Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Blaðsíða 6
20 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. Akureyri ,,Stjórn sveitarfélaga er líka stórmál" - segir Pétur Valdimarsson, formaður Þjóðarflokksins Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þaö vakti óneitanlega nokkra at- hygli að Þjóöarflokkurinn bauð fram viö bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri á dögunum. Flokkurinn, sem var stofnaður snemma árs 1987, bauö þá fram við Alþingiskosning- amar og flestir reiknuöu örugglega meö því aö á þeim vettvangi ætlaöi hann að beita sér, og þess vegna kom framboðið á Akureyri á dögunum e.t.v. á óvart. „Þaö er eðlilegt að þetta komi upp því flokkurinn var stofnaður fyrir síðustu Alþingiskosningar og þetta er í fyrsta skipti sem við bjóðum fram til sveitarstjórnarkosninga, og þetta var eini staðurinn á landinu sem við buðum fram á. Annars staðar á landinu gengu þjóðarflokksmenn til samstarfs við óhiáða frambjóðendur, ekki formlega, en með samkomulagi viö sfjóm Ðokksins þó,“ sagði Pétur Valdimarsson á Akureyri sem er for- maður Þjóðarflokksins. „Kosningar kosta mikla peninga, og flokkur, sem er í mótun, hefur enga sjóði til að hlaupa í. Hann geng- ur aðeins í veski þeirra sem að hon- um standa. Þar af leiðandi er það mikið mál fyrir þessa einstaklinga að standa í svona kosningabaráttu." Stjórn sveitarfélaga stórmál - Nú heyrðust aðallega þau viðbrögð við þessu framboði á Akureyri að baráttumál ykkar væru á landsvísu ef svo má segja og því var velt fyrir sér hvaða erindi þið ættuð inn í bæj- arpólitíkina. „Þaö er rétt. Viö höfum í reynd barist fyrir breytingum á landsmála- pólitíkinni. Hins vegar held ég að almenningur hafi ekki gert sér grein fyrir því ennþá að stjórnun sveitarfé- laga er líka stórmál vegna þess að þar ráðast örlög einstaklinganna í þjóöfélaginu jafnmikið og af því sem Alþingi og ríkisstjóm gera. Það sem við bentum á í kosninga- baráttunni var að þaö þarf aö efla samvinnu sveitarfélaganna miklu meira en gert hefur verið og auka skilning þeirra á þvi hvað þau þurfa aö gera til að geta lifað. Ef við tökum svæði eins og Eyja- fjörð sem dæmi hefur að vísu skap- ast nokkuð góð samvinna milli sveit- arfélaga, en hún er þó engan veginn nógu mikil. Menn era allt of mikið aö tala um sitt eigið sveitarfélag. Þó er meiri skilningur á þessu í sveitun- um í kringum Akureyri, vegna þess að þau eru að sameinast suður í firð- inum. Ég tel að það muni ekki líða á löngu þar til sveitarfélögin alveg frá Akureyri og út á Dalvík muni einnig sameinast. Menn eru farnir aö sjá að það er miklu betra og ódýrara." Sveitarfélögum att saman - Er þetta hugsanlega upphafiö að heildarsameingu sveitarfélaganna hér í firðinum í einhverri mynd? „Nei. Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er mismunur á þess- um sveitarfélögum. Þau verða engu að síður að vinna miklu nánar saman en þau hafa gert. Þaö að sum sveitar- félög á íslandi eru svo sundurleit og vinna oft hvort gegn öðru er fyrst og fremst að þeim hefur verið att saman af alþingismönnum og stjóm- endum ríkisins. Við sjáum t.d. þetta svokallaða ál- mál sem hér var mjög mikið til um- ræðu í byrjun kosningabaráttunnar. Þar áttu 47 sveitarfélög á landinu að svara því hvað þau vildu gefa þessu erlenda fyrirtæki mikinn afslátt á gjöldum til þess að álverið yrði stað- sett hjá þeim ef það verður byggt á íslandi. I þessari umræðu kom hins vegar ekki fram hvað þetta álver kemur til með að kosta þjóðina. Þaö hefur ekki komið fram að ef þetta álver verður byggt verða sáraiitlar framkvæmdir á vegum hins opin- bera næstu 4-5 ár. Það verða skornar niður allar vegaframkvæmdir í al- gjört lágmark. Menn gera sér heldur ekki grein fyrir þvi hvað íslendingar þurfa að borga með raforkunni. Ef íslenska þjóðin á að borga á árs- grundvelli 2-5 milljarða með raf- magninu þá álít ég að það sé orðinn lítill gmndvöllur fyrir þessu álveri.“ \ Varðar alla Akur- eyringa - Erum við ekki komnir ansi langt frá umræðuefninu, framboöi Þjóðar- flokksins á Akureyri? „Jú, en framboð Þjóöarflokksins kemur lika þessu máli við vegna þess að þetta er mál sem snertú alla Ak- ureyringa eins og alla landsmenn." - Og þið lýstuð yfir andstöðu við byggingu álvers í Eyjaflröi. „ Jú, við gerðum það, miðað við þær forsendur sem hggja fyrir. Það liggja ekki fyrir neinar forsendur fyrir því að þetta álver sé hagkvæmt fyrir þjóðina og engar forsendur um mengun. Ef við ætlum t.d. að eyði- leggja lífið hér við fjörðinn vegna mengunar þá erum við að skaða Eyjaíjörð en ekki að byggja hann upp. Þessu verða menn að gera sér grein fyrir áður en þeir fara í þessa framkvæmd. Við gerðum okkur líka grein fyrir því að ef við ætlum okkur að halda áfram með stefnumál Þjóð- arflokksins er nauðsynlegt að kanna hug fólksins til landsmálanna." - Era ekki alþingiskosningar rétti vettvangurinn til þess? „Jú, það er rétt.“ Áhersla á ísland - Hver var sérstaöa ykkar viö kosn- ingamar á Akureyri? „Við höfðum þá sérstöðu að við leggjum mjög mikla áherslu á ísland. Okkar stefnuskrá er mjög frábmðin öðram stefnuskrám að því leyti að við leggjum miklu meiri áherslu á allt sem íslenskt er, á hreinleika ís- lands, hreinar afurðir og úrvinnslu sjávarfangs sem er stóriðja fyrir ís- lendinga. Þetta lögðum við höfuðá- herslu á en þetta komst því miður ekki almennilega að vegna umræðu um álver. Ef menn hefðu viljaö ræða þessa möguleika þá hefði komið fram að það liggur fyrir aö samvinna við dreiflngaraðila erlendis hefði gert okkur kleift að framleiða hér full- unna vöra.“ Konurnar ekki ábyrg- ar - Telur þú ekki að útkoma ykkar og Kvennalistans í kosningunum, sem einnig lýsti yflr andstöðu við álver, hafi verið svona léleg vegna þeirrar andstöðu? „Nei, það held ég ekki. Ég held reyndar aö framboð Kvennalistans hafl lagt allt of mikla áherslu á ákveðna kvennapólitík sem á ekki hljómgrann hjá þjóðinni vegna þess að þær hafa ekki reynst nógu ábyrg- ar á Alþingi. Þetta sést best á því að þegar Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram frumvarp um kaupleiguíbúöir, þá seldu þær atkvæði sín fyrir 600 milijónir til ákveðins félagsmála- pakka. Þær ákváðu að styðja frum- varp Jóhönnu ef þær fengju 600 millj- ónir til hinna mjúku mála kvenn- anna. Það var ekki nánar skilgreint hver þau mál vora. Þetta er búið að skemma fyrir Kvennalistanum. Við líðum hins vegar fyrir það að við tókum of seint við okkur með okkar framboð og skiluöum ekki framboðslista fyrr en á síðustu mín- útu. Það er því merkilegt að við feng- um fleiri atkvæði en Kvennalistinn.“ Talið borst aftur að landsmálunum, að framboði Þjóðarflokksins viö al- þingiskosningar 1978 og kosningun- um á næsta ári. Hugað að næstu kosn- ingum s „Við eram farin að huga að kosn- ingunum á næsta ári. Við ætlum aö bjóða fram um allt land því ein af ástæöunum þess að okkur gekk illa síðast var sú að það var hægt að benda á að ef við kæmum ekki manni að eða bara einum myndu atkvæðin falla dauð og ekki fá uppbótarþing- sæti. Þetta var ein af ástæðunum fyrir því að það var hægt að fæla fólk frá þvi að kjósa okkur síöast." - Eru þau mál sem Þjóðarflokkurinn er stofnaður utan um ekki þess eðlis að þið verðið alltaf eins og rödd í eyöimörkinni vegna sérstöðu ykkar? „í raun og vera er þetta ekki svona einfalt. í síðustu kosningabaráttu fóra aðrir flokkar að tala um lands- byggðarmál þegar okkar framboð kom fram. Það þyrfti að dreifa ábyrgöinni um landið. Þetta datt svo upp fyrir því það er enginn áhugi hjá hinum flokkunum á að axla ábyrgð. Það er gott fyrir okkur að geta bent fólki á hvað þeir meintu lítið með þessu. Ég er raunsær maður,“ sagöi Pétur þegar hann svaraði þeirri spurningu hvort hann væri bjartsýnn á kosn- ingamar á næsta ári. „Ég geri mér grein fyrir því að það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að annað fyrirkomulag komist á. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að fjórflokkarnir munu beijast gegn þessu því það er verið að skerða þeirra völd og gera þá ábyrga fyrir því sem þeir hafa ekki verið ábyrgir fyrir hingað til. Þjóðin verður að læra að skilja það sjálf að hún þarf að bera ábyrgð á geröum sínum, og það gera menn aðeins með því að stjórna sínum málum heima fyrir, en séu ekki fjar- stýrðir. Miðstýring hér er ekkert hættuminni en í Rússlandi.“ Fólkið ræður - Hvað fáið þið marga menn í al- þingiskosningunum aö ári? „Fólkið verður að ráða því. Ég er hins vegar sannfærður um að allir gömlu flokkarnir munu aftur taka upp stefnumál Þjóðarflokksins til þess eins að svíkja þau aftur á næsta kjörtímabili," sagði Pétur Valdi- marsson að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.