænum, á stað rétt neðan golfvallarins. „Mín skoðun er að það taki um 5 ár að byggja þar upp alla aðstöðu sem þarf að vera fyrir hendi en það er auðvitað háð því hversu miklum peningum verður varið í þetta,“ sagði Ivar Sigmundsson. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Auðvitað leggst þetta starf vel í mig. Það hlýtur að vera áhugavert og spennandi að takast á við þau verkefni sem bærinn er að glíma við hverju sinni. Það að mér var boðið starfið kom mér mjög á óvart, því ég var alls ekki á leiðinni frá sjúkrahús- inu,“ segir Halldór Jónsson, sem þessa dagana er að setjast í stól bæj- arstjóra á Akureyri. Halldór er Akureyringur, 39 ára gamall. Hann varð stúdent frá MA árið 1970 og útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá Háskóla íslands sjö árum síðar. Fram á mitt ár 1980 starfaði hann i Reykjavík en þá flutti hann sig norður aftur og varð fram- kvæmdastjóri Norðlenskrar trygg- ingar. í maí 1984 varð hann skrif- stofustjóri Fjórðungssjúkrahússins og framkvæmdastjóri rúmu ári síðar og því starfi hefur hann gegnt síðan. Rallari og blakmaður Halldór er sennilega þekktastur fyrir það að hafa verið í fremstu röð rallkappa hér á landi á upphafs- dögum þeirrar íþróttar hérlendis og þá var hann lengi einn af fremstu leikmönnum íslands í blaki. „Jú, ég varð svo frægur að vinna fyrsta rallið sem keppt var í hér á landi árið 1975. Ég rallaði svo fram til ársins 1979, vann aldrei heildar- keppnina, enda á litlum bíl, en flokkakeppni vann ég einhvern tíma.“ Þegar Halldór var við nám fyrir sunnan spilaði hann blak með liði ÍS og varð íslands- og bikarmeistari nokkrum sinnum með því hði. „Ég var reyndar að þjálfa einnig á þess- um árum og spilaði alla landsleiki íslands nema tvo á þessum árum en þá missti ég úr vegna meiðsla,“ segir Halldór, en landsl’eikir hans eru tæp- lega 30 talsins. Ferðafrík „Nei, íþróttir eru ekki lengur áhugamál númer eitt hjá mér. Uti- vera og ferðalög hafa tekið við í því sambandi og við fjölskylda mín erum algjör ferðafrík. Við erum upp um fjöll og firnindi og þær eru fáar helg- arnar á sumrin sem við förum ekki eitthvað. Á veturna er ég svo að leika mér á vélsleða og ferðast nokkuð um á honum.“ Halldór er kvæntur Þorgerði Guð- laugsdóttur og eiga þau tvo syni, 17 og 18 ára gamla. VIÐ REVNIS- HIJSINU FURUVÖLLDM1 Trésmíðaverkstæði Byga™* áratugareymu Sími 24000 -trésmiBjon SIEMENS Heimilistæki Líttu inn, það borgar sig^ _ Sími 27788 ^JjK Hf ■ Þiónustameðloft- og háþrýstivörur Komið og reynið þjónustana s““” STRAUMRftS VID LEGGJUM HEIMINN AD FOTUM ÞER EVROPA London kr. 28.300.- AMERIKA I ASIA Orlando kr. 57.670.- Bangkok kr. 81.510.- París San Fransisco Dehli kr. 28.720.- kr. 59.340.- kr. 74.630.- Búdapest Chicago Tokyo kr. 44.330.- kr. 62.220.- kr. 95.780.- Tölvutækí BÓKVAL, Kaupvangsstrœti 4, Akureyri, sími 96-26100 Á EIGIN VEGUM EN FARSEÐLUM FRÁ VERÖLD KLJ\/I BRITISHAIRWAYS ////ryffr Hoyai Duich Airiine* Thc worId’s favountc airlinc. M/J/ÍJ FLUGLEIDIR,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.