Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 22
36
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990.
Akureyri
Kjamafæði hf.:
Byrjaði í bílskúr - nú
með 45 manns á launaskrá
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Fyrir tæplega 6 árum hófst í bíl-
skúr á Akureyri framleiösla á
pizzum og hrásalati. Það voru þeir
bræðurnir Eiður og Hreinn Gunn-
laugssynir sem stóðu að baki þessu
framtaki, og framleiðsluvörur sínar
seldu þeir um allt land.
„Eftir um þaö bil eitt ár var bíl-
skúrinn oröinn allt of lítill fyrir þessa
starfsemi, við vorum þá komnir með
■' im&'
' ' ' i i
DV-mynd gk
Ekki má vanta pylsurnar á grillið.
Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir, eigendur Kjarnafæðis. DV-mynd gk
6-7 manns í vinnu, og þá fengum við
pláss í Iðngörðum Akureyrarbæjar
við Fjölnisgötuna. Þegar við
sprengdum það húsnæði svo af okk-
ur fluttum við yfir götuna og keypt-
um húsnæöið sem við erum í dag“,
segir Eiður Gunnlaugsson, annar
eigandi Kjarnafæðis hf. á Akureyri.
„Starfsfólkinu hefur fjölgað jafnt
og þétt á þessum tíma, en nú erum
við ákveðnir í að halda þessari stærð
á fyrirtækinu, við ætlum ekki að
stækka meira við okkur“, sagði Eið-
ur í stuttu spjalli við DV, en starfs-
menn á launaskrá eru í dag 45 tals-
ins, og skila um 35 dagsverkum. „Við
teljum þetta vera heppilega stærð á
fyrirtækinu og það hefur tekist að
byggja þetta upp með geysilega mik-
illi vinnu. Við höfum t.d. ekki tekið
okkur sumarfrí í mörg ár og það má
segja að til langs tíma hafi maöur
varla gefið sér tíma til að skreppa í
bæinn.“
250 vörutitlar
Það segir sitt um vöxt fyrirtækisins
og uppgang að fyrirtækið sem fram-
leiddi í upphafi pizzur og hrásalat í
bílskúr, er nú með um 250 vörutitla.
Pitsuframleiðslan í fullum gangi. DV-mynd gk „Þróunin hefur verið þannig að þetta
hefur hlaðið utan á sig, m.a. til þess
aö nýta betur það hráefni sem unnið
er úr. Það hefur bæst við úrvinnsla
á öllum sviðum og Kjamafæði er í
dag orðið alhliða kjötvinnslufyrir-
tæki.“
Það er skiljanlega of langt mál aö
fara að tíunda hér framleiösluvörur
fyrirtækisins, en svo eitthvað sé
nefnt má nefna pizzumar, allskyns
pylsur, fjölbreytt úrval af grillvörum
yfir sumartímann og reyndar allt
sem nöfnum tjáir að nefna þegar
unnar kjötvömr eru annars vegar.
- En er eitthvað af framleiðslunni
sem þeir Kjarnafæðismenn geta htið
á sem sitt „spes“?
„Ætli það sé ekki „ömmufarsið",
segir Eiður. „Það er gróft kjötfars
eins og ömmur okkar og mæður út-
bjuggu, sígildur íslenskur matur. Af
öðrum get ég nefnt rauðvínslegið
lambalæri sem nýtur mjög mikilla
vinsælda. Þá erum viö búnir að þróa
margar tegundir af pylsum og styðj-
umst þar við danskar og þýskar upp-
skriftir.“
Seljum um allt land
- Hvert seljið þið aðallega ykkar
vörur?