Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 21
Panasonic
Slmi með símsvara
Sjálfvirkt val — Innbyggður hljóðnemi og hátalari —
12 minni — 3 minni fyrir beint útval — Hvert móttekið
skilaboð í alit að 150 sek. — Ljós f takkaborði —
Tónval, púlsval — Veggfesting.
Gylfi Kristjánssan, DV, Aknreyn;
Perðaskrifstofa Akureyrar er að
hleypa af stokkunum því sem kall-
að er „Þjóðarkvöld í Sjallanum“,
en þessi kvöld verða á mánudögum
og fimmtudögum í sumar og hópar
geta einnig pantað slik kvöld aðra
virka daga vikunnar.
„Viö erum aðaOega að hugsa um
ferðamenn með því að bjóða upp á
þessi kvöld og leggjum áherslu á
þjóðlegan fróðleik í töluðu máli,
söng og ekki síst í mat,“ segir Gísli
Jónsson, forstjóri Ferðaskrifstofu
Akureyrar.
Að sögn Gísla er farið um 100 ár
aftur í tímann, sýndar gamlar
myndir á breiötjaldi, m.a. af matar-
gerð ogbúskaparháttum. Matseðill
kvöldsins er byggður upp á hangi-
kjöti, skyri með rjóma og þá getur
fólk fengið aö bragða á gömlum,
þjóðlegum mat, eins og hákarli,
súrmat og haröfiski. Allt fer þetta
fram í gömlu, þjóðlegu umhverfi
og ég get ekki annað sagt en að
undirtektir við þessari hugmynd
hafi verið góðar og talsvert hefur
þegar verið bókað á þessi kvöld,“
sagði Gísli.
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990.
Akureyri
„Mér finnst
sjálfsagt að
reyna þetta"
- segir Bemharð Steingrímsson sem rekur galleríið Delfi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii
„Ég hef alltaf haft áhuga á myndlist
og málað sjálfur og þess vegna m.a.
fannst mér upplagt að prófa þetta,“
segir Bernharð Steingrímsson sem
hefur opnað myndlistargalleríið
Delfi í verslunarmiðstöðinni Delfi.
„Það má segja að hér sé um tilraun
að ræða hjá mér. Ég rek teiknistofu
hér í Sunnuhlíð og ætla að reyna að
sameina þetta tvennt á sama stað.
Ég hef orðið var við áhuga hjá fólki
fyrir þessu framtaki, bæði þeim sem
eru að fást við aö mála og eins hjá
almenningi. Þetta er eina galleríið í
bænum þar sem fólk getur komið
með myndir sínar og sett í sölu og
auðvitaö er opið hér fyrir þá sem eru
að fást við að mála að hengja upp
verk sín og einnig að halda einkasýn-
ingar,“ sagði Bernharð.
Hann sagöi að Delfi væri opið 6
daga vikunnar frá kl. 10-18, en stefnt
væri að því að lengja þann tíma til
kl. 22 og einnig að hafa opið á sunnu-
dögum.
DV-mynd gk
Bernharð Steingrimsson á og rekur Galleríið Delfi.
«<SE
* *•••
••••••
Ekki til fyrirmyndar
Þessi sjón blasir við af veginum þegar ekið er inn í Akureyrarbæ að norðan-
verðu. Þyrfti sá sem á þetta rusl ekki að taka til hendinni? DV-mynd gk
SIEMENS
HEIMILISTÆKI
Vestur-þýsk gæðavara á góðu verði.
SÍR HF.
Reynishúsinu, Furuvöllum 1,
Akureyri, sími 27788.
Málaðu
tilveruna
með
LACOSTE
litum
LACOSTE
mi
Gránufélagsgötu 4, Akureyri
Sími 96-23599
Verð kr.
12.943
[hIheklahf
i_a Laugavegi 170-174 Sími 695500