Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1990, Side 27
MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 1990. 41 x>v Akureyri „Uppskrift- in er hem- aðarleynd- armál" - segir Júlíus Fossberg um Brynjuísinn vinsæla Gylfi Kristiáiisson, DV, Akureyri: Það er staðreynd að nokkuð er um að fólk sem kemur til Akureyrar lætur það verða eitt af fyrstu verkum sínum þar í bæ að fara í verslunina Brynju við Aðalstræti og fá sér Brynjuís. Fólki finnst þessi ís ólíkur þeim ís sem það fær annars staðar og mikið hefur verið velt vöngum yfir því hvers vegna svo sé. „Ég man eftir Brynjuís þegar ég var smápolli hér í Innbænum fyrir mörgum áratugum," sagði Júlíus Fossberg, eigandi Brynju, er við sett- umst aðeins niður til að ræða um Brynjuísinn. „Uppskriftin hefur allt- af verið eins síðan verslunin byrjaði hér, en það var Steinþór Jensson sem stofnaði Brynju og hóf að selja þenn- an ís. Það fer tvennum sögum af því hver á heiðurinn af uppskriftinni, en hvað sem því líður þá hefur hún varðveist þótt hér hafi orðið eigendaskipti. Það þarf ekki að taka það fram að þessi uppskrift er hernaðarleyndarmál. Margir hafa reynt að búa til svona ís en ekki tekist.“ - Hvernig skfigreinir þú muninn á þessum ís og hinum „venjulega“? „Brynjuísinn er miklu ferskari og frískari en annar ís, en annars veit ég ekki hversu langt við eigum að hætta okkur út í þessa sálma,“ segir Júlíus og hlær við. Hann segir það oft koma fyrir aö fólk sem kemur til Akureyrar hafi samband við sig og panti nokkra lítra af ís. ísinn er síðan frystur og fólkið tekur hann með sér þegar það fer inn á flugvöll á leiðinni suður. „Ætli það passi þá ekki að ísinn sé tilbúinn þegar suður er komið. Jú, við seljum mjög mikið af ísnum og hann er oft hátt hlutfall af sölunni hér í búðinni. Það er ekki óalgengt að við seljum 250-300 lítra af ís á ein- um góðum degi,“ sagði Júlíus. Sumir bflar mi betri en aðrir Honda Accord EX 2,0 1990 kostar aðeins frá kr. 1.290.000,00. Þessi bíll er ríkulega útbúinn og m.a. með aukabúnað eins og rafdrifnar rúður, rafstýrða spegla, hita í sætum, vök vastýri/veltistýri, samlæsingar, samlita stuðara, útvarp/segulband og margt fleira. Honda Accord er margfaldur verðlaunabíll og hlaut Gullna stýrið í Þýskalandi. í ár var Honda Accord kosinn bíll ársins í sínum flokki í Bandaríkjunum og þar var hann einnig mest seldi bíllinn á síðasta ári. Við bjóðum sérlega hagstæð greiðslukjör þar sem aðeins þarf að greiða 25% út og afganginn á allt að 30 mánuð- um. i Komið, sjáið og sannfærist að hér er á ferðinni frábær bfll. [gjHONDA HONDAÁ ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, SÍMI689900 ÞÓRSHAMAR, AKUREYRI, SÍMI 96-22700 UHONDA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.