Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 18
32 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚM 1990: STEFANÍA AKUREYRI RESTAURANT STAÐUR MEÐ STÍL Stórglæsilegt hlaðborð í hádeginu á ótrúlega lágu verði, m.a. salatbar og súpur, fiskréttir, steikur og smáréttir. Á kvöldin er okkar stórkostlegi A la carte seðill sem við vorum að taka í gagnið. Allar veitingar Sjáumst í sumar STEFANÍA Hafnarstrætí 83-85, sími 96-26366 Bjarni, Sigursteinn og Benedikt við tvo glæsibíla frá Húsbílum sf. DV-myndir gk - segja eigendur Húsbíla sf. á Akureyri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fyrirtækið Húsbílar sf. er til húsa við Fjölnisgötu á Akureyri, en það mun vera eina fyrirtækið hér á landi sem sérhæfir sig í innflutningi á öllu Þeir eru ekkert „slor“ að innan húsbílarnir enda fer vel um Harald Olafs- son lyftingakappa þar. Þessi var inni á verkstæði en á eftir að verða glæsilegri. sem viðkemur húsbílum, og einnig bílum sem auðvelt er að breyta til þess að þjóna því hlutverki. Þeir Bjarni Jónsson, Sigursteinn Þórsson og Benedikt Þórisson eru eigendur Húsbíla sf. og sögðu í stuttu spjalli viö DV að áhuginn á húsbílum væri orðinn mikill hér á landi og færi sífellt vaxandi. Fyrirtæki þeirra flytur inn nánast allt sem mönnum getur dottið í hug að setja í húsbílana sína og sem dæmi má nefna sérstakar eldavélar, vaska, plötur í tréverkið í slíka bíla, gasmið- stöðvar, salerni, eldhúsviftur og áfram mætti telja, en allar þessar vörur eru sérhannaöar fyrir húsbíla og hjólhýsi. „Viö tökum einnig aö okkur að smíða húsbíla fyrir fólk og það má segja að við séum eina fyrirtækið hér á landi sem sérhæfir sig í öllu sem viðkemur húsbílum og smíði þeirra. Við höfum gert þónokkuð að því að byggja yfir bíla og laga þá til. Einnig höfum við flutt inn bíla frá Þýskalandi en þaðan flytjum viö einnig alla hluti sem við seljum í húsbílana.“ Þeir félagar sögðu að verð á hús- bílum væri mjög mismunandi, en það fer bæði eftir því hversu gamlir bílarnir eru, hversu stórir þeir eru, og hversu mikið er í þá lagt. Bíll í „toppklassa“ með svefnaðstöðu fyrir fjóra, snyrtingu, eldhúsi og öllu til- heyrandi kostar 2,5-3 milljónir króna. Möguleikar fólks eru marg- víslegir, bæði að kaupa lítið notaða bíla erlendis frá, eða kaupa venjulega sendibíla og þá sjá þeir hjá Húsbílum um að útbúa þá eftir óskum kaup- enda. Áhugi hér á landi fyrir húsbílum hefur vaxiö mjög á síðustu árum, og fylgir vaxandi áhuga fólks á að ferð- ast um landið. Segja má að vel út- búinn húsbíll sé „lúxushótel á hjól- um“ og í samtökum sem húsbílaeig- endur hafa stofnað með sér er fólk allstaðar af landinu og fjölgar stöð- ugt. Húsbílamir verða sífellt vinsælli" ÞAÐ STANSA FLESTIR í ALLTA FULLUHJA OKKUR SUMAR SEM VETUR HRÚTAFIRDI ATH. Nýtt símanr. 95-11150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.